Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Qupperneq 24
Vikublað 21.–23. október 201424 Neytendur Gæðahakk fyrir 500 krónur á kíló n Búðu til fitusnautt lambahakk á lúxusverði n Svona áttu að bera þig að E f þú hefur aðgang að öflugri hrærivél eða hakkavél, getur þú búið þér til nærri fitulaust lambahakk fyrir ótrúlega lít- inn pening. Sláturtíðin er nú í fullum gangi víða um land. Ein af- urð, sem Íslendingar hafa nýtt svo lengi sem elstu menn muna, eru þindar. Með smá handavinnu má búa sér til gómsætt ferskt lamba- hakk, úr nýslátruðu, til að draga úr heimilisútgjöldunum. Blaðamaður tók þindar, eins og sagt er, og komst að raun um að ferlið er sáraeinfalt. Á einni kvöldstund er hægt að búa sér til frábært hakk úr hreinu lambakjöti fyrir 250 krónur á kílóið. Lítil fita Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp að DV gerði úttekt á nauta- hakki á dögunum. Í úttektinni kom fram að fituinnihald í nautahakki er yfirleitt á bilinu 8 til 12 prósent. Al- geng rýrnun við steikingu var um 30 prósent. Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Matís er fituinnihald í kindahakki um 15 prósent. Í sama grunni er að finna upplýsingar um næringarinnihald þinda úr lömbum. Þar kemur fram að hlutfall fitu er 6,9 prósent. Þegar búið er að skera þindina sjálfa frá, og taka vöðvann frá má gera ráð fyrir að hlutfallið lækki allnokkuð og rýrnunin sé að miklum mun minni en bæði í kinda- hakki og nautahakki. Hakkið, að fráskorinni þindinni sjálfri, verður því sérstaklega fitusnautt og rýrnar minna en annað hakk úr rauðu kjöti sem er í boði á markaðnum. Í úttekt DV á nautahakki á dögunum kom enn fremur fram að kílóverðið var á bilinu 1.300 til 1.900 krónur. Þú getur því fengið þrjú kíló af lambahakki, ef þú hakkar sjálfur, fyrir sama pening og það kostar að kaupa nautahakk úti í búð. Hér verð- ur farið yfir hvernig að þessu er stað- ið. Svona er þetta gert Kjötvinnslur víða um bæ bjóða upp á ferskar – ófrystar – þindar úr lömb- um. Blaðamaður hafði samband við Fjarðarkaup og pantaði 20 kíló af þindum. Fyrir það borgaði hann 7.794 krónur. Hann fékk lánaða hakkavél hjá ættingja, brýndi hnífa og skæri og hófst handa. Nauðsyn- legt er að hafa góð skurðarbretti við höndina, svuntur fyrir þá sem koma að málum og hrein ílát. 1 Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þindin sjálf, þunn hvít himna, umkringd vöðva. Hún skilur brjóstholið (með hjarta og lungum) frá kviðarholi (með meltingarfærum) en þindin er helsti öndunarvöðvi líkamans, að því er greint er frá á Vís- indavefnum. Í miðju þindarinnar er hreinn vöðvi. Með góðum skærum er auðvelt og fljótlegt að klippa hvítu himnuna frá, svo eftir standa vöðvarnir. Heppilegt er að klippa fyrst við vöðvann sem liggur yst en síðan klippa himnuna frá stærsta vöðvanum sem er í miðju þindarinn- ar. Himnunni er best að henda í rusl en vöðvana setur maður í hreint ílát. Það tók þrjá einstaklinga um það bil tvo tíma að verka 20 kíló af þind- um með þessum hætti. Tekið skal fram að vöðvarnir eru eins og aðrir vöðvar skepnunnar, en ekki eins og lifur eða annar innmatur. 2 Þegar skurðinum er lokið er komið að því að hakka kjötið. Engum efnum er bætt við kjötið en það er vitanlega valkvætt. Blaðamað- ur bætti engum kryddum eða efnum við og fékk út 16 kíló af hakki. Af- skurðurinn var sem sagt 20 prósent upphaflegu þyngdarinnar. 