Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 38
38 Fólk Vikublað 28.–30. október 2014 M ikið var um dýrðir í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið þegar Íslenski dans- flokkurinn frum- sýndi verkið Emotional á Nýja sviðinu. Verkið samanstend- ur í raun af tveimur verkum, Meadow eftir Brian Clarke og EMO 1994 eftir Ole Martin Meland, þar sem nýsköp- un og ferksleiki er í fyrirrúmi. Emotional féll vel í kramið hjá áhorfendum sem létu ánægju sína í ljós með miklu lófa- klappi í lok sýningar. n n Íslenski dansflokkurinn frumsýndi verkið Emotional Dansað í Borgarleikhúsinu Spenningur Einar og Snædís voru að sjálfsögðu mjög spennt fyrir sýningunni. Tískulöggur Jóhanna Páls­ dóttir og Arnar Gauti voru að vonum stórglæsileg og í nýj­ ustu tísku í Borgarleikhúsinu. Myndarlegir menn Sjón­ varpskokkurinn geðþekki, Sveinn Kjartansson, og leikhúsmaðurinn, Viðar Egg­ ertsson, voru mættir til að fylgjast með dansflokknum. Glæsilegar Álfrún Helga og Margrét létu sig ekki vanta. Dans og söngur Katrín Hall dansari, Elín Edda, leikmynda­ og búningahönnuður, og Sverrir Guðjónsson, fyrrverandi barnastjarna og stórsönvari með meiru, stilltu sér upp fyrir frumsýninguna. Góður félagsskapur Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru í góðum félagsskap í Borgarleikhúsinu. Kærkomin kjötsúpa F jölmargir lögðu leið sína á Skólavörðustíginn á laugardaginn og fögnuðu fyrsta degi vetrar með heitri kjötsúpu. Þetta er í tólfta sinn sem haldinn er kjötsúpudagur í mið- bænum og hefur dagurinn fyrir löngu fest sig í sessi sem órjúfanlegur partur af vetri. Yfir eitt þúsund lítrar voru lagaðir af súpu og líkt og árin á undan kláraðist hún öll. Það var því ekki annað að sjá en að gestir og gangandi væru yfir sig ánægðir með súpuna sem rann ljúf- lega niður í bland við ljúfa tóna og aðrar uppákomur. Dreitill milli vina Það voru ekki bara menn sem gæddu sér á góðgætinu. Besti vinurinn fær að sjálfsögðu smakk. Súperskvísur eða súpuskvísur? Þessum þótti súpan hreint ekki vond. Þær stilltu sér upp fyrir ljósmyndara með bros á vör. Fangar skenkja Gestir ráku upp stór augu fyrir utan Hegn­ ingarhúsið er þar skenkjuðu menn í fangabúningum. Þar voru þó ekki alvöru fangar á ferð, þeim var haldið inni. Hvað ungur nemur Þessi fríðu feðgin hjálpuð­ ust að við súpuátið, pabbi blés og dóttir borðaði. Nýjar vörur daglega „Verðið sem var leyft í gær er okkar verð að morgni,“ gæti þessi hafa sungið í tilefni dagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.