Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Page 36
Vikublað 21.–23. október 201436 Fólk Lögin sem tónlistar- fólkið þolir ekki n Sumir tengja lögin slæmum tíma n Frægustu lögin ekki endilega í uppáhaldi T ónlistarmenn geta hatað lögin sín líkt og almenn- ingur gerir. Það hins vegar virðist hálfundarlegt þegar þeir þola ekki lög sem hafa aflað þeim frægðar og frama um- fram önnur. Sumir sættast við lög- in seinna meir á meðan aðrir tengja þau slæmum tímum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is  The Beatles – Let it Be Sagan segir að Bítlarnir hafi haft svo mikla óbeit á Let it Be-upptökunum og sá tími valdið upplausn sveitarinnar. Paul McCartney kenndi upptökustjóranum Phil Spector um, vegna „hljóðveggjarins“ sem hann setti á öll lögin. John Lennon hins vegar hrósaði honum eilítið og sagði: „Hann tók ömurlegustu lög sem tekin hafa verið upp og gerði eitthvað úr þeim.“  Madonna – Like a Virgin Madonna segist efast um að geta sungið Like a Virgin eða Holiday nokkurn tímann aftur. „Ég bara get það ekki,“ sagði hún í viðtali við bandaríska útvarpsstöð. „Ekki nema einhver borgi mér 30 milljónir dollara fyrir eða eitthvað. Ef einhver rússneskur milljóner vill fá mig til að synga í brúðkaupi dóttur sinnar.“ Hún hefur ekki sagt af hverju hún þolir þessi lög ekki lengur en það getur verið vegna þess að henni finnist hálfhallærislegt að vera nærri sextug að syngja um meydóm.  Beastie Boys – Fight for Your Right (To Party) Á plötunni The Sounds of Science skrifuðu meðlimir hljómsveitarinnar að lagið fræga „sökkaði“. Mike D sagði líka eitt sinn að „allir þessir aular sem eru að syngja með laginu átta sig ekki á að lagið er að gera grín að þeim.“  Led Zeppelin – Stairway to Heaven Robert Plant er ekki mjög hrifinn af einu frægasta lagi hljómsveitarinnar. „Ég myndi fá útbrot ef ég þyrfti að syngja þetta lag á hverjum tónleikum,“ sagði hann. „Ég samdi textann fyrir 17 árum og fannst lagið svo vera merkilegt. En í dag, þá finnst mér lagið eiginlega bara leiðinlegt.“  Nirvana – Smells Like Teen Spirit Kurt Cobain sagði eitt sinn í viðtali við Rolling Stone-tímaritið að það væri eiginlega vandræðlegt að spila lagið. „Fólk hefur einblínt of mikið á þetta lag.“ Honum fannst lagið hálfgert popplag og hugnaðist það ekki.  Lady Gaga – Telephone Söngkonan sagðist í viðtali hata lagið Telephone. „Er hræðilegt af mér að segja það? Mér finnst afskaplega erfitt að hlusta á það lag. Mér finnst tónlistarmyndbandið líka hræðilegt, ég get ekki horft á það. Beyoncé og ég erum frábærar en ég blandaði of mörgum hugmyndum saman í mynd- bandinu. Ég vildi að ég hefði ritskoðað mig aðeins.“  Oasis – Wonderwall Liam Gallagher, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Oasis, sagði eitt sinn að hann þyldi ekki þetta „helvítis lag. Í hvert skipti sem ég þarf að syngja lagið langar mig að æla. Vandamálið er að þetta lag varð svo vinsælt, varð eitt vinsælasta lagið okkar. Ef við fórum til Bandaríkjanna var ég alltaf spurður hvort ég væri Herra Wonderwall. Mig langaði að kýla alla sem spurðu mig.“  Guns N'Roses – Sweet Child o' Mine Upphafsstef lagsins er eitt það þekktasta í heiminum en Slash þoldi það ekki. „Stefið varð til alveg óvart,“ sagði hann. „Ég var eitthvað að fíflast á gítarinn á meðan ég spilaði þetta stef. Izzy [Stradlin, annar gítarleikar hljómsveitarinnar] byrjaði að spila með og Axl fannst stefið æðislegt. Ég hataði lagið því það byrjaði svo heimsku- lega. Ég hataði þennan gítarpart. Ég elska það þó meira í dag en ég gerði.