Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 28.–30. október 2014 Sport 31 123 marka mark- vörðurinn Það var á HM í Frakklandi 1998 þegar Paragvæ mætti Búlgaríu og markvörð- urinn litríki skoraði næstum úr spyrnu. Methafi En Ceni stendur þessum köppum öllum mun framar. Hann er allra markahæsti markvörður- inn í deildarkeppni í at- vinnufóbolta í heimin- um. Hann skorar í tíunda hverjum leik, sem er töl- fræði sem jafnvel sumir framherjar státa af. Þessi litríki markvörður hefur auk þess leikið fleiri leiki fyrir sama félagið en nokk- ur annar fótboltamaður. Hann er líka í þann veg að slá met Ryans nokkurs Giggs hjá Manchester United fyrir flesta sigra með einu félagi (589). Landsliðsmaður Rogerio Ceni er ekki bara markamaskína því hann er auðvitað líka góður markvörður. Hann hefur leikið 16 landsleiki fyrir Brasilíu og var í hópnum á HM 2002 og HM 2006. Á síðarnefnda mótinu lék hann í einum leik í riðlakeppn- inni, gegn Japan. Hann var valinn maður leiksins árið 2005 þegar São Paulo sigraði Liver- pool 1-0 í úrslitaleik HM félags- liða í Yokohama í Japan. Frægir liðsfélagar Fyrirliðinn Ceni leiðir stjörnu- prýddan hóp hjá São Paulo. Í liðinu eru til dæmis snillingur- inn Kaká (á láni frá Orlando City), Luis Fabiano, Michel Bastos og Alexandre Pato. Liðið er þó ekki í fyrsta sæti í Serie A, brasilísku úrvals- deildinni. Cruzeiro frá Belo Horizonte er í efsta sætinu í deildinni. Hættir í ár Rogerio Ceni er með markahærri mönnum í brasilísku deildinni í ár. Hefur skorað átta mörk í 28 leikjum. Það er þó ekk- ert miðað við árangur- inn árið 2005, þegar São Paulo vann Copa Libertadores, hliðstæðu meistaradeildarinnar í Suður-Ameríku. Þá skoraði markvörðurinn 20 mörk. Sjö umferðir eru nú eft- ir í brasilíska boltanum og Ceni ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Það verður spennandi að sjá hvort hann skori fleiri mörk í leikjunum sem eftir eru. n Aukaspyrnusérfræðingur Ceni tekur hér aukaspyrnu en hann er sérlega duglegur að skora úr þeim. Á HM Ceni kom inn á í leik Brasilíu og Japan á HM 2006 í Þýskalandi. Hér sést hann með snillingnum skælbrosandi, Ronaldinho. Annar góður Paragvæinn José Luis Chilavert var annar markahrókur í markinu. Dæmigerð sena Rogerio Ceni sendir boltann í netið úr vítaspyrnu. Íslenska liðið klárt í slaginn Taka á móti Ísrael í Höllinni á miðvikudag F yrirliÍslenska handboltalands- liðið mætir landsliðinu frá Ísr- ael á miðvikudag í Laugar- dalshöll í undankeppni EM 2016. Sama lið sækir Svartfjallaland svo heim 2. nóvember næstkom- andi. Evrópumeistaramótið verð- ur haldið í Póllandi í janúar 2016. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari gerði í síðustu viku eina breytingu á liðinu og kallaði inn Gunnar Stein Jónsson í stað Arons Pálmarsson- ar sem er meiddur. Þá verður Ás- geir Örn Hallgrímsson ekki með að þessu sinni. Í riðli Íslands eru, auk Ísraels og Svartfjallalands, Serbía en þetta eru fyrstu tveir leikir riðilsins. Fari allt að óskum ættu Íslendingar auðveldlega að geta tryggt sér sæti á mótinu. n astasigrun@dv.is Markmenn: n Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif n Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club Aðrir leikmenn: n Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen n Arnór Atlason, St. Raphael n Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club n Bjarki Már Gunnarsson, Aue n Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR n ErnirHrafn Arnarson, Emsdetten n Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona n Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach n Kári Kristján Kristjánsson, n Valur Róbert Gunnarsson, Paris Handball n Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen n Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB n Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen n Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri n Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS n Þórir Ólafsson, Stjarnan. Þessir leika fyrir Íslands hönd á miðvikudag Strákarnir okkar Fyrst mætir landsliðið Ísrael en ferðast svo til Svartfjallalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.