Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 28.–30. október 2014 Tækifæri í hálfbyggðum úthverfum L jótar byggingar, fallegar byggingar, háar eða lágar, bjartar og opnar eða lokað- ar og þunglamalegar. Hið byggða umhverfi og borgar- rýmið hefur ómæld áhrif á líf okkar, líðan og hegðun. Það ákvarðar hvort við horfum hingað eða þangað, ýtir okkur í ákveðnar áttir og opnar eða lokar á möguleikann á mismunandi lífsháttum. Það myndar ramma utan um tækifæri fólks til samfélags. Uppbygging og mótun manngerðs umhverfis ákvarðast af ólíkum öfl- um, með mismunandi hvata. Gildis- mat sem réð gangi þjóðfélagsins á árunum eftir aldamót – eins mesta uppbyggingartíma Íslandssögunnar – er áþreifanlegt í umhverfinu okk- ar og mun móta ramma utan um líf fjölda Íslendinga áfram næstu ára- tugina ef ekki árhundruð. Að rannsaka tengsl milli góðær- is, hruns og hins byggða umhverf- is og líta svo til framtíðar á tæki- færin sem Íslendingar búa yfir, í gegnum endurhönnun á þessu um- hverfi, er yfirlýst markmið þeirra sem standa að bókinni Scarcity in excess: the built environment and the economic crisis in Iceland, sem er nýkomin út á vegum spænsku hönnunar- og listabókaútgáfunnar Actar. Hörgull í allsnægtum Arna Mathiesen, arkitekt og rit- stjóri bókarinnar, var að vinna að umsókn um styrk fyrir alþjóð- legt rannsóknarverkefni um hlut- verk arkitekta í skynsamlegri nýt- ingu auðlinda og sjálfbærni við arkitektaskólann í Ósló þegar ís- lenska hagkerfið fékk skell. Hún segir að þá hafi hugmyndin kvikn- að. „Íslendingar búa við allsnægt- ir af náttúrunnar hendi en margir eru á kúpunni samt sem áður, eft- ir stórfelldar fjárfestingar í óhent- ugu umhverfi. Þessi mótsögn virt- ist heillandi rannsóknarefni. Við kortlögðum hvað hafði gerst fyrir hrunið og reyndum að rýna í hvað gerðist síðar og væri hægt að gera í framtíðinni.“ Arna segist hafa tekið eftir því hvernig hagvöxtur hafði haft áhrif á hið byggða umhverfi þegar hún heimsótti landið á góðærisárun- um. „Þróunin virtist engan veginn í samræmi við fólksfjöldann. Mað- ur sá rosalegar breytingar ár frá ári, sem juku hagvöxt en voru ekki til að bæta borgina. Gatnakerfið er dæmi um þetta. Ég þekki ekki neina borg n Arna Mathiesen arkitekt ræðir tengsl hins byggða umhverfis og hrunsins Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Pólitískt tabú Hálfbyggð hverfi í jaðri höfuðborgarsvæðisins voru látin standa ókláruð í kjölfar bankahrunsins. Mynd Pétur tHoMsen Ómannvænt umhverfi „Fólk á það til að hugsa um arkitekta og hönnuði sem einhverja sem punta bara upp á umhverfið eða sem einhvern lúxus, en þetta eru einu fögin sem koma ekki einungis með framtíðarsýn heldur geta myndgert hana líka.“ Lestu um borgina Nóg að lesa fyrir íslenskt áhugafólk um arkitektúr og borgarskipulag Á undanförnum áratugum hef- ur áhugi á borgarfræðum og -skipulagi aukist til muna meðal almennings víða um heim. Í kjöl- far bankahrunsins á Íslandi hefur svo orðið nokkur vitundarvakn- ing um mikilvægi hins byggða umhverfis og aukin áhersla á vist- vænna, sjálfbærara og skemmti- legra borgarlíf. Nokkrar veglegar bækur um arkitektúr og borgar- skipulag sem hafa komið út, eða munu koma út á Íslandi á ár- inu, eru mikilvægt innlegg í um- ræðuna um hið góða borgarlíf. Borgir og borgarskipulag Aðgengilegt en ítarlegt inngangs- rit þar sem hug- myndir um borgarskipulag frá upphafi vega eru kynntar og skoðaðar. Í bókinni fjallar Bjarni Reynars- son, doktor í landfræði og skipulagsfræði, um upphaf og sögulega þróun vestrænna borga en sérstaklega um þróun Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur – þeirra tveggja borga sem hafa gegnt hlutverki höfuðborgar Ís- lendinga. reykjavík sem ekki varð Sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir og arkitektinn Guðni Valberg