Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 28.–30. október 2014
F
yrsta verkfall lækna á Íslandi
hófst aðfaranótt mánudags
og mun standa í lotum til 9.
desember. Að sögn Þorbjörns
Jónssonar, formanns Læknafélags
Íslands, er ekki ástæða til bjartsýni
en kjarasamningar lækna hafa verið
lausir undanfarna níu mánuði. „Það
er óánægja með hve langur tími er
liðinn og nú er komið verkfall því
ekki hefur gengið saman. Ég sé ekki
ástæðu til bjartsýni.“
Þorbjörn segir lækna vilja ná
fram umtalsverðri kjarabót þannig
að launin verði samkeppnishæf við
það sem fólki býðst erlendis. „Yngri
læknar sem hafa lokið sérnámi eru
ekki tilbúnir að flytja heim því kjara-
munurinn er svo mikill. Ofan á það
kemur líka að vinnuaðstæður, fjöldi
vakta og ýmislegt annað er víðast
hvar betra en hér á landi.“ Það sé
ekki nægilega mikið sem togi fólk til
Íslands. Þá segir hann lækna orðna
langþreytta á ástandinu og ef ekki
náist viðunandi kjarasamningar geti
til þess komið að í einhverjum tilvik-
um hugsi fólk sinn gang varðandi
það hvort það vilji áfram starfa hér
á landi. „Það er stór ákvörðun sem
hver tekur með sinni fjölskyldu,“
segir Þorbjörn.
Fyrsta verkfallslotan hófst á mið-
nætti aðfaranótt mánudags og mun
standa til miðnættis í kvöld, þriðju-
dag, og eru læknar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, heilbrigðis-
stofnunum Vestfjarða, Austurlands,
Suðurnesja, Vesturlands, Norður-
lands og Suðurlands nú í verkfalli,
auk lækna á Rannsóknarsviði og á
Kvenna- og barnasviði Landspítala.
Á morgun, miðvikudag, hefst verk-
fall lækna á Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri og á Lyflækningasviði Landspít-
ala og stendur í tvo sólarhringa.
Neyðarþjónustu verður sinnt á
meðan verkfallslotur standa yfir. n
dagny@dv.is
Ekki ástæða til bjartsýni
Fyrsta verkfall lækna á Íslandi skollið á
Þetta áttu að
gera vegna
mengunar
Almannavarnir mælast til þess
að fólk sem finnur fyrir miklum
óþægindum af völdum brenni-
steinsdíoxíðsmengunar grípi til
eftirtalinna ráðstafana. Íbúar á
Höfn í Hornafirði fengu á mánu-
dag og sunnudag skilaboð frá
Almannavörnum um að mik-
il mengun mældist á svæðinu.
Voru íbúar hvattir til að halda sig
innandyra og fylgja leiðbeining-
um um hvernig á að bera sig að
í aðstæðum sem þessum. Fólk
með undirliggjandi öndunar-
færasjúkdóma var og er hvatt
til þess að hafa sérstakar gætur
á líðan sinni og hafa strax sam-
band við lækni ef það finnur fyrir
óþægindum.
Leiðbeiningarnar eru
eftirfarandi:
n 1. Takið 5 grömm af venjulegum mat-
arsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni.
n 2. Bleytið einhvers konar klút, t.d.
viskastykki, þunnt handklæði eða
gamaldags gasbleiu í þessari lausn.
n 3. Vindið mesta vatnið úr þannig að
ekki leki vatn úr.
n 4. Festið þennan raka klút upp á
einhvers konar grind, t.d. þurrkgrind
fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d.
með þvottaklemmum.
n 5. Stillið grindinni upp í því herbergi
sem ætlunin er að hreinsa loftið í.
n 6. Til að klúturinn haldi virkni sinni
þarf hann að vera rakur og gott er að
halda rakastiginu við með því að úða á
hann vatni, t.d. úr blómaúðabrúsa.
