Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 28.–30. október 201436 Fólk
Slær sér upp með
barnaníðingi
Aðdáendur raunveruleikaþátt
anna um bandarísku barnafeg
urðardrottninguna Honey Boo
Boo Child standa á öndinni eftir
að fregnir bárust af því að móðir
stúlk unnar, Mama June, væri kom
in með nýjan kærasta. Sá ku vera
kynferðisbrotamaður sem nýlega
lauk tíu ára afplánun fyrir barna
níð.
Kærastinn, hinn 53 ára Mark
McDaniel, var fundinn sekur um
grófa misnotkun á átta ára barni
árið 2004. Athygli vekur að barnið
sem brotið var gegn er ónefnd
ur ættingi June en þau Mark voru
einmitt par þegar upp komst um
ofbeldið.
Mark lauk afplánun í mars á
þessu ári en sem kunnugt er skildi
Mama June við eiginmann sinn
„Sugar Bear“ í sumarlok. Sam
kvæmt bandarísku slúðurpress
unni hefur June ítrekað horfið frá
upptökum á nýjustu þáttaseríunni
um fjölskylduna og framleiðendur
íhuga nú hvort hætt verði við fram
leiðsluna vegna ástarsambandsins.
Frægar ábreiður
n Margir tónlistarmenn hafa gert lög annarra að sínum eigin
F
jölmörg lög sem sungin eru
af frægum tónlistarmönnum
hafa slegið hafa í gegn en eru
í raun svokallaðar ábreiður
af lögum annarra tónlistar
manna. Margir sem kunna lögin staf
fyrir staf og eru búnir að syngja þau
ótal sinnum, hafa jafnvel ekki hug
mynd um að þau hafi verið gefin út
áður, af einhverjum allt öðrum. Hér
eru nokkur dæmi um fræg lög sem
tónlistarmennirnir hafa gert svo vel
að sínum, að allir eru löngu búnir
að gleyma upprunalega flytjandan
um. n
Girls Just Wanna Have Fun – Cyndi Lauper (1983) Þetta lag þekkja allir, og var það í raun
hálfgerður þjóðsöngur femínista á níunda áratugnum. Það sem ekki allir vita er að upphaflega var lagið bæði samið og sungið af karlmanni,
Robert Hazard, og flutt fyrst árið 1979. Fjórum árum síðar tók Cyndi Lauper það upp á sína arma og breytti textanum örlítið, sem gaf honum
allt aðra meiningu. Línan „Allar stúlkurnar mínar verða að ganga í sólinni“ breyttist í „Ég vil vera sú sem gengur í sólinni“.
Sailing – Rod Stewart (1975) Sá meistari hefur aðeins
selt eina smáskífu í fleiri en milljón eintökum í Bretlandi. En sú velgengni er byggð á
aðeins minni velgengni The Sutherland Brothers Band sem flutti lagið fyrst árið 1972.
Lagið náði engum vinsældum í þeirra flutningi. Stewart blés hins vegar lífi í lagið og
það sat í þrjár vikur í efsta sæti vinsældalista í Bretlandi. The Sutherland Brothers
nutu þó góðs af velgengni Stewarts því þeir náðu nokkrum vinsældum í kjölfarið.
I Love Rock 'N' Roll
– Joan Jett and The
Blackhearts (1982) Joan
Jett heyrði lagið fyrst í sjónvarpsþætti árið
1976, flutt af poppsveitinni Arrows. Það
hafði ekki þótt líklegt til vinsælda og var
sett á B-hlið plötu þeirra. Jett gerði reyndar
slíkt hið sama þegar hún tók lagið upp fyrst
árið 1979. Þremur árun síðar sló hún hins
vegar í gegn með laginu ásamt hljómsveit
sinni The Blackhearts. Lagið sat í sjö vikur í
efstu sætum vinsældalista í Bandaríkjunum.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Denis – Blondie (1978) Það var hljómsveitin Randy and The Rainbows
sem fyrst flutti lagið árið 1963 og komst það inn á topp tíu á vinsældalistum í Bandaríkjunum.
Blondie gerði lagið hins vegar að sínu árið 1978 með því að bæta við einu erindi.
Got My Mind Set On
You – George Harrison
(1987) George Harrison samdi
allmörg lög sem slógu í gegn, en I've Got My
Mind Set On You er ekki eitt þeirra. George
Harrison var fyrsti Bítillinn til stíga fæti á
bandaríska jörð þegar hann heimsótti
systur sína í Illinois árið 1963. Í ferðinni
keypti hann plötuna I've Got My Mind Set
On You með R&B-söngvaranum James Ray.
Þegar Harrison ákvað að snúa aftur í
tónlistarbransann árið 1987, valdi hann
lagið af samnefndri plötu og gerði það að
sínu. Það komst í annað sæti á vinsælda-
listum Bretlands.
Bette Davis Eyes
– Kim Carnes (1981)
Smáskífan var sú söluhæsta í
Bandaríkjunum árið 1981 og sat
samfellt í níu vikur í efsta sæti
vinsældalista. Á innan við ári komst
það í efsta sæti vinsældalista í 31
landi og var bæði valið lag ársins og
smáskífa á Grammy-verðalaunahá-
tíðinni sama ár. Lagið var hins vegar
upprunalega flutt af Jackie
DeShannon árið 1975, í kántrístíl.
Laginu var breytt töluvert og gerði
allt vitlaust í flutningi Carnes.
Don't Cha - The Pussycat
Dolls (2005) Lagið sló gjörsamlega í
gegn í flutningi Pussycat Dolls. Það var hins vegar
aðeins ári áður sem söngkonunni Tori Almaze gekk
svo illa með það að hún missti samninginn við
plötufyrirtæki sitt. Lagið náði toppsæti á
vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Rockin' All Over The
World – Status Quo (1977)
Lagið var opnunarlag Live Aid-tónleikanna, þá í
flutningi Status Quo. En það var fyrst flutt árið 1975
af Creedence Clearwater og komst ekki einn á
bresku vinsældarlistana. Tveimur árum síðar gerði
Status Quo svo ábreiðuna sem sló í gegn.
Ray of Light
– Madonna
(1998) Það var
breskur þjóðlagatónlist-
arhópur Curtis Maldoon
sem fyrst flutti lagið árið
1971 en þá hét það Quicker
Than A Ray Of Light. Árið
1996 var lagið svo
hljóðritað á nýjan leik og
spilað fyrir Madonnu, sem
leist svona líka vel á það.
Fór það svo að nafninu var
breytt í Ray Of Light og
það sló í gegn árið 1998.
Ein
frægasta
ábreiðan
Cyndi Laup-
er breytti
texta örlítið
en mein-
ingunni
algjörlega.
Drottningin
tístir
Elísabet II. Bretlandsdrottn
ing sendi sitt fyrsta tíst á dögun
um. Hún bætist í hóp opinberra
persóna á borð við páfann og
Obama Bandaríkjaforseta sem
hafa samskipti við umheiminn í
gegnum Twitter. Aðstoðarmað
ur drottningar skrifaði tístið fyrir
hana þegar hún heimsótti vísinda
safnið í London, svo hún þurfti
aðeins að ýta á „send“takkann. Í
tístinu sagði: „Það var ánægjulegt
opna sýninguna um upplýsinga
öldina á @ScienceMuseum og ég
vona að fólk muni njóta hennar.
Elizabeth R.“ Breska krúnan hefur
verið með Twittersíðu síðan 2009
en þar eru sendar út tilkynningar
um skyldur konungsfjölskyldunn
ar. Þetta er þó í fyrsta skipti sem
drottningin sjálf sendir tíst.
Culture Club
með „kombakk“
„Gott kvöld, við erum Cult
ure Club,“ sagði Boy George á
sviði næturklúbbsins Heaven í
London á miðvikudagskvöld þar
sem sveitin spilaði í fyrsta skipti
saman í tólf ár. Klúbburinn er sá
sami og sveitin spilaði á árið 1982
rétt fyrir heimsfrægð.
„Ég var spurður
til nafns hér bak
sviðs, svo það
er augljóslega
einhver vinna
framundan,“
sagði söngvar
inn brosandi. Á tón
leikunum flutti hljómsveitin efni
af nýrri plötu í bland við þekktara
efni. Sveitin, sem sló eftirminni
lega í gegn á níunda áratugnum,
hefur vissulega mátt muna fífil
sinn fegurