Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 21.–23. október 2014 Flanagan hlýtur Booker- verðlaunin Ástralski rithöfundurinn Richard Flanagan hlaut í síðustu viku Man Booker-verðlaunin fyrir skáld- söguna The Narrow Road to the Deep North. Flanagan, sem er fæddur í Tasmaníu, er þriðji Ástr- alinn sem hlýtur verðlaunin. Þangað til í fyrra gátu aðeins rit- höfundar frá Breska samveldinu hlotið verðlaunin en nú geta allir sem skrifa bækur sínar á ensku og gefa þær út í Bretlandi hlotið verðlaunin. The Narrow Road to the Deep North er sjötta skáldsaga þessa 46 ára Ástrala, hún er gríðarstór, söguleg skáldsaga sem fjallar um ástralskan lækni í síðari heims- styrjöldinni. Bókin er sögð takast á við afleiðingar stríðs og margar tegundir ástar. GaGnsleysi, sekt oG GuðleG refsinG n steinunn Gunnlaugsdóttir og snorri Páll Jónsson Úlfhildarson ræða sekt, refsingu og vinnu e f þú ert úrskurðuð sek um glæp verður þér refsað, hvort sem það er af yfirnáttúruleg- um guði, almáttugu ríki eða þínu eigin samviskubiti. Sekt- in er ein af grundvallarhugsmíðum vestrænnar menningarsögu. Hún markar upphaf mannlegrar tilveru í hugmyndaheimi kristninnar og er jafnvel kjarninn í réttarríki hins evrópska nútíma. Þessar hugmyndir eru við- fangsefni Steinunnar Gunnlaugs- dóttur og Snorra Páls Jónssonar Úlf- hildarsonar í listasýningu eða öllu heldur samtengdu neti athafna sem framkvæmdar hafa verið í Reykjavík á undanförnum vikum undir sam- heitinu Ef til vill sek. Frekar en að tengjast í rými eða formi, eins og sýn- ingar gera yfirleitt, eru verkin skyld í tíma og efnistökum. Þetta eru mynd- bandsverk, gjörningar, uppákoma, skúlptúr og ljóðabók sem spinna saman vef hugmynda: glæpur og refs- ing, vinna og gagnsemi, líkami og trú. Sjálf eru Steinunn og Snorri Páll ef til vill sek um ýmislegt: að hafa gert árás Alþingi, að hafa brugðist væntingum þjóðfélagsins og að vera gagnslaust vinnuafl – mögulega og ef til vill. Ef til vill sek. Til að byrja með, þá virðist nafn sýn- ingarinnar gefa til kynna að í verkun- um sé verið að takast á við einhvern efa um að mörk sektar og sakleysis, jafnvel efasemdir um að mörkin séu jafn skýr og oftast er gefið í skyn. SP: Já, þetta „ef til vill“ hefur í það minnsta tvær merkingar fyrir mér. Annars vegar út frá sjónarhorni valdins, samfélagsins eða kerfisins, þar sem fyrirfinnst þessi skýra stefna: að líta á alla sem mögulega glæpa- menn. Þetta birtist í paranoju-sam- félaginu, til að mynda eftirlitsmynda- vélunum … S: … og andfélagslegu hlutverki lögreglunnar gagnvart öðrum í sam- félaginu. Allir eru mögulega að gera eitthvað af sér. SP: Í stað þess að allir séu sak- lausir uns sekt er sönnuð – frasi sem reyndar getur gefið til kynna viðvar- andi ósannaða sekt – eru allir þarna á milli: ef til vill sekir. Hins vegar má sjá nafnið sem spurningarmerki eða beinlínis andstöðu við það hvernig kerfið og hin félagslegu norm skil- greina sektina. Er glæpamaðurinn í raun sekur? Um hvað? Og hvers er skilgreiningarvaldið? S: Seinasta árið höfum við verið að vinna að tengdum hugmyndum en þó í sitthvoru lagi. Þegar við ákváð- um að sýna verkin okkar saman sáum við að þó þau tengist ekki öll undir einni þematískri regnhlíf fléttast þau saman á fínlegan hátt. Við höfðum bæði verið að pæla mikið í glæpum og refsingu – og einnig vinnu. Þessi þrjú stef voru sérstaklega áberandi og nafnið nær að halda utan um verk- in sem heild þó að það feli ekki í sér beina tilvísun í hvert og eitt þeirra. Líkamleg