Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 28.–30. október 201414 Fréttir Viðskipti Færði niður milljarða skuldir hjá Frumherja Íslandsbanki afskrifaði stóran hluta af skuldum skoðunarfyrirtækis Finns Ingólfssonar F járhagslegri endur- skipulangingu félagsins lauk í desember 2013 með inn- borgun nýs hlutafjár í félagið og niðurfærslu skulda,“ segir í ársreikningi skoðunarfyrirtækisins Frumherja sem var í eigu Finns Ing- ólfssonar að hluta þar til í lok síðasta árs. Fjárhagslega endurskipulagn- ingin fól í sér í skuldaniðurfærslu upp á meira en tvo milljarða króna og tók bankinn fyrirtækið yfir í kjölfarið. Finnur Ingólfsson á ekki lengur hlut í því. Þetta kemur fram í ársreikningi Frumherja sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Skuldir Frumherja við lánastofn- anir námu tæplega 2,8 milljörðum króna í árslok 2012 en námu tæp- lega 600 milljónum í árslok í fyrra. Heildarskuldir fóru frá tæplega 3,2 milljörðum og niður í 1,2 millj- arða. Félagið skilaði tapaði í fyrra, út frá rekstri og fjármagnsgjöldum, en þegar áhrif fjárhagslegrar endur- skipulagningar félagsins eru tek- in með í reikninginn fór hagnaður- inn í rúmlega 312 milljónir króna. Áhrif þessarar fjárhagslegu endur- skipulagningar voru tæplega 1.120 milljónir króna. Þegar skuldir eru færðar niður í fyrirtækjum þá eru afskriftirnar bókfærðar sem plús í rekstrarreikningi. Íslandsbanki með 80 prósent Frumherja var lagt til nýtt hluta- fé upp á 1.400 milljónir króna í fyrra. Þar af á Íslandsbanki 80 pró- sent en þeir Orri Vignir Hlöðvers- son, framkvæmdastjóri Frumherja, og Jóhann Ásgeir Baldurs stjórn- armaður eiga 10 prósent hvor. Um þetta segir í ársreikningi félagsins: „Við endurskipulagninguna eign- ast Íslandsbanki hf. 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórn- arformaður og Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri félagsins, hafa lagt því til nýtt hlutafé og eignast með því 20% hlutafjár.“ Finnur Ingólfsson er hins vegar horfinn úr hluthafahópnum og sagði hann frá því fyrr á árinu að hann hefði ekki haft áhuga á því að vera í hluthafahópnum eftir fjárhagslegu endurskipulagninguna. Finnur hafði keypt Frumherja árið 2007 í gegn- um félagið Bil ehf. og hefur átt fyrir- tækið með öðrum æ síðan en nú er eigandatíð hans lokið. Endurákvarðað vegna öfugs samruna Í ársreikningnum er rakið af hvaða sökum Íslandsbanki þurfti að yfirtaka félagið. Ein af ástæðunum er sú að ríkisskattstjóri endurákvarðaði op- inber gjöld á Frumherja vegna þess hvernig félagið var yfirtekið af Finni Ingólfssyni og viðskiptafélögum hans árið 2007. Talað er um „öfugan samruna“ í því tilfelli. Þessi endurá- kvörðun á opinberum gjöldum hafi haft slæm áhrif á félagið. Orðrétt segir um þetta: „Rekstur Frumherja hafi gengið vel á undan- förum árum en allt frá því að efna- hagsþrengingarnar skullu á haustið 2008 hafi skulda- og greiðslubyrði félagsins verið þung. Nýlega endur- ákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld á Frumherja fyrir árin 2007– 2011 vegna öfugs samruna. Í kjölfar þess var hraðað vinnu við fjárhags- lega endurskipulagningu félagsins þar sem háar fjárhæðir féllu á það líkt og önnur fyrirtæki sem yfirtekin voru með sambærilegum hætti.“ Vandræði Frumherja og það hvernig yfirtöku Íslandsbanka ber nú að má að hluta til rekja til þess hvern- ig skoðunarfyrirtækið var yfirtekið árið 2007. Ekki er tekið fram hversu há upphæð var endurákvörðuð á fyr- irtækið. Þá segir enn frekar að endur- skipulagningin skapi heilbrigðari efnahag Frumherja og að til standi að setja fyrirtækið í söluferli: „Endur- skipulagningin skapar heilbrigðari efnahag Frumherja hf. sem rekstur félagsins á að geta staðið undir á komandi árum. Íslandsbanki hf. leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma. Mun bankinn því hefja söluferli á Frum- herja á næstu 12 mánuðum.“ Íslandsbanki mun því ekki ætla að eiga Frumherja lengi. n Skuldir færðar niður Íslandsbanki yfirtók Frumherja Finns Ingólfs- sonar vegna skulda í lok árs í fyrra en endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum varð meðal annars til þess. Finnur á ekkert í fyrirtækinu lengur. