Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 20
Vikublað 28.–30. október 2014
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Skollaleikurinn með byssurnar
Illugi í klemmu
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra er í dálítilli klemmu
vegna máls sem Kristín Egilsdótt-
ir hefur höfðað gegn íslenska
ríkinu. Kristín var talin best til
þess fallin að gegna starfi fram-
kvæmdastjóra Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna að mati
stjórnar stofunarinnar.
Illugi réði hins vegar Hrafnhildi
Ástu Þorvaldsdóttur, náfrænku
Davíðs Oddssonar, sem er fyrrver-
andi yfirmaður Illuga til margra
ára. Illugi tók þá ákvörðun með
matskenndum hætti og ákvað
Kristín að leita réttar síns og
stefndi íslenska ríkinu.
Illugi er á vitnalista embættis
ríkislögmanns í málinu en óvíst
er hvort heppilegt sé að hann
verði látin bera vitni. Því kann
að vera að þessi ákvörðun verði
endurskoðuð.
Erfið vika
Síðastliðin vika hefur sannar-
lega ekki verið vika lögreglunn-
ar á Íslandi.
Vikan hófst
á hríðskotabys-
sumálinu, sem
var tvímælalaust
fréttamál síðustu
viku og bjó til
endalausar háðs-
glósur á samfélagsmiðlum.
Þegar staðan gat varla versn-
að kom í ljós að lögreglan
hafði klúðrað yfirstrikunum á
persónugreinanlegum upplýs-
ingum í skýrslunni um bús-
áhaldabyltinguna sem út kom
í lok síðustu viku. Reyndi lög-
reglan þá að afturkalla skýrsl-
una.
Hvað sem þeirri tilraun líður
gæti lögreglan hins vegar átt yfir
sér dómsmál vegna mistakanna
frá ósáttum þátttakendum í bú-
sáhaldabyltingunni. Mistökin
gætu því orðið dýrkeypt.
Túlkur forseta
Eitt af því sem nefnt hefur verið
í umræðunni um næsta forseta
Norðurlandaráðs fyrir Íslands
hönd er sú stað-
reynd að Hösk-
uldur Þórhallsson
talar ekki dönsku
eða annað Norð-
urlandamál.
Forsetinn
verður kjörinn
á fundi ráðsins í Stokkhólmi í
vikunni. Ísland fær forsetaemb-
ættið á fimm ára fresti.
Íslandsdeild ráðsins ákvað
hins vegar að velja hann sem
næsta forsetaefni en ekki Stein-
grím J. Sigfússon sem sagður er
tala sænskuskotna skóladönsku.
Sagt er að Höskuldur þurfi að
notast við túlk í vinnu sinni í
ráðinu.
Auðvitað er ekkert athuga-
vert við það en Norðurlanda-
ráð gengur jú út á að efla sam-
norræn tengsl og samskipti og
er vissulega heppilegra að for-
seti ráðsins geti talað við full-
trúa annarra aðildarríkja á öðru
tungumáli en ensku.
N
ú er liðin vika síðan DV birti
fréttir um að almenna lög-
reglan í landinu væri að taka
í notkun fjöldann allan af nýj-
um hríðskotabyssum. Eðlilegt er að
gera ráð fyrir því að á þessum tíma
hefði fengist botn í allar hliðar þess
máls en samt er enn töluvert langur
vegur frá því að svo sé þrátt fyrir skýr-
ingar Ríkislögreglustjóra og Land-
helgisgæslunnar.
Ef eitthvað er hafa málavext-
ir orðið óljósari síðan. Eitt meginat-
riði málsins er þannig óupplýst enn
þá: Hver voru tildrög þess að Land-
helgisgæslan samdi yfirleitt við norsk
varnarmálayfirvöld í desember 2013
um að fá hingað til lands 250 Heckler
& Koch MP5 hríðskotabyssur? Hver
var þörfin fyrir allar þessar byssur og
hver mat hana?
Ástæðurnar fyrir öðrum
byssusendingum norska hersins til
Landhelgisgæslunnar eru að vísu tí-
undaðar í fréttatilkynningu Gæsl-
unnar frá í gær. Þar er þó aðeins það
eitt sagt um 10 mun veigameiri vél-
byssur af gerðinni Rheinmetall MG3
að þær hafi fengist gefins frá norska
hernum 2013 ásamt 50 hjálmum
og skotheldum vestum og að gjöf-
in hafi verið innt af hendi í júní 2013
þegar yfirmaður norska heraflans var
staddur á Íslandi vegna funda með
fulltrúum utanríkisráðuneytisins.