3 Því næst er kjötið sett í hæfi-lega stóra poka. Blaðamaður útbjó 32 hálfs kílós poka með hakki. Kjötið mun næsta árið mynda uppi- stöðu í 32 kjötmáltíðum fyrir þrjá til fjóra heimilismenn. 4 Að lokum er pokunum raðað í frysti. Gætið að því að raða ekki of þétt, eða of miklu í senn, því þá er hætt við að langan tíma geti tekið fyrir kjötið að frjósa. Það er aldrei heppilegt. Nautahakk kostar þrefalt meira Loks má nefna að hver skammtur kostaði 249 krónur í þessu tilfelli. Vinnustundir voru fimm til sex. Til gamans má reikna út að ef neytendi myndi í staðinn kaupa 32 hálfs kílós pakka af nautahakki, sem kostar 750 krónur að jafnaði, væri kostn- aðurinn 24 þúsund krónur. Verð- munurinn á fitusnauða lamba- hakkinu og dæmigerðu nautahakki er því um það bil þrefaldur. Lamba- hakk er herramannsmatur og má nota á svipaðan hátt og nautahakk; í alls kyns grýtur, hakkrétti, kjötboll- ur, lasanja eða mexíkóska rétti. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Myndarleg húsmóðir í Hafnarfirði Það er létt verk að verka þindar. Það má gera með góðum hníf eða skærum. MyNDIR BaLDuR GuðMuNDSSoN Ósýnilegt verð á verkstæðum Af 35 dekkjaverkstæðum sem Neytendastofa heimsótti á dögunum til að kanna hvort verð- skrá yfir alla þjónustu sem þar var í boði væri sýnileg, kom í ljós að 12 þeirra voru ekki með verð- skrá til staðar. Það var hjá Barð- anum Skútuvogi, Vöku Skútu- vogi, Max 1 Bíldshöfða, Kvikkfix Hvaleyrarbraut, Dekkjahúsinu Auðbrekku, Bílkó Smiðjuvegi, Bíla áttunni Smiðjuvegi, Sólningu Smiðjuvegi, Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna Vagnhöfða, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs Gylfaflöt, Kletti Suðurhrauni og Sólningu Hjallahrauni. Á tveim- ur verkstæðum var verðskrá til staðar en ekki sýnileg en það var hjá Gúmmívinnustofunni Skip- holti og Nýbarða Lyngási. Neyt- endur eiga rétt á að geta gert verðsaman burð á milli verkstæða og leitað eftir bestu tilboðunum þannig að það er illa séð ef verð- merkingar og verðskrár eru ófull- nægjandi. Neytendastofa mun fylgja eftir heimsóknunum og bregðast við með sektum ef fyrir- tækin hafa ekki bætt úr. Ford-jeppar innkallaðir Toyota er ekki eina fyrirtækið sem þarf að innkalla bíla hér á landi því í síðustu viku tilkynnti Brimborg um innköllun á 392 Ford-bifreiðum. Um er að ræða 381 Ford-Escape jeppa, árgerð 2008–2011 og 11 Ford Explorer- jeppa sem framleiddir eru frá 11. febrúar 2011 til 23. janúar 2012. Samkvæmt Neytendastofu er ástæða innköllunarinnar sú að bilun getur komið fram í raf- magnsstýri bifreiðarinnar og valdið því að hjálparafl verður óvirkt og þungt verður að stýra á lítilli ferð. Eigendum Ford-bif- reiða, sem vilja athuga hvort bif- reið þeirra hafi verið innkölluð, er bent á að fara á sérstaka vef- síðu Ford þar sem hægt er að slá inn svokölluðu grindarnúmeri bifreiðanna. Hlekkinn má finna á vef Neytendastofu. Toyota inn- kallar Lexus Toyota á Íslandi þarf að innkalla 41 Lexus-bifreið af gerðinni GS, IS og LS sem framleidd var á ár- unum 2005 til 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ástæðan að pakkning í samskeyt- um á eldsneytislögn og fæðiröri á vél getur farið að leka og skapar við það eldhættu í vélarrúmi. Þeir sem eiga svona bíla munu fá sent bréf, eða haft verður samband við þá símleiðis, á næstu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.