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nýr stjórnarformaður Gunnar Svavarsson er orðinn stjórnarformaður Frumherja fyrir hönd Íslandsbanka. Hann var áður eigandi Aðalskoðunar og var þingmaður Samfylkingar- innar á síðasta kjörtímabili. „Nýlega endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld á Frumherja fyrir árin 2007–2011 vegna öfugs samruna. Segist hafa greitt Landsbankaskuld n Jón Ólafsson var dæmdur til að greiða nærri hálfan milljarð J ón Ólafsson fjárfestir, sem kenndur er við vatnsverksmiðj- una Icelandic Glacial, seg- ist hafa gert upp skuld upp á rúmlega tvær milljónir punda. Hæstiréttur Íslands dæmdi Jón, sem var í sjálfskuldarábyrgð fyrir lán- inu, til að greiða skuldina í desem- ber í fyrra. „Hlutabréfin sem lágu að baki þessari kröfu voru, á degin- um sem dómurinn féll, jafn mikils virði og andvirði dómsins. Þetta var bara spurning um einhverjar krón- ur.“ Landsbankinn tók því bara bara bréfin upp í kröfuna, að sögn Jóns. Um var að ræða lán frá Spari- sjóðnum í Keflavík sem Jón gekkst í ábyrgð fyrir árið 2006. Lánið var veitt til eignarhaldsfélagsins Yervisto- ne Ltd. Lánið var veitt til að kaupa ótilgreind erlend hlutabréf. Þegar Landsbankinn yfirtók eignasafn Sparisjóðsins í Keflavík var lánið, sem Jón var í ábyrgð fyrir, hluti af þessum eignum. Bankinn innheimti svo skuldina með yfirtöku bréfanna, að sögn Jóns. Hann segir að um hafi verið að ræða safn erlendra hluta- bréfa. DV fjallaði á föstudaginn um eignarhaldsfélag Jóns sem heitir Joco ehf. og þá staðreynd að skuld- ir félagsins eru um 1.500 milljónum krónum meiri en eignirnar. Jón seg- ir að allar skuldirnar séu við móður- félag Joco ehf., Baraka Investment Limited. Hann er því sjálfur að fjár- magna Joco, eða félagið sem á Joco, en ekki fjármálafyrirtæki. „Félagið skuldar annars ekki neitt,“ segir Jón. Joco ehf. heldur utan um ýmsar eignir Jóns á Íslandi, meðal annars hús á Baldursgötu, hlutabréf í vatns- verksmiðjunni Icelandic Glacial og eins hluti í nokkrum eignarhaldsfé- lögum. n ingi@dv.is Upp í skuldina Jón segir að hlutabréf sem lágu að baki láninu frá Spari- sjóðnum í Keflavík hafi verið tekin upp í skuldina. Landsbankinn átti þá kröfuna. MyNd SIgtryggUr ArI JÓhANNSSoN Segir 5 prósent saumað í Kína Um 95 prósent af fatnaði 66°Norður er saumaður í verk- smiðju sem fyrirtækið á í Lett- landi en um fimm prósent er saumað í Kína. Þetta segir Bjarn- ey Harðardóttir, markaðsstjóri 66, aðspurð í samtali við DV. Á heimasíðu 66°Norður er ekki talað um þá vinnu sem fram fer í Kína heldur er eingöngu minnst á Lettland. „Frá upphafi hefur félag- ið starfrækt sínar eigin verksmiðj- ur og fer stærstur hluti framleiðsl- unnar í dag fram í verksmiðjum okkar í Lettlandi. Þar starfa um 200 manns við framleiðslu og pökk- un á útivistarfatnaði, sjófatnaði og vinnufatnaði fyrir fjölmargar starfsstéttir, allt frá byggingar- verkamönnum til lögregluþjóna.“ Ekkert rangt kemur fram í þessum upplýsingum en hins vegar er ekki minnst á Kína. „Að jafnaði hefur þetta verið svona: 95 prósent er saumað í Lettlandi,“ segir Bjarney. Bjarney segir hins vegar að all- ar dúnvörur 66 séu saum- aðar í Kína en dúnninn sem fyrirtækið not- ar er keyptur í Þýskalandi og fluttur til Kína. „Við látum sauma dún- vörurnar okkar í Kína,“ en ástæðan fyrir þessu er sú að notast þarf við sérhæfða saumatækni við vinnu á dúnvörunum sem ekki er að finna í verksmiðjunum í Lettlandi. Þá er einnig hluti af ullarvörum 66, ullarbolum og -buxum, saum- aður í Kína. Bjarney segist ekki þekkja af hverju svo er. DV fékk fyrirspurn um málið frá lesanda blaðsins í kjölfarið á umfjöllun um nýjasta ársreikning 66°Norður. Í honum kom fram að hagnaður félagsins hefði numið 240 milljónum króna í fyrra. Blaðið hafði í kjölfarið samband við fyrir- tækið og fékk meðfylgjandi svör. Vinnuþrælkun fyrir lágmarks- laun og slæmur aðbúnaður fólks sem starfar í fataiðnaði er land- lægt vandamál í Kína. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að aðstæður starfsmanna þar séu alltaf slæm- ar en landið hefur þetta orð á sér. Fyrir samfélagslega ábyrg fyrirtæki sem framleiða dýra merkjavöru getur því verið betra til afspurnar að föt viðkomandi fyrirtækis séu saumuð í öðrum löndum. Gríðarháir bónusar „Eru ein greiðslur að verða tíðari á Íslandi?“ spyr Andrés Jóns son al manna teng ill í pistli sem hann birti í síðunni á Lin ked In. Andrés kveðst þekkja til dæma hér á landi þar sem fólki hefur verið boðn- ar slíkar greiðslur, eingreiðsur (e. sign ing bonus). Greiðslurnar nema allt frá 1,5 millj ón um til 10 millj óna, að sögn Andrésar. Hann segir mikla samkeppni vera um besta starfsfólkið á markaðnum og segir hann að fólk færi sig jafnvel ekki úr starfi nema að fá mikla launa- hækkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.