Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 28.–30. október 201412 Fréttir Keflavíkurflugvöllur Herþota Þegar blaðamenn DV voru á svæðinu mátti sjá tvær herþotur aka á NATO-svæðinu við Leifsstö ð. Síðar fengust þau svör frá utanríkisráðuneytinu að her- þoturnar væru tékkneskar Saab JAS 39 Gripen herþotur. mynd sigtryggur ari Afhending norskrA hríðskotAbyssA til lögreglu líklegA sAmningsbrot n Samkvæmt vopnakaupsamningi við Norðmenn var Landhelgisgæslunni ekki heimilt að framselja né afhenda vopnin til Ríkislögreglustjóra Þ ær 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum í febrú- ar á þessu ári voru aðeins ætlaðar Landhelgisgæsl- unni en ekki Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í kaupsamn- ingum og farmbréfum sem Land- helgisgæslan sendi fjölmiðlum í gær. Í fréttatilkynningunni kem- ur fram að Landhelgisgæslan hafi verið milliliður í vopnakaupunum vegna beiðna Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttatilkynningu Ríkis- lögreglustjóra um málið, dagsett 23. október, var þessum beiðnum ekki svarað. Í fréttatilkynningunni frá embætti Ríkislögreglustjóra kemur þetta fram: „Embætti Ríkislögreglu- stjóra lýsti yfir áhuga á að fá fyr- ir lögregluna slík vopn og norsk varnarmálayfirvöld upplýstu í framhaldinu að senda þyrfti fyrir- spurn „forespörsel om overtagelse av materiell“ til „Forsvarssjefen“ með beiðni um að málið yrði tek- ið til skoðunar. Bréf þessa efnis var sent 15. ágúst 2013 og orðalag þess samkvæmt leiðsögn Norðmanna. Um fyrirspurn var að ræða sem ekki barst svar við frá „Forsvarssjefen“. Fyrirspurn embættisins í tölvupósti um hvort þessu kynni mögulega að fylgja kostnaður, ef til þess kæmi að lögreglan fengi vopnin án endur- gjalds, var heldur ekki svarað.“ Kaupsamningurinn er í ellefu liðum og þar er meðal annars far- ið yfir verðið á vélbyssunum. Sam- kvæmt 5. grein samningsins ber Landhelgisgæslunni að greiða 625 þúsund norskar krónur fyrir 250 vél- byssur og 500 magasín. Þar kemur einnig fram að reikningur hafi ver- ið sendur íslensku Landhelgisgæsl- unni. Undir kaupin skrifar Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur og deildarstjóri tæknideildar Land- helgisgæslunnar. Þurfa leyfi frá Þjóðverjum Í sjöttu grein samningsins kem- ur fram að bæði norski herinn og Landhelgisgæslan þurfi leyfi fyrir vopnakaupunum hjá þýska varnar- málaráðuneytinu en MP5-vélbys- surnar eru framleiddar þar í landi. Öðruvísi gæti Land- helgisgæslan ekki fengið afhent- ar umræddar vélbyssur því þýska varnarmálaráðuneytið á síðasta orðið. Í sjöundu grein samningsins á milli Landhelgisgæslunnar og norska hersins, sem nefnist sér- stök skilyrði (e. special conditions), er farið nánar út í þetta leyfi þýska varnarmálaráðuneytisins og þar stendur skýrum stöfum að óheimilt sé að framselja eignarhald á vopn- unum til þriðja aðila án skriflegs samþykkis Þjóðverja. Í ljósi þess að samkvæmt fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra síðastliðinn fimmtudag hafi embættið ekki feng- ið svar við fyrirspurnum til norska hersins má teljast mjög ólíklegt að skriflegt samþykki hafi komið frá þýska varnarmálaráðuneytinu. Þá er hvergi minnst á Ríkislögreglu- stjóra í umræddum kaupsamning- um og farmbréfum eða tekið fram að slíkt leyfi liggi fyrir, það er að af- henda megi Ríkislögreglustjóra hluta af sendingunni. Hugsanlegt er að Norðmenn hafi fengið slíkt leyfi fyrir þriðja aðila en hvergi er þess getið í neinum af þeim gögnum eða fréttatilkynningum sem fjölmiðlum hefur borist að undanförnu. skiluðu byssunum í kjölfar fréttaflutnings Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, var spurður að því í viðtali við RÚV þann 25. október, hvort samstarfið við norska herinn væri í uppnámi í ljósi þeirrar þró- unar sem hefur átt sér stað síðustu daga. Georg svaraði því þannig að al- þjóðasamstarf væri afar viðkvæmt og það tæki áratugi að byggja það upp. „Það er mikið áhorfsmál hvort það hafi laskast. Við vonum hið besta.“ Það að lögreglan hafi skilað hríð- skotabyssunum til Landhelgisgæsl- unnar um leið og fréttir bárust af víg- búnaði lögreglunnar á Íslandi rennir stoðum undir það að Landhelgis- gæslan hafi ekki verið með skriflegt leyfi til að afhenda þær. DV hafði samband við Land- helgisgæsluna og spurði hvort lægi fyrir leyfi frá þýska varnarmála- ráðuneytinu að afhenda Ríkislög- reglustjóra 150 vélbyssur frá þessum samning. Upplýsingafulltrúa Land- helgisgæslunnar, Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, var ekki kunnugt um það hvort umrætt leyfi lægi fyrir eður ei. Ætlaði hún að leita svara við því en það hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n atli már gylfason Hjálmar Friðriksson atli@dv.is / hjalmar@dv.is Fengu mjög öflugar vélbyssur n 1,2 metrar á lengd n skýtur 1.300 skotum á mínútu Fram kom í máli Bent Ivan Myhre, talsmanni norska varnarmálaráðuneyt- isins, í sjónvarpsfréttum RÚV síðastliðinn laugardag að byssurnar tíu sem komu til Íslands árið 2013 hafi verið Rheinmetall MG 3 byssur. Talsvert var skautað hjá því um hvers konar byssur er að ræða en MG 3 er vélbyssa sem skýtur allt að 1.300 skotum á mínútu, raunar eingöngu notað af herjum hinna ýmsu landa, svo sem Íran, Pakistan, Ítalíu og Danmerkur. Byssan er ekkert smáræði, er 1,2 metrar á lengd og vegur rúmlega tíu kíló. Fyrst og fremst er þetta hergagn notað sem varavopn skriðdreka og aðal- vopn brynvarðra farartækja en í sumum tilvikum notað sem hríðskotabyssa fótgönguliða, þá yfirleitt með þrífót. Talsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki skýrt hvers vegna Gæslan hefur þörf á slíku hergagni. Landhelgis- gæslan gefur heldur engar skýringar á því í fréttatilkynningu sinni í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.