“ Idol-stjarna látin Joanne Borgella lést á laugar- daginn, aðeins 32 ára að aldri, eft- ir baráttu við krabbamein. „Það tekur okkur sárt að tilkynna það að okkar elskaða Joanne er látin,“ skrifaði fjölskylda hennar á að- dáendasíðu hennar á Facebook. Borgella komst í 24 manna úrslit í sjöundu þáttaröðinni af American Idol árið 2008. Þá starfaði hún einnig sem fyrirsæta. Frá því að hún greindist með krabbamein í október í fyrra sendi hún reglu- lega frá sér myndbönd þar sem hún lýsti baráttu sinni fyrir aðdá- endum, sem eru harmi slegnir. Læknastöð Joan Rivers brotleg Rannsókn á dauða Joan Rivers er á lokametrunum. Heilbrigðiseftirlit New York-borgar hefur nú þegar gert athugasemdir við fjölmörg at- riði á lækna- stöðinni þar sem dauðsfall Rivers bar að, gæti það jafn- vel leitt til þess að eigendur hennar missi starfsleyfi sitt til frambúðar. Stofan er sögð brjóta fjölmargar reglugerðir á sviði heilbrigðismála. Í bréfi, sem fjölmiðlar ytra birtu opinberlega um helgina, koma í ljós fjögur atriði sem þykja ófull- nægjandi á stofunni. Þau snúa að rekstri, starfsfólki, lélegum búnaði og réttindum sjúklinga. Í bréfinu er tekið fram að ef að- standendur bregðist ekki hratt við athugasemdum, verði stofunni lokað þann 7. janúar næstkom- andi og eigendum gert að greiða háar sektir. Sem kunnugt er lést Rivers á skurðarborðinu í byrjun septem- ber er hún undirgekkst aðgerð á raddböndum. Madonna sá fyrir viðbrögð við kossi Koss Britney Spears og Madonnu á VMA 2003 líður poppfróðum ekki svo létt úr minni. Larry Rudolph, sem þá var umboðsmaður Britn- ey, ræddi kossinn fræga í viðtali á dögunum og segir hann söngkon- una hafa vitað nákvæmlega hvað hún var að gera. Rudolph segir frá því hvernig Madonna hafi verið ákveðin í að skrá atriðið í sögu- bækurnar allt frá fyrstu æfingum. „Madonna var mjög ákveðin á æfingum og heimtaði að Britney mætti stundvíslega alla morgna. Hún ávarpaði mig aldrei með nafni en skipaði mér mikið fyrir,“ rifjar hann upp og segist ekki sjá eftir að hafa farið eftir fyrirmælum poppdrottningarinnar. Þegar í ljós kom að heimurinn hafði stöðvast um stundarkorn við flutninginn gekk Madonna að Rudolph bak- sviðs og virtist þá muna nafn hans. „Hún vafði mig örmum sínum, kyssti mig á munninn og sagði: „Sjáðu, Larry þetta var allt þess virði“,“ segir umboðsmaðurinn. Losnaði úr klóm sértrúarsöfnuðar Leikkonan Glen Close sagði frá æsku sinni í ítarlegu viðtali L eikkonan Glenn Close kom fram í ítarlegu viðtali um helgina þar sem hún sagði meðal annars frá erfiðum uppvexti sem fangi rót- tæks sértrúarsöfnuðar. Hötuðu samkynhneigða Í viðtalinu kom fram að faðir Close, dr. William Close, sem var einka- læknir einræðisherrans Mobutu Sese Seko í Kongó og er þekktur fyrir störf sín við að hefta fyrsta ebólufar- aldurinn í Afríku, hafi gengið í rót- tækan hægrisinnaðan söfnuð þegar hún var aðeins sjö ára. Close greindi frá því að heimilis- lífið hafi innan skamms farið að lit- ast verulega af trúboði söfnuðarins sem gekk áfram á hatri meðal annars gegn samkynhneigðum. Þetta hafi verið ríkjandi í hennar lífi í um fimmtán ár, þangað til henni tókst að slíta sig lausa. Ónáttúrulegt innsæi „Ég gat lengi vel ekki treyst innsæi mínu vegna þess að ég hafði verið mötuð svo lengi með skekktri heims- mynd,“ sagði Close. „Þér leyfðist ekkert. Þér var kennt að allar þrár þínar væru ónáttúru- legar svo ég hafði alltaf nagandi samviskubit yfir líðan minni. Ef öll þín samskipti frá 7 ára til 22 ára aldurs eru við hóp fólks sem stjórn- ar því hvernig þér á að líða og hvern- ig þér beri að lifa lífinu, þá hefur það gríðarleg áhrif á þig.“ Leikkonan neitaði að fara í saumana á því hvernig hún slapp undan oki safnaðarins sem hún seg- ir að hafi haft djúpstæð áhrif á sál- arlíf hennar síðan. „Ég ætla ekki að rekja það í viðtali,“ sagði hún. n maria@dv.is Sló í gegn sem Cruella Þrátt fyrir skelfilega æsku sló Glenn Close í gegn í Hollywood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.