Ekkert um hvaða þörf hafi verið á 10
svona stórum vélbyssum sem eink-
um eru notaðar sem búnaður á bryn-
varða sem óbrynvarða herbíla sam-
kvæmt upplýsingasíðu á Wikipedia.
Eina skýringin sem virkar senni-
lega er á fyrstu sendingunni 2011
þegar Gæslan stóð frammi fyrir því
að þurfa með stuttum fyrirvara að
senda tvö varðskip á varasama staði
í Miðjarðarhafinu og var í því skyni
leitað til Norðmanna um lán á hent-
ugum varnarvopnum.
Af þessum 310 byssum, sem vitað
er um, áttu lögregluembætti lands-
ins að fá 150 MP5 byssur samkvæmt
sérstakri ósk ríkislögreglustjóra til
yfirmanns norska hersins. Að því er
fram kemur í frekar kostulegri frétta-
tilkynningu Ríkislögreglustjóra átti
sú ósk að snúast um að lögreglan
fengi sérstaka heimild fyrir yfirtöku á
búnaði, væntanlega yfirtöku á hluta
byssusendingarinnar sem Gæslan
samdi um við norska herinn. Til að
gera málið enn flóknara eru mikil
áhöld um það hvort greiðsla skyldi
koma fyrir þessar vopnasendingar
eða ekki. Norski herinn segist hafa
gert reikning upp á tæpar 12 millj-
ónir króna, en Landhelgisgæslan vill
meina að aldrei hafi þurft að greiða
slíka reikninga. Í farmbréfum sem
Gæslan birti í gær er hvergi minnst á
heimild til handa lögreglunni til að fá
byssurnar 150.
En af hverju þurfti þetta að verða
svona flókið, svo flókið að yfirmönn-
um Ríkislögreglustjóra og Land-
helgisgæslunnar hefur enn ekki tek-
ist að útskýra málið til fulls og án
þess að lenda hvað eftir annað í mót-
sögn hver við annan?
Skýringin eða að minnsta kosti
hluti svarsins kom síðan í ljós í viðtali
RÚV við Georg Lárusson, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, á laugardag
þar sem hann sagði ekki hægt að
birta samninginn við norska herinn
frá 2013 vegna þess að hann væri
NATO-samningur og stimplaður
sem NATO trúnaðarmál. Í sama við-
tali gerði Georg lítið úr málinu með
því að nánast segja að Norðmennirn-
ir hafi skutlað þessum byssum hing-
að norður af því það hafi verið í
leiðinni og að Gæslan hafi fyrst viðr-
að þörf sína á byssunum vegna ver-
kefna sinna í Miðjarðarhafinu. Þessi
yfirlýsing er sama marki brennd
og svo margar fyrri í málinu, hún
stemmir frekar illa við þá skýringu
á upphafi byssukaupanna fyrir lög-
regluna sem Ríkislögreglustjóri lýs-
ir í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Og
hvaða raunverulegu not getur Land-
helgisgæslan haft fyrir 160 hríðskota-
byssur? Það er rúmlega ein byssa á
hvern starfsmann hennar.
Eins og málið lítur út núna, og far-
ið er yfir í grein í DV í dag, þá virðast
þær 150 hríðskotabyssur sem ætlað-
ar voru til notkunar hjá lögregluemb-
ættum landsins hafa fengist hingað
til lands sem hluti af varnarsamstarfi
Íslands innan NATO. Það flæk-
ir hlutina til muna að nú fara sam-
skiptin við NATO fram hjá þremur
aðilum: Hjá utanríkisráðuneytinu,
Landhelgisgæslunni og Ríkislög-
reglustjóra. Nú er það semsagt ekki
bara ógagnsæið í ráðagerðum Ríkis-
lögreglustjóra í vopnun lögreglunn-
ar sem byrgir borgurunum sýn í mál-
inu heldur hefur líka leyndarhjúpur
hernaðarsamstarfsins innan NATO
bæst við. Það eina sem vantar eru
alvöru huliðshjálmar fyrir helstu
þátttakendurna í þessum furðulega
skollaleik. n
Ég get verið
svolítið frek
Þórhildur Þorkelsdóttir sjónvarpskona - DV
Þetta er bara
ákveðið þrælahald
Freyja Haraldsdóttir gagnrýnir seinagang í lögfestingu á NPA - DV
Vopnin myndu ekki færa lögreglunni
vörn í viðureign við illskeytt vopn
Ögmundur Jónasson gagnrýnir vopnakaup lögreglunnar - DV
É
g velti því oft fyrir mér í hverju
ég hefði helst átt að fá leiðsögn
þegar ég var í framhaldsskóla,
svona miðað við aðstæður þá.