n 7. Til að auka virknina er gott að láta
borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan
er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr
klútnum eða frá úðabrúsanum komist
ekki í viftuna. Viftan þarf að standa
í öruggri fjarlægð frá klútnum, ekki
nær en um það bil tvo metra. Alls ekki
breiða klútinn yfir sjálfa viftuna.
n 8. Ef vifta er ekki til staðar gerir
klúturinn samt gagn, sérstaklega ef
honum er komið fyrir nálægt ofnum, en
loftflæði er meira við ofna en aðra staði
í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða
klútinn yfir ofninn, nóg er að hann
standi á grind við hliðina á ofninum.
Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei
má hindra loftflæði að þeim eða breiða
neitt yfir þá.
n 9. Ef langvarandi mengun er til stað-
ar þarf að skola klútinn undir rennandi
vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í
matarsódalausnina.
n 10. Slökkva á loftræstikerfum.
Verkfall Læknar vilja umtalsverða kjara-
bót og bættar vinnuaðstæður.
Forlagið vill gamla
hljóðbók af netinu
n Lesarinn sakaður um þjófnað n Neitar að fjarlægja upplesturinn
V
ið höfum ekki tekið
ákvörðun um hver verða
okkar næstu skref í þessu.
Það verður að koma í ljós,“
segir Egill Örn Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Forlagsins,
spurður um það hvernig útgáfan
muni bregðast við upplestri Krist-
jáns Hrannars Pálssonar tónlistar-
manns á Veröld sem var eftir Stef-
an Zweig, í heild sinni á íslensku á
Youtube. „Þeir saka mig um þjófn-
að sem mér finnst mjög skemmti-
legt,“ segir Kristján Hrannar í sam-
tali við DV.
Egill Örn hefur í tvígang sent
Kristjáni Hrannari tölvupóst og
krafist þess að hann fjarlægi efnið af
myndbandaveitunni þar sem hann
sé ekki handhafi höfundarréttar og
ekki að þýðingunni. „Ég missi ekki
svefn út af þessu, en mér finnst svo-
lítið hjákátlegt hvað þau taka þessu
alvarlega,“ segir Kristján Hrann-
ar sem hyggst ekki fjarlægja upp-
lesturinn. „Ég ætla sko ekki að taka
þetta út, það kemur ekki til greina.“
Bókin, sem er sjálfsævisaga
austurríska gyðingsins Zweigs, lýs-
ir niðurbroti evrópsks samfélags
á fyrri hluta 20. aldar og uppgangi
þjóðernishyggju í tveimur heims-
styrjöldum.
„Stranglega bannað“
Þumalputtareglan er að bækur
eru höfundaréttarvarnar í 70 ár frá
dauða höfundar, en Zweig lést fyrir
72 árum. Íslenska þýðingin frá 1958,
sem er eftir Halldór J. Jónsson og
Ingólf Pálmason, er hins vegar enn
varin höfundarrétti.
„Það er ekki fyrr en 2080 sem
bókin mun falla úr höfundarrétti
ef þetta verður ekki endurnýjað.
Ég hef tvívegis sent Forlaginu póst
og spurt hvort ég mætti fá leyfi fyrir
þessu og hvernig ég gæti fengið það.
En þegar ég fékk ekkert svar ákvað
ég að láta það einu gilda,“ sagði
Kristján Hrannar í samtali við DV
hinn 7. október síðastliðinn.
Daginn eftir fékk hann tölvupóst
frá framkvæmdastjóra Forlagsins.
Þar sagði meðal annars: „Þykir leitt
að þú hafir aldrei fengið svar hjá
starfsmanni með þessari fyrirspurn.
En þetta er að sjálfsögðu stranglega
bannað og ólöglegt, enda íslenska
þýðingin varin með höfundarrétti.
