Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Side 38
Vikublað 21.–23. október 201438 Fólk Skóm söng- konu stolið í Sundhöllinni Söngkonan Sóley Stefánsdóttir varð fyrir barðinu á óprúttnum skóþjófi þegar hún heimsótti Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Sóley greinir frá þessu á Face- book-síðu sinni og vandar þjófin- um ekki kveðjurnar, og þó? Söngkonan knáa, sem þurfti að ganga heim eftir sundferðina í stórum karlainniskóm, segist í færslu á Facebook trúa á karma og að fyrir ómakið eigi hún inni ríku- leg laun í formi nýs skópars. „Þú þarna […] skalt sko vita það að ég trúi á karma og bráð- um munu fair-trade, vegan skór falla af himnum og beint í fangið á mér,“ segir Sóley kímin miðað við aðstæður og þakkar viðkom- andi svo fyrir. „Takk fáviti/dópisti/ grínisti. ég meina það.“ Sjóðheitt fjölmiðlapar Sjónvarpskonan Þórhildur Þor- kelsdóttir á Stöð 2 og Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans, eru nýtt par. Þau hafa sést mikið saman undanfarið og ku ástin svífa yfir vötnum. Þórhildur, sem er 24 ára, hefur verið áberandi andlit í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í rúmt ár en hún söðlaði nýverið um á stöðinni og þreytti frumraun sína sem einn þáttastjórnenda fréttaþáttarins Bresta sem frumsýndur var í gær- kvöldi. Hjalti, sem er 38 ára, er sjálfur ekki ókunnur fjölmiðlunum en hann er sem fyrr segir fram- kvæmdastjóri Kjarnans. Kjarninn, sem nýlega breytti áherslum sín- um og er kominn í framvarðar- sveit netmiðla, hefur vakið mikla athygli fyrir afhjúpanir og vandað- an fréttaflutning. Hjá parinu sann- ast sannarlega hið forkveðna; ástin spyr ekki um aldur. Trúlofaðist í Indlands- hafi í hellidembu Söngkonan Una Stef heldur sína fyrstu útgáfutónleika S öngkonan Una Stef mun halda sínu fyrstu útgáfutón- leika á föstudaginn á Kex Hostel, en hún gaf út plötuna Songbook í vor. Hún er af- skaplega hress kona sem tekur lífinu með ró en í sumar ferðaðist hún um landið til að halda tónleika en einnig fór hún í ævintýraferð til Afríku, með kærasta sínum og fjölskyldu hans, sem breytti lífi hennar til hins betra. Kvennakraftur „Flestir á Íslandi gefa út plötur á haustin til þess að ná jólaplötuflóð- inu. Ég hins vegar ákvað að gefa plötu út um vor og fara svo bara af landinu,“ segir Una og hlær. „Ég ákvað að halda útgáfutónleikana svona seint því það er erfitt að ná minni níu manna hljómsveit saman á sumrin. Allir eru einhvern veginn úti um allt þá, bæði að spila og ferð- ast, líkt og ég gerði.“ Ragnheiður Gröndal mun verða sérlegur gestur Unu þetta kvöld. „Ég vil ekki segja að hún sé að hita upp fyrir mig, mér finnst það hálfasna- legt, hún er sérstakur gestur. Ástæð- an fyrir því að ég fékk hana var að stelpa sem ég þekki sagði við kærasta minn hvað henni fyndist gaman hvað mér væri að ganga vel og að ég gæti orðið næsta Ragnheiður Grön- dal. Ég tók því auðvitað sem hrósi en það var samt frekar fyndið því við erum eins og svart og hvítt. Tónlist- arlega erum við eins og Kanye West og Mozart. Það er æðislegt að fá hana til þess að byrja og það verður mik- ið „girl-power“ þetta kvöld. Mér þyk- ir líka mjög vænt um að þetta. Ellefu ára hefði mér aldrei dottið í hug að Ragnheiður Gröndal myndi spila á útgáfutónleikunum mínum.“ Æskuuppgjör „Ég samdi elsta lagið á plötunni þegar ég var 14 ára og það heitir Be My Man. Mjög dramatískt, en á þeim tíma ætlaði ég að vera íslensk, hvít James Brown,“ segir Una hlæjandi. „Yngsta lagið er tveggja ára gamalt. Þannig að platan er hálfgert uppgjör mitt við æskuna og það að vaxa úr grasi. Ég útsetti svo lögin á þessu ári.“ Pollróleg eins og er „Ég hef aldrei haldið útgáfutónleika áður þannig að ég veit ekki hvort það er stressandi,“ segir hún bros- andi. Hún hefur spilað mikið síðustu mánuði og hefur að sögn komist yfir sviðsskrekkinn. „Ég er pollróleg yfir þessu. En af því að ég er búin að segja það, fæ ég örugglega taugaá- fall á föstudagsmorguninn. Svo lengi sem ég brýt ekki á mér puttana eða slít raddbönd, þá held ég að ég verði góð. Tónleikarnir verða samt ekki bara venjulegir tónleikar, ég ætla að gera þetta mjög vel með hljómsveitinni minni. Fyrir utan að spila plötuna út í gegn þá langar mig svakalega að taka epískt Tinu Turner-lag og læra dansinn við Proud Mary. Ókei, ég kann dansinn en ég er ekkert svaka- lega góð, ég þarf að æfa mig betur. Þetta á eftir að verða eftirminnilegt kvöld.