Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 28.–30. október 201424 Neytendur
Sekkur dýpra í mínus um hver mánaðamót
n Svona er mánuður hjá öryrkja á Íslandi n Þarf að skuldsetja sig enn
M
aður er bara orðinn lang-
þreyttur á þessu eilífa
basli,“ segir Dagbjört Þór-
unn Þráinsdóttir, 46 ára,
tveggja barna móðir og
öryrki frá Keflavík. Hún, eins og svo
margir aðrir í hennar stöðu, á erfitt
með að láta enda ná saman um hver
mánaðamót þar sem hún getur að-
eins reitt sig á bætur og greiðslur
úr lífeyrissjóði. Hún þarf að láta sér
rúmar 278 þúsund krónur nægja fyr-
ir sig og unglingsdætur sínar tvær.
Eins og sjá má á meðfylgjandi dæmi
um hefðbundinn mánuð hjá henni
eru útgjöldin meiri en tekjurnar
sem verður til þess að hún stend-
ur sífellt uppi í mínus. Þá á hún eft-
ir að kaupa mat og nauðsynjavör-
ur út mánuðinn. Allt sem hún leyfir
sér í þeim efnum kallar því á frekari
skuldsetningu. Í samtali við DV seg-
ist hún ekki feimin við að sýna þjóð-
inni hvernig aðstæður hennar eru
og þætti fróðlegt að sjá ráðamenn
þessarar þjóðar reyna að lifa réttum
megin við núllið á hennar tekjum.
Fékk krabbamein í kjálkabein
Forsaga Dagbjartar Þórunnar er sú
að í október 2008 greindist hún með
krabbamein í kjálkabeini sem kallaði
á stóra og mikla aðgerð í desember
sama ár.
„Þar var helmingurinn af kjálk-
anum fjarlægður og fibula-beinið
(kálfabeinið) í hægri fæti tekið og
sett í kjálkann í staðinn. Þetta er
stór skurður á hægri fætinum á mér,
hann er hér um bil frá hné og nið-
ur að ökkla. Í kjölfarið á þessari að-
gerð þá er auðvitað mikill samgrón-
ingur og sinastytting svo tennurnar
á mér krepptust mikið. Svo fór ég í
skurðaðgerð til að laga það. Þá fékk
ég taugasjúkdóm sem heitir RSD en
honum fylgja miklir taugaverkir sem
hafa verið að plaga mig síðan þá. Og
svo er ég búin að fara í fjölda aðgerða
út af kjálkanum. Það er búið að setja
skrúfur í kjálkabeinið, setja brú og
ýmislegt og það er ekki búið enn.“
Þessi veikindi og vandkvæði í
kjölfarið þýða að Dagbjört er í dag
öryrki.
Milljóna innborgun fuðraði upp
Dagbjört byrjaði að vinna baki
brotnu 16 ára og hafði hún fyrir veik-
indin safnað sér hátt í fjórar milljón-
ir króna upp í innborgun fyrir íbúð
sem hún keypti sér árið 2007, um ári
áður en hún veiktist. Íbúðin er um
97 fermetrar, með þremur svefnher-
bergjum, þar af einu mjög litlu, fyrir
hana og dætur hennar tvær sem eru
14 og 15 ára. Í hruninu og því sem
fylgt hefur í kjölfarið var þessi út-
borgun Dagbjartar fljót að fuðra upp
og rúmlega það.
„Mér sýnist ég skulda fjórum
milljónum meira en það sem ég gæti
mögulega fengið fyrir íbúðina í dag,“
segir Dagbjört sem talaði mjög op-
inskátt um aðstæður sínar í löngum
pistli sem hún birti á Facebook-síðu
sinni á dögunum. DV hafði sam-
band við hana og veitti hún blaðinu
góðfúslegt leyfi til að sýna hvernig
fjárhagur öryrkja á Íslandi er í dag.
Tölurnar sem hún gefur upp eru
áætlaðar en nokkuð nærri lagi og
svona var staða hennar nú í byrjun
október. Sú mynd sem þessar töl-
ur gefa er svört og ljóst að Dagbjört
er ekki ein um að vera í erfiðleikum
með að ná endum saman á bóta-
greiðslum og lífeyri einum saman á
Íslandi í dag. Þetta raundæmi veit-
ir hrollvekjandi innsýn í lífsbaráttu
margra.
