Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 21.–23. október 201430 Sport DEKKJAHUSID.IS frábært úrval af vetrardekkjum og fullt af tilboÐum! Mikið úrval af 31“-33“-35“ 6.490,- 8.490,-5.490,- TILBOÐ Á UMFELGUN Fólksbílar Jepplingar Jeppar 175/65/14 42.900 Kr 185/65/14 45.900 Kr 185/65/15 49.900 Kr 195/65/15 52.900 Kr 205/55/16 56.900 Kr 215/65/16 64.900 Kr 235/70/16 74.900 Kr 225/45/17 64.900 Kr 225/60/17 77.900 Kr 235/65/17 79.900 Kr 265/70/17 99.900 Kr LÉTTGREIÐSLUR Dalbrekku 17 Kópavogi Sími: 55 33 100 www.dekkjahusid.is ný vefsíða ný vefsíða ...fyrir fjögur ný vetrardekk SJÁÐU VERÐIÐ! Jeppadekk Sjálfstortíming Tottenham gegn toppliðunum n Tapað 16 af síðustu 24 leikjum gegn toppliðunum fjórum n Fengið á sig 65 mörk í T ottenham Hotspur mátti þola enn einn stóran 4–1 ósigur gegn Manchester City um nýliðna helgi, en stuðn­ ingsmenn liðsins ættu aldrei að búast við miklu þegar þeirra menn mæta einu af toppliðunum fjórum. Árangur Spurs gegn þeim er nefni­ lega skelfilegur í alla staði. Tottenham hefur frá ársbyrjun 2012 leikið 24 leiki gegn toppliðunum fjórum frá síðustu leiktíð, og tapað sextán þeirra, gert fimm jafntefli og aðeins unnið þrjá. Ekki tilbúnir í stórleikina Blaðamaður breska dagblaðsins Tele­ graph, Jonathan Liew, skrifar áhuga­ verða grein um slakt gengi Totten­ ham gegn stórliðunum þar sem sýnt er fram á að þetta sé allt annað en til­ viljun. Tottenham er bara ekki tilbúið í stórleikina. Með stórliðunum fjórum á Liew við liðin sem voru í efstu fjórum sæt­ um ensku úrvalsdeildarinnar á síð­ ustu leiktíð; Manchester City, Liver­ pool, Chelsea og Arsenal. Hann tekur Manchester United ekki með í reikn­ inginn og bendir á að frammistaða Spurs gegn því hafi verið ásættanleg undanfarin ár, þó að liðið hafi ekki haldið hreinu gegn United í nærri fjögur ár. Lloris hafði fengið nóg Í byrjun leiktíðar var Hugo Lloris, markvörður Tottenham, bjartsýnn fyrir leik gegn Liverpool. Eftir að hafa gagnrýnt lið sitt harðlega fyrir karakt­ erleysi undir lok stjórnartíðar Tims Sherwood á síðustu leiktíð þá leist Lloris vel á Mauricio Pochettino. „Við höfum breytt miklu. Við erum með nýjan stjóra, nýtt starfslið og við trúum á hugmyndafræði hans og skipulag. Við viljum sýna öllum að við höfum fulla burði til að vera gott lið í þessari deild,“ sagði Lloris áður en lið hans fékk 3–0 rassskellingu frá Liverpool þann 31. ágúst. Frá Liver­ pool­liði sem hefur farið skelfilega af stað í deildinni eftir frábæran ár­ angur á síðustu leiktíð. Hefði Totten­ ham unnið leikinn hefði það verið undantekning frá reglunni miðað við forsendurnar sem Liew gefur sér í út­ tekt sinni. Tapa stórt gegn stórliðum Og Tottenham tapar ekki bara fyrir stóru liðunum, Tottenham tapar stórt fyrir stóru liðunum. Varnarslagæðin opnast og þeim blæðir mörkum gegn þessum liðum. Í þessum áðurnefndu 24 leikjum hefur liðið fengið á sig 65 mörk! Það gerir mark á rúmlega hálf­ tíma fresti. Spurs hefur ekki haldið hreinu gegn þessum fjórum liðum síðan í markalausu jafntefli gegn Chelsea í mars 2012. Ef það var ekki nógu slæmt fyrir áhangendur Spurs að horfa á liðið tapa 4–1 gegn City um helgina, þar sem liðið fékk á sig þrjú víti og Sergio Agüero skoraði fernu fyrir City, þá töpuðu þeir 6–0 fyrir þeim á úti­ velli á síðustu leiktíð og svo 5–1 í heimaleiknum. Chelsea vann 4–0 sig­ ur á Stamford Bridge í fyrra og síðustu þrír leikir Spurs gegn Liverpool hafa endað 0–5, 0–4 og 0–3. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dagsetning Úrslit 26. feb. 2012 Arsenal 5–2 Tottenham 15. apr. 2012 Chelsea 5–1 Tottenham (Undanúrslit FA-bikarsins á Wembley) 17. nóv. 2012 Arsenal 5–2 Tottenham 24. nóv. 2013 Man City 6–0 Tottenham 15. des. 2013 Tottenham 0–5 Liverpool 29. jan. 2014 Tottenham 1–5 Man City Þessi úrslit væru skiljanleg ef Tottenham væri lítið lið sem gæti ekki gert kröfu um meira en miðjumoð í lok leiktíðar. En staðreyndin er að Tottenham er vel mannað lið sem getur vel spilað leiftrandi skemmtilegan fótbolta. Ef liðið héldi hins vegar vatni þá hefðu þeir væntanlega náð Meistaradeildarsæti á hverju tímabili, síðastliðin þrjú ár. Hvað er það eiginlega sem fer úrskeiðis? spyr Liew. Hér má lesa greiningu hans á leik liðsins og helstu mistökum. Brotna saman gegn stóru liðunum Tottenham státar af ömurlegum árangri frá 2012 gegn liðunum sem voru í efstu fjórum sætunum í deildinni á síðustu leik- tíð. 24 leikir, 16 töp, 5 jafntefli og aðeins 3 sigrar. Liðið hefur fengið á sig 65 mörk í þessum leikjum. Leikir þar sem Tottenham hefur fengið a.m.k. 5 mörk á sig frá 2012: Tottenham gegn toppliðunum fjórum frá 2012– Sigur Jafntefli Tap Stjóri Tottenham Hotspur Mauricio Pochettino erfði vandamál forvera sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.