“ Kemur sér í gírinn með hjálp Rocky „Það eru lög á plötunni sem ég hef ekki spilað oft á tónleikum. Ég var að hafa áhyggjur af því að þau sem koma alltaf á tónleika hjá mér, eins og mamma, pabbi og einhverjir vin- ir mínir, væru komin með leið á lög- unum og var að velta fyrir mér hvort ég ætti þá ekki að spila eitthvað nýtt með. En þegar ég fór í gegnum plötuna þá sá ég að þar voru lög sem ég hef spilað mjög sjaldan. Það er aðallega af því að þau eru mjög erfið sönglega séð. Ég átti meira að segja erfitt með þau í upptökuverinu,“ segir Una kímin. „Til að koma mér í rétt hugarástand til að ná háu tón- unum í þessum lögum hef ég verið að fara í göngutúra hlustandi á tón- listina úr kvikmyndinni Rocky.“ Ást í Afríku Þegar talið berst að Afríku og ferða- lagið þar verður tónninn aðeins mýkri í Unu en hún fór með kærasta sínum og fjölskyldu hans þangað síðasta sumar í mikla ævintýraferð. „Við vorum á ferðalagi um Tansaníu þar sem við meðal annars unnum á sveitabæ, fórum í safarí, sváfum í tjaldi úti á sléttunni, heimsóttum fólk úr ýmsum áttum og ættbálkum, dönsuðum afríska dansa og borðuð- um skrýtinn mat. Þetta var algjört ævintýri,“ segir hún. „Fyrir heim- ferðina ákváðum við að koma við á paradísareyjunni Zanzibar þar sem Hlynur bað mín, bókstaflega ofan í Indlandshafi. Hann var ekki með hring heldur hefðbundið tansanískt trúlofunararmband sem hann hafði keypt. Það var ótrúleg upplifun. Á meðan við vorum ofan í sjónum að njóta stundarinnar kom hellidemba og við heyrðum í þrumum. Við vor- um syndandi lengst úti á hafi og allt í einu tók við mjög skrýtin sena þar sem við vorum að reyna að synda í land í brjáluðum öldugangi og rign- ingu. Ég var hálfvælandi vegna til- finningaflóðs, að reyna að halda í armbandið. Armbandið og trúlofun- in lifðu þessa raun af og allur þessi dagur er reyndar orðið að litlu lagi í dag sem fer jafnvel bara á næstu plötu.“ Una hefur samið fjölda laga sem gætu fyllt fjórar plötur en það er ekki ólíklegt að næsta plata verði undir afrískum áhrifum. „Það var svo ótrú- leg orka þarna úti og allt fullt af lífi í náttúrunni, fólkinu og dýralífinu. Ég kom heim með helling af aust- urafrískri tónlist sem ég hef verið að stúdera og er alveg dolfallin yfir. Ég mun klárlega syngja um fegurðina sem er Tansanía. En ætli hún verði samt ekki poppplata því ég er hálf- gert fórnarlamb poppsins. Þrátt fyrir að hafa reynt að afneita því sem ung- lingur í MH,“ segir Una og skellihlær. Góð áminning um það sem skiptir máli Una er enn í sambandi við eina stelpu sem hún kynntist úti, en þær eru jafnöldrur. „Við tölum saman þegar hún fær að fara á internetið í vinnunni sinni. Við tölum um fjölskyldurnar okkar, kærastana, vinnuna og vinina. Við erum báðar 23 ára stelpur með svipuð áhuga- mál í sömu veröld. Stundum gleymi ég því að eftir spjallið fer hún heim til sín og sér um foreldra sína sem búa í hálfgerðum kofa án rafmagns og rennandi vatns. Hún hefur ekki sömu tækifæri og ég og heldur ekki nærri því sömu réttindi og ég sem kona. En við erum bara vinkonur að spjalla um hluti sem 23 ára stelp- ur tala um. Heimurinn er svo stór og skrýtinn en öll erum við bara fólk. Svona ferðir breyta því svolítið hvernig maður hugsar um hlutina á góðan og réttan hátt,“ segir Una að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Ég er hálfgert fórnarlamb popp- sins. Þrátt fyrir að hafa reynt að afneita því sem unglingur í MH. Una Stef Söng- konan lærði söng í FÍH og tók hún burtfararpróf í vor á svipuðum tíma og platan hennar Songbook kom út. MynD SiGtRyGGUR ARi Í tjaldi Una og Hlynur í tjaldi í Serengeti-þjóðgarðinum að reyna að sofa fyrir stormi, híenu- hlátri og sebrahestahljóðum. Gleði Með kátri stelpu úr Masaai-þjóð- flokknum í Tansaníu. Kristrún Ösp opnar vefsíðu Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkar- dóttir hefur opnað nýja nýja vef- síðu, kristrunosp.is, þar sem hún mun fjalla um uppeldi, lífsstíl, mat og málefni líðandi stundar. Nú þegar hefur hún birt tvær færslur á síðunni sem fjalla báð- ar um mat, en hún virðist vera að prófa sig áfram bæði elda- mennsku og bakstri. Kristrún var einn af stofnend- um vefmiðilsins hun.is, ásamt þeim Bryndísi Gyðu Michelsen og Kiddu Svarfdal, en hún sleit sam- starfinu á síðasta ári vegna ágrein- ings, að hennar sögn. En Kristrún ætti að hafa það sem til þarf til að halda úti vefsíðu líkt og hún hefur nú sett í loftið. Það er því aldrei að vita hvort hún komi til með að veita fyrrverandi samstarfskonum sínum á hun.is einhverja samkeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.