Sérfræðingarnir í Reykjavík
Dagbjört segir að það sé misjafnt
hversu háum lífeyrissjóðsgreiðslum
fólk á rétt á og svo geti verið mis-
munandi, eftir því hversu mörg börn
fólk er með á framfæri og annað,
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Dæmi sem gengur ekki upp Öryrkinn Dagbjört Þórunn Þráinsdóttir á -6.088 krónur til að lifa af mánuðinn og kaupa mat og nauðsynjar
fyrir sig og dætur sínar tvær eftir að hún hefur talið til öll hefðbundin mánaðarleg útgjöld. Hún er orðin langþreytt á eilífu basli og spyr hvort
einhver ráðamanna Íslands vilji reyna að lifa á þeirri framfærslu sem hún þarf að láta sér nægja. MynD AðSenD
Hér má sjá yfirlit yfir innkomu og útgjöld Dagbjartar Þórunnar sem er með tvær ung-
lingsdætur á framfæri. Athugið að inni í yfirliti yfir útgjöld þá er ekki matarkostnaður og
kostnaður vegna annarra nauðsynja. Svona leit staðan út þann 1. október hjá henni.
Innkoma á mánuði:
Lífeyrissjóður: 70.086 kr.
Tryggingastofnun: 208.826 kr.
Samtals: 278.912 kr.
Útgjöld á mánuði:
Íbúðalán: 85.000 kr.
Fasteignagjöld: 20.000 kr.
Rafmagn og hiti: 20.000 kr.
Tryggingar: 12.000 kr.
Sími, internet, sjónvarp: 14.000 kr.
Tannlæknakostnaður: 15.000 kr.
Niðurgreiðsla á yfirdrætti: 10.000 kr.
Vextir af yfirdrætti: 7.000 kr.
Bankalán: 22.000 kr.
Greiðsludreifing á VISA: 35.000 kr.
Rekstur á bíl: 35.000 kr.
Lækniskostnaður: 5.000 kr.
Lyfjakostnaður: 5.000 kr.
Samtals: 285.000 kr.
Staða: -6.088 kr.
Þarna eru ekki talin með önnur útgjöld eins og skólavörur fyrir börnin, fatakostnaður
fyrir fjölskylduna, kostnaður vegna afmæla, stórhátíða o.s.frv.
Svona er mánuður hjá öryrkja á Íslandi„Ég hef alltaf þurft
að passa hvern
eyri og mér finnst ég bara
hafa verið dugleg að hafa
náð að safna fyrir þessari
innborgun í íbúðina á sín-
um tíma
„Ég sé
ekki
tilganginn í
þessu eilífa
basli, ekkert
bjart, ekkert
skemmtilegt
að hlakka til
Þ
að er ekki þannig að við séum
að spara kremið, við viljum
frekar hafa nóg af því enda vit-
um við að það er það sem neyt-
endur vilja því kremið er gott,“ segir
Hjalti Nielsen, framkvæmdastjóri
kexverksmiðjunnar Fróns. Áhyggju-
fullir kexunnendur hafa veitt því
athygli að svo virðist sem minna
hafi verið af kremi í Kremkexinu frá
Fróni undanfarið. Vandamálið liggur
í nýlegri kremvél sem verið hefur til
vandræða.
DV barst ábending og
meðfylgjandi mynd frá dygg-
um neytanda á Kremkex-
inu. Hann hafði áhyggjur af
því að kremið væri naumt
skammtað og velti fyrir sér
hvort Frón væri eitthvað far-
ið að spara það. Benti hann á
að áður hefði kremið náð út á kanta
allan hringinn en nú væri oftast bara
smáræði í miðjunni. Þetta geri það
að verkum að ekki aðeins fái Krem-
kexunnendur minna af hinu góm-
sæta kremi heldur brotni kexkökurn-
ar mun oftar í pakkningunum. DV
leitaði svara hjá Fróni og tekur Hjalti
undir það að eðlilegt sé að menn velti
þessu fyrir sér.