Verðum við því að krefjast þess að
þú takir upplesturinn samstundis
af netinu.“
Neitar að taka efnið
Kristján Hrannar svaraði hinn 9.
október og sagði meðal annars:
„Ég neita að taka efnið af Youtu-
be. Það er óhugsandi að þið verðið
fyrir nokkrum skaða vegna þessa.“
Framkvæmdastjóri Forlagsins
sendi Kristjáni Hrannari annan
tölvupóst þann 23. október síðast-
liðinn.
Þar sagði meðal annars: „Það
eru aðeins örfá ár síðan við endur-
útgáfum bókina, með tilheyrandi
kostnaði, og stendur þ.a.l. ekki á
sama ef einhver er að stela þessu til
lestrar á Youtube. Ég vil því biðja þig
einu sinni enn, og í síðasta skipti í
tölvupósti, um að fjarlægja þennan
lestur.“
„Íslenska þýðingin var gefin út
árið 1958 af Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, en það var ríkisstyrkt út-
gáfa og engin gróðamaskína,“ seg-
ir Kristján Hrannar nú í samtali við
DV og tekur fram að báðir þýðend-
urnir séu látnir. „Þetta snýst um það
hversu fáránlegt það er að Forlag-
ið geti keypt réttinn af þessu upp á
nýtt og endurnýjað hann.“
„Afskaplega einfalt“
Í samtali við DV segir Egill Örn af-
stöðu Forlagsins einfalda. „Það
er ekki heimilt að gera hljóðbæk-
ur eða afrit af höfundarréttarvörðu
efni nema með samþykki rétthafa.
Kristján hafði reyndar samband við
okkur í upphafi og bað um leyfið
sem hann ekki fékk og afstaða okkar
hefur ekkert breyst, við teljum þetta
ekki vera í lagi. Þetta er í rauninni
afskaplega einfalt.“
„Ég verð að viðurkenna að ég skil
ekki alveg sjálfur hvað þeir eru að
saka mig um. Ég kann ekki að setja
mig inn í svona röksemdafærslu,“
segir Kristján Hrannar. Aðspurður
hvort hann óttist að Forlagið muni
fara í hart segir hann: „Nei, ef þeir
gera það þá finnst mér það bara af-
hjúpa fáránleika þessara höfundar-
réttarlaga. Ég hef ekkert á samvisk-
unni. Ég er bara að fylgja minni
sannfæringu. Ég er sjálfur tónlistar-
maður og eigandi að höfundarrétt-
arvörðu efni og ég myndi ekki vilja
að einhver hefði rétt á mínu efni
svona langt aftur í tímann.“
Ætlar að lesa meira
Spurður um hvað það sé nákvæm-
lega sem Forlagið skilgreini sem
þjófnað, segir Egill Örn að það sé
dreifingin sem slík á Youtube. Krist-
ján Hrannar segir þau hjá Forlaginu
hins vegar föst í úreltu hugmynda-
kerfi um höfundarrétt. Eins og fyrr
segir neitar hann að taka upplestur-
inn af Youtube.
„Ég ætla meira að segja að halda
áfram að koma íslenskum hljóð-
bókum á Youtube. Næst ætla ég að
lesa Manntafl eftir Stefan Sweig, en
ég þekki erfingjana og er búinn að
fá leyfi frá þeim. Ég ætla að halda
áfram að sýna það að maður getur
gert þetta sjálfur. Það þarf ekki ein-
hvern ærinn tilkostnað til þess að
gera hljóðbók.“ Kristján er í barn-
eignarleyfi og ætlar að nota tímann
í að lesa inn fleiri bækur. Þá er hann
byrjaður með útvarpsþátt í gegnum
Youtube-rás sína. n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is „Ég missi ekki
svefn út af þessu,
en mér finnst svolítið hjá-
kátlegt hvað þau taka
þessu alvarlega.
„Stranglega bannað“ Kristján Hrannar sendi forlaginu tvisvar sinnum póst en fékk
engin svör.
MyNd NíNA SALVArAr