fangelsi Getum við sagt að það sé einhver niðurstaða úr þessari vinnu? Eruð þið að reyna að bera á borð einhvern sannleika eða koma boðskap á fram- færi? SP: Markmiðið mitt er ekkert endi- lega að segja: svona á þetta að vera, ekki hinsegin. Heldur miklu frekar að skoða eða upplifa veruleikann sem mætir mér og tjá með einhverj- um hætti þá upplifun eða skoðun – og niðurstöðu þessarar skoðunar. S: Ég upplifi öll þessi sjö verk sem við erum búin að vera að sýna núna sem persónulega úrvinnslu okkar á samtímanum sem við lifum í. Þau snerta á aðstæðum eða ástandi sem margir þekkja eða geta tengt við. Þessi persónulega úrvinnsla sem þið nefnið kemur til dæmis skýrt í ljós í myndbandsverkunum Maður bíður og Í skuld við réttlætið – fallnar kon- ur. Í fyrra verkinu einangrar Snorri áhorfandann frá heiminum svo mað- ur upplifir sig nánast eins og fanga í vitfirrandi einangrun, en í því síðara fæst Steinunn við réttlætið með ani- meituðum myndböndum af gjörn- ingum þar sem andlitslausir kvenlík- amar hafa undirgengist ýmsar gerðir refsinga, allt frá afhöfðunum til fang- elsunar í nútímanum. S: Seinustu tvö ár hef ég verið að skoða fyrirbærið refsingu og sögu stofnanarefsinga. Hún er ekki algjör- lega ólík svipuhöggum, aflimunum, hengingum eða öðrum líkamlegum refsingum sem oft eru kallaðar bar- barískar. Og hún er alls ekki ólíkam- leg. Manneskjur eru teknar úr sínu samhengi, þeim er þröngvað inn í rými sem þær vilja annars ekki vera í, gert að haga allri sinni tilveru eftir stífum reglum. Þær eru undir ströngu eftirliti þeirra sem hafa vald til að herða refsinguna enn frekar – gera þeim lífið enn óbærilegra. Og þar sem líkami og hugur eru algjört sam- kurl – jafnvel eitt og hið sama – hefur fangelsunin líka það markmið að skil- yrða og refsa huga fólks og í mörgum tilfellum brjóta uppreisnarandann niður. SP: Þessi líkamlega nálgun – að gangast við líkamleika félagslegra fyrir bæra á borð við refsingu – hún sameinar líka verkin. Það er vel hægt að kafa á vitsmunalegan, rökrænan hátt ofan í fyrirbæri sem almennt eru álitin ólíkamleg: kerfi, hugtök og hug- myndir. En í grunninn eru samfélög bara líkamar sem öll mannleg tilvera grundvallast á. Þess vegna er áhuga- vert að nálgast heiminn oftar út frá þessu kroppslega sjónarhorni, spyrja og svara krefjandi spurningum út frá líkamlegu sjónarhorni frekar en vits- munalegu. Og ekki bara í tengslum við neikvæða þætti á borð við refs- ingu, heldur einnig hina jákvæðu. Hvað er þá frelsi fyrir líkama? Eða réttlæti? Árás á Alþingi Þið voruð í hópi níu einstaklinga sem voru ákærðir í kjölfar bús- áhaldabyltingarinnar svokölluðu fyrir árás á Alþingi. Allir níumenn- ingarnir voru reyndar sýknaðir af árásarákærunni, en það er nánast óhjákvæmilegt að setja þessi verk í samhengi við þetta mál og spyrja: teljið þið það hafa haft mótandi áhrif á sköpun þessara verka? SP: Ekkert verkanna fjallar með beinum hætti um dómsmálið. En það er eitt að takast á við eitthvað sem maður hefur einungis séð eða heyrt eða lesið um, annað að eiga við það sem maður hefur upplifað á eigin skinni. Sem í þessu tilfelli er sá strúktúr sem ríkið og samfélagið hafa tileinkað sér í tengslum við glæpi og refsingar. Fyrir mér var dómsmálið ákveðin innsýn og innblástur – nýr útgangspunktur. SG: Þó að við níu höfum öll ver- ið sýknuð af árásinni og öðrum stærstu ákæruliðunum þá var ég, ásamt þremur öðrum, fundin sek um það sem kallað er brot gegn vald- stjórninni. Þetta var annað dóms- málið sem ríkisvaldið dró