kafa ofan í skipulagssögu Reykjavíkur og birta ljósmynd- ir og staðreynd- ir varðandi sögu borgar- innar og hvern- ig hún hefði getað byggst upp. Hvað ef Háskóli Íslands stæði á Arnarhóli, Þjóðleikhús- ið í Grjótaþorpinu og Seðlabank- inn í Hallargarðinum? eru meðal spurninga sem varpað er fram í bókinni. Aðalskipulag reykjavíkur 2010–2030 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2030 var samþykkt í borgar- stjórn í nóvember í fyrra, og í ár gaf Crymogea út skipulagið í veglegri bók. Hinu nýja skipulagi eru gerð ítarleg skil með, texta, mörg hundruð kortum og skýringarmyndum. Bókin verður gríðarlega hjálplegt tæki fyrir þá sem vilja fræðast um stefnu og skipulag borgarinnar næstu ára- tugina, hvort sem er vegna áhuga eða við hvers kyns framkvæmdir. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt Saga Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts (1909–1986) sem hefur oft verið nefndur fyrsti módern- isti íslenskra sjónlista er rakin í nýrri bók í rit- stjórn Péturs H. Ármannssonar, en saga Gunn- laugs spannar öll skeið hinn- ar módernísku stefnu. Gunnlaugur hafði gríðar- leg áhrif á borgarmynd Reykja- víkur og víðar enda teiknaði hann verkamannabústaðina við Hr- ingbraut, S.Í.B.S. á Reykjalundi, Amtsbókasafnið á Akureyri, Búnaðarbankabygginguna í Aust- urstræti, Háskólabíó og margar fleiri byggingar. Þokkalega hrollvekjandi Dómur um tölvuleikinn The Evil Within á Playstation 4 H rollvekjuaðdáendur fá allt of sjaldan eitthvað fyrir sinn snúð þegar tölvuleikjaútgáfa er annars vegar. Því má segja að margir hafi beðið spenntir þegar til- kynnt var á síðasta ári að einn slíkur, The Evil Within, væri væntanlegur. Leikurinn var þróaður af japanska fyrirtækinu Tango Gameworks þar sem innsti koppur í búri er Shinji Mikami – sá hinn sami og færði okk- ur Resident Evil-seríuna. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að leik- urinn minnir um margt á Resident Evil-leikina, þá helst Resident Evil 4. Í stuttu máli fjallar The Evil Wit- hin um rannsóknarlögreglumanninn Sebastian Castellanos sem sendur er til að rannsaka mjög svo hrotta- leg morð á geðsjúkrahúsi í fantasíu- borginni Krimson. Fljótlega áttar Catellanos sig á því að við óvenjuleg öfl er að etja og hann þarf að beita allri sinni kænsku til að komast undan þeim dauðyflum og hrotta- legu kvikindum sem leynast í hverju skúmaskoti. Mikami hefur oft verið nefndur faðir hinna svokölluðu survival horr- or-leikja þar sem, í fyrsta lagi, er lögð áhersla á að vekja hræðslu hjá spil- aranum og í öðru lagi lögð áhersla á kænsku til að forðast óvininn en bein- línis berjast við hann. Þetta er samt að sjálfsögðu ekki algilt og í The Evil Wit- hin þarftu svo sannarlega stundum að munda skotvopnið. Það er óhætt að segja að Mikami takist að mörgu leyti ágætlega til með The Evil Within. Þetta er blóðugur sál- fræðitryllir og nóg af atriðum í hon- um sem fá hárin til að rísa. Þá er hann býsna krefjandi á köflum en þó án þess að ganga of langt í þeim efnum. Þó að leikurinn sem fyrr segir skili sínu ágætlega; að færa spennuna og viðbjóðinn heim í stofu er þetta langt því frá hinn fullkomni tölvuleikur. Söguþráðurinn er hálf stefnulaus og þá hefði mátt byggja meira í kringum aðalsöguhetjuna, Castellanos, sem er allt að því hrútleiðinlegur karakter. Þegar allt kemur til alls er hér samt um að ræða ágætis hrollvekju sem ætti að gera nóg fyrir þá sem sækja í spennu og smá viðbjóð með. Þeir sem sækja í byssuhasar eða epískan söguþráð ættu að halda sig heima. n einar Þór sigurðsson einar@dv.is The Evil Within The Evil Within. Þriðju persónu hrollvekja spilast á: PC, PS3, PS4, Xbox 360 og Xbox One Einkunn á Metacritic: 76 Tölvuleikur Ágæt skemmtun The Evil Within skilar sínu ágætlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.