„Eins og sést vel á myndinni þá er
kakan með of litlu kremi og alls ekki
eins og hún á að vera.“
Hjalti segir að undanfarið hafi
Frón verið í vandræðum með fram-
leiðslu á Kremkexinu og ástæða
þess sé að skipt var um kremvél fyr-
ir nokkru.
„Ekki vill betur til en svo að sú
vél er mikill gallagripur og hefur ekki
reynst okkur vel. Kremið dreifist ekki
rétt á milli kakna og er mjög ójafnt
skammtað sem leiðir til þess að
sumar kökur eru með miklu kremi
og aðrar með nánast engu.“
Til að gera illt verra þá fór
framleiðandi vélarinnar í Hollandi
á hausinn og hefur Frón því ekki
getað fengið neinar lagfæringar eða
aðstoð að utan til að koma fram-
leiðslu í eðlilegt horf. Unnið er að
lagfæringum.
„Við erum að vinna í því með okk-
ar tæknifólki að endursmíða vélina og
vonumst til að framleiðslan verði kom-
in í eðlilegt horf sem fyrst. Því miður er
þetta svona tæknilegt vandamál, sem
við erum að vinna í að leysa.“ n
mikael@dv.is
Kexklandur hjá Fróni vegna gallaðrar kremvélar
Ekki verið að snuða kremkexunnendur sem höfðu áhyggjur af of litlu kremi
Vinsælt Kremkexið frá
Fróni er vinsælt á mörgum
íslenskum heimilum. Of lítið krem Hér má sjá mynd af Kremkexköku sem framkvæmdastjóri Fróns viðurkennir
að sé ekki eins og hún á að vera. Nýleg kremvél sem keypt var frá Hollandi hefur valdið Fróni
vandræðum að undanförnu.
Bannað að
auglýsa stærsta
markaðinn
Neytendastofa hefur komist að
þeirri niðurstöðu að fullyrðingar
A4 um „stærsta skiptibókamark-
aðinn“ sem birtist í fjölmiðlum í
lok sumars hafi brotið gegn lögum.
Penninn, samkeppnisaðili A4,
kvartaði undan auglýsingunum til
Neytendastofu þar sem forsvars-
menn fyrirtækisins töldu að A4
gæti ekki sannað fullyrðinguna
auk þess sem enginn fyrirvari eða
útskýringar fylgdu henni. Vís-
aði Penninn til þess að félaginu
hafi verið bannað að nota full-
yrðinguna „stærsti skiptibóka-
markaður á landinu“ en þar hafi
A4 verið kvartandi.
Neytendastofa komst að þeirri
niðurstöðu að fullyrðingin bryti
gegn ákvæðum laga þar sem hún
væri mjög afdráttarlaus og ekki
væri vísað til þess hvaða stærðar-
viðmið væri átt við. A4 lagði ekki
fram nein gögn til stuðnings full-
yrðingu sinni og af þeim sökum
var A4 bönnuð notkun hennar og
sektað um 200 þúsund krónur þar
sem fyrirtækinu hafi átt að vera
ljós að skylt væri að færa sönnur
á fullyrðinguna, sérstaklega í ljósi
forsögunnar.
Askja braut
á Öskju
Neytendastofa hefur bannað Bíla-
leigunni Öskju að nota heitið Askja
eftir að stofnuninni barst kvörtun
frá Bílaumboðinu Öskju sem taldi
bílaleiguna brjóta gegn rétti sínum
með nafninu.
Neytendastofa komst að þeirri
niðurstöðu að Bílaumboðið Askja
ætti betri rétt til heitisins. Það var
mat stofnunarinnar að notkun
Bílaleigunnar Öskju veitti neyt-
endum villandi upplýsingar um
eignarrétt þar sem líkur væru á
að neytendur teldu fyrirtækin tvö
vera tengd.
Bílaleigunni er bannað að nota
heitin Bílaleigan Askja, Askja Car
Rental og lénnafnið askjacarrental.
is og í raun öll notkun auðkennis-
ins Askja.