mig inn í og í bæði skiptin var ég fundin sek um eitthvað, þó að ég hafi í hvor- ugt skiptið verið dæmd til fangelsis- vistar. Hjá mér vakti sú reynsla áhuga á dómskerfinu og refsingum. Og ekki síður þeirri staðreynd að sumir upp- lifa dómsmálin ein og sér sem refs- ingu, meðal annars vegna þess að meðan á þeim stendur verður valdið sem kerfið hefur tekið sér yfir okkur svo gríðarlega ljóst. Það getur verið ansi yfirþyrmandi uppgötvun. SP: Vald dómskerfisins felst nefnilega ekki bara í því að geta úr- skurðað um sekt fólks. Sýkna er vissulega hentugri svona praktískt séð: að þurfa ekki að taka út frekari refsingu, hvort sem hún er í formi sekta, fangelsunar eða einfaldlega sakaskrár. En valdið felst ekki síður í því að geta úrskurðað um sakleysi fólks. Að beygja sig tilneyddur undir stofnun sem fer með slíkt alvald yfir lífi manns – tekur þessa veigamiklu ákvörðun um framtíð manns – það er refsing út af fyrir sig. Vinna sem guðleg refsing Þið sögðuð áðan að vinnan væri eitt af helstu viðfangsefnum ykk- ar hér. Vangaveltur um vinnuna koma greinilega fyrir í að minnsta kosti tveimur verkanna. Í Kaffistof- unni við Hverfsigötu þrífur maður skó í tilgangslausri átta tíma vinnu- törn. Ótal útvarpstæki síbylja sitt ei- lífa suð á meðan skrifborðslampi lýsir upp altariskross úr hækjum. Kaffi, brauð og vín er svolgrað með reglulegu millibili en úrgangur- inn: kaffikorgur, pappír, hland og skítur, fyllir rýmið smám saman yfir daginn. Á Nýlendugötu skagar svo MannauðsMountain upp fyrir trjátoppana: ljósaskilti sem minnir ýmist á fjall eða ör sem bendir upp í loft, en þar er líka lítið rúm og græn- ar nærbuxur. Ljósaskiltið endurtek- ur hálftilvitnun í poppdrottninguna Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „ Í þessu ástandi verður vinnan svo oft að dyggð eða mark- miði í sjálfu sér, frekar en að hún sé mögulegt tæki til notkunar á leiðinni að öðru og stærra markmiði. Fjölbreyttir miðlar Steinunn gerði kápumyndina fyrir ljóðabók Snorra Páls, Lengist í taumnum. Risarassgæla hneykslar Parísarbúa Ekki verður aftur blásið lofti í „tréð,“ 24 metra háan uppblásinn skúlptúr bandaríska myndlistar- mannsins Pauls McCarthy eftir að hneykslaðir skemmdarvargar skáru á rafmagnssnúrur í kring- um verkið. Þessi skærgræni skúlptúr sem var staðsettur á Place Vendôme-torginu í París var blás- inn upp síðastliðinn fimmtudag og vakti strax mikla hneyklan með- al borgarbúa. Þykir hann minna skuggalega mikið á rassgælu, kyn- lífstæki sem notað er til að erta endaþarm. Daginn sem skúlptúr- inn var blásinn upp sló vegfarandi til McCarthy og hrópaði ókvæðis- orð að honum og tveimur dögum síðar var loftið tekið úr verkinu. „Tréð“ verður ekki blásið upp að nýju, en McCarthy segist óttast að slíkt geti leitt til átaka og ofbeldis. Íslenskt letur á sundance Leturgerðin L10 sem hönnuð er af íslensku leturútgáfunni Or Type verður notað á öllu kynningarefni einnar stærstu og virtustu kvikmyndahá- tíðar Banda- ríkjanna, Sund- ance- hátíðinni í Utah, í byrjun næsta árs. „Þetta er letur sem var upphaflega teiknað fyrir LungA árið 2010 og hefur verið í hægri vinnslu síð- an,“ segir Guðmundur Ingi Úlf- arsson, höfundur L10. Afbrigðið sem Sundance notast við er breytt útgáfa: „Hún er með hringlaga punktum í staðinn fyrir ferhyrnda eins og í upphaflegu útgáfunni.“ Þessa stundina er aðeins ein útgáfa af letrinu til sölu á vefsíðu Or Type, en sjö nýjar gerðir af letr- inu eru væntanlegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.