Í framhaldi af því hugsa ég um
hvað við ættum að kenna íslenskri
æsku í dag. Þó svo ég sé jafnung-
ur og raun ber vitni hefur það með-
al annars breyst að það er um tvöfalt
hærra hlutfall ungmenna sem byrj-
ar í framhaldsskóla en gerði þegar ég
sótti einn slíkan einhvern tíma á síð-
ustu öld. Um 50 prósent árgangs fóru
milli skólastiga þá en um 97 prósent
í dag.
Annað sem vert er að minna á er
að raunveruleikinn var allur annar
þá. Þá var verið að loka hringnum,
það er tengja þjóðveg númer eitt í
samfelldan hring. Ég ætla nú ekki að
nefna fjölgun ferðamanna hingað eða
ferðir stórstjarna eða fjölmiðla- og
tölvubyltinguna og allt það sem við
sáum ekki fyrir í þá daga. Hugarflug
er ekki alltaf jafn ótrúverðugt og raun-
veruleikinn svona eftir á að hyggja.
Hvað mun nýtast þeim?
Ef ég reyni að ímynda mér að unga
fólkið í kringum mig muni ganga í
gegnum ámóta breytingar á næstu
þrjátíu árum og ég gerði síðustu þrjá-
tíu ár síðustu aldar þá er ekki nokkur
leið fyrir mig að sjá hvað muni gerast.
Og þá er rétt að spyrja sem svo: hvað
nýttist mér nú best af öllu úr mínu
framhaldsskólanámi? Voru það all-
ar greinabundnu staðreyndirnar sem
kennararnir lögðu svo mikið á sig að
koma til mín? Hvað mun þá nýtast
þeim sem nú eru í framhaldsskóla?
Það er að vísu sami námsgreinara-
mminn, þó aðferðir og skipulag hafi
þróast gríðarlega.
Heiðarleg og trú
Þegar ég fletti til dæmis fréttavefsíð-
um og samskiptasíðum samtímans
eða hlusta á umræður í ljósvakamiðl-
um og set það í samhengi við þessa
umræðu þá finnst mér eitt og ann-
að borðleggjandi. Það þarf vönd-
uð vinnubrögð, þannig að það sé
hægt að treysta gögnum þeirra. Það
þarf að þjálfa þau í að vera heiðar-
leg og trú sínum verkefnum svo þau
þurfi ekki að éta ofan í sig ósann-
sögli og rangindi sem svipta þau trú-
verðugleika. Það þarf að temja þeim
virðingu gagnvart öllu mögulegu,
meðal annars skólum, kennurum,
jafnrétti og mannréttindum svo þau
skilji hvers vegna staðalímyndir tón-
listarmyndbanda séu ekki til að apa
eftir, hvers vegna maður gantast ekki
með grafalvarlega hluti eins og vopn,
hvers vegna við sýnum hvert öðru
virðingu, án tillitis til kynferðis, kyn-
hneigðar, trúar eða hvaða annarrar
flokkunar sem við búum okkur til, svo
nokkuð sé nefnt. Kannski mest af öllu
þarf að ala þetta glæsilega fólk upp í
sjálfsvirðingu.
Ekki vanþörf á
Þegar ég er búinn að fara yfir svona
hluti í huganum og set þá í samhengi
við það sem er að gerast í kringum
mig í dag þá er ég feginn að vita að allt
þetta má kenna, temja og þjálfa und-
ir hvaða formerkjum sem er og þarna
geta heimili og skólar unnið saman.
Sannarlega veitti ekki af því að fá for-
eldra með skólunum í þetta verk. Og
þó orð séu til alls fyrst þá er rétt að
hefja verkefnið í raun. Mér sýnist ekki
vanþörf á. Alla vega árið 2014. n
Algjörlega kýrskýrt„Annað sem vert er
að minna á er að
raunveruleikinn var allur
annar þá.
Magnús Þorkelsson
skólameistari Flensborgarskóla
Kjallari
„Það eina sem
vantar eru alvöru
huliðshjálmar fyrir helstu
þátttakendurna í þessum
furðulega skollaleik.
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is
Leiðari