Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 28.–30. október 201430 Sport
Twitter varð
honum að falli
Forseti bandaríska golfsambands-
ins, PGA, hefur sagt af sér. Líklega
var það samfélagsmiðillinn Twitt-
er sem varð formanninum, Ted
Bishop, að falli, en þar gagnrýndi
hann enska kylfinginn Ian Poult-
er. Sá síðarnefndi hafði sent frá sér
bók þar sem hann gagnrýndi ann-
an kylfing, Nick Faldo, og þátttöku
hans í Ryder-bikarnum árið 2008.
Bishop mun hafa látið það frá sér
á Twitter að Poulter væri eins og
„lítil stelpa“ og á Facebook hafði
hann uppi þau orð að hann væri
„lítil skólastelpa í frímínútum“.
PGA segist verða að horfa til
þess að golf sé íþrótt sem spiluð
er af báðum kynjum og ótækt sé
að forseti samtakanna sýni af sér
nokkurs konar mismunun. Sjálfur
segist Bishop sjá eftir ummælun-
um og að hann vildi svo gjarnan
að hægt væri að eyða þeim. Hann
segist skammast sín, sérstaklega
fyrir þær sakir að hann vonar að
fjögurra ára barnabarn hans, lítil
telpa, verði einhvern daginn af-
rekskona í golfi.
Skoraði eftir
25 sekúndur
Knattspyrnumaðurinn Emil Hall-
freðsson var afskaplega kátur og
táraðist af gleði þegar hann skor-
aði mark eftir aðeins 25 sekúnd-
ur í leik á sunnudag. Emil, sem
spilar með liðinu Hellas Verona,
var ásamt liðsfélögum sínum að
spila leik gegn Napoli í ítalska
boltanum.
Þrátt fyrir glæsilegt mark Em-
ils tapaði Hellas Verona leikn-
um, 6-2. Emil hefur þrátt fyrir það
átt mjög góða spretti bæði með
Hellas Verona og íslenska lands-
liðinu á undan, meðal annars í
leiknum gegn Hollandi og Lett-
landi. Emil hefur talað um það af
einlægni hversu erfitt það var fyr-
ir hann að missa föður sinn fyrir
skemmstu. Markið á sunnudag
eignaði hann föður sínum.
123
marka
mark-
vörðurinn
M
arkvörðurinn, í svartri
treyju, býr sig undir að
skjóta úr aukaspyrnu.
Liðsfélagarnir, allir í hvít-
um treyjum, fylgjast
spenntir með. Markvörðurinn skýt-
ur og smellhittir í mark, stöngin inn.
Þetta er Rogerio Ceni, markvörður
brasilíska fótboltafélagsins São Pau-
lo FC.
Það er auðvitað mjög sjaldgæft
að markmenn skori í fótbolta en
Ceni er mjög sérstakur með það.
Hann er aukaspyrnusérfræðingur
og vítaskytta liðsins. Markið, sem
hann skoraði í mánuðinum gegn
liðinu Bahia, var hans 123. á ferl-
inum með São Paulo. Hann hef-
ur aldrei leikið fyrir annað félag.
Ceni er 41 árs gamall og lék fyrst
með liðinu árið 1993. Síðan þá hef-
ur hann varið mark þess í um 1.100
leikjum og skorað, eins og áður seg-
ir, 123 mörk. Rogerio Ceni er fyrir-
liði São Paulo og langreyndasti leik-
maður þess.
Markahrókar í markinu
Jorge Campos frá Mexíkó og Kólu-
mbíumaðurinn René Higuita voru
markmenn sem voru þekktir fyrir að
skora mörk. En þeir skoruðu þó mun
færri mörk en Ceni sem er í algjörum
sérflokki hvað þetta varðar. Sá sem
næst kemst Ceni á meðal markakónga
í markinu er hinn paragvæski José
Luis Chilavert sem skoraði 67 mörk á
ferlinum. Hann var fyrsti markvörður
sögunnar sem tók aukaspyrnu á HM.
n Markamaskína í markinu í Brasilíu
n Rogerio Ceni er 41 árs og er enn að spila
Rogerio Ceni
1173 leikir 123 mörk
„Hann skorar í
tíunda hverjum
leik, sem er tölfræði sem
jafnvel sumir framherjar
státa af.
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Myrtur af ræningjum
Ræningjar réðust á heimili kærustu Senzo Meyiwa
F
yrirliði suður-afríska lands-
liðsins í fótbolta var myrtur
af þremur byssumönnum á
heimili sínu á sunnudag. Senzo
Meyiwa var einnig knattspyrnumað-
ur með liðinu Orlando Pirates. Hann
lék með þeim á laugardag þar sem
þeir komust í undanúrslit í keppni
um Suður-Afríku-titilinn.
Senzo Meyiwa var 27 ára gamall og
þótti með bestu knattspyrnumönn-
um landsins. Hann hafði spilað allan
sinn feril með Orlando Pirates og
hafði nýverið tekið við sem fyrirliði
Suður-Afríku.
Lögreglan í Jóhannesarborg seg-
ir hann hafa verið heima hjá kær-
ustu Meyiwa, Kelly Khumalo, þegar
þrír grímuklæddir og vopnaðir ræn-
ingjar komu að heimilinu. Tveir
þeirra fóru inn í húsið og létu skotin
dynja á Meyiwa og gerðu svo tilraun
til þess að ræna heimilið. Kærustu
Meyiwa sakaði ekki. Mennirnir létu
sig svo hverfa af vettvangi á hlaup-
um og höfðu á brott með sér verð-
mæti; síma, skartgripi, peninga og
fleiri hluti.
Meyiwa mun hafa reynt að verja
Kelly Khumalo þegar hann varð fyrir
skoti. Mun hann hafa verið hæfður í
bakið, en skotið fór í gegnum líkama
hans og út um brjóstkassann. Hann
lést á sjúkrahúsi. Meyiwa er kallað-
ur hetja eftir aðfarir hans en kærustu
hans sakaði ekki sem áður sagði.
Hún hefur fengið áfallahjálp.
Lögreglan í Jóhannesarborg seg-
ir að verðlaunafé að verðmæti 14
þúsund dollara verði veitt þeim sem
geti gefið upplýsingar um morðið.
Þeir ætla sér að finna morðingjann
með öllum leiðum, sagði fulltrúi
þeirra á mánudag. „Þetta er skelfi-
lega sorglegt,“ segir stjórnarformað-
ur knattspyrnufélagsins Orlando
Pirates, Irvin Khoza. n
astasigrun@dv.is
Mátti sleppa því
að afklæðast
Það var heimskuleg ákvörðun
af Robin van Persie, fyrirliða
Manchester United, að klæða sig
úr treyjunni þegar hann hafði
tryggt liðinu jafntefli á móti
Chelsea á sunnudag.
Þetta segir Louis van Gaal,
knattspyrnustjóri Manchester
United. Hann er ánægður með
sína menn og jafnteflið, en taldi
það hafa verið vandræðagang-
ur af fyrirliðanum að klæða sig úr.
Viðurlög við slíku eru gult spjald.
Fyrirliðinn var svo hamingju-
samur með markið sem hann
skoraði í uppbótartíma að hann
reif sig úr treyjunni, hljóp í átt
að stuðningsmönnum liðsins og
fleygði henni svo hátt upp í loft.
Chelsea og Manchester skildu
jöfn eftir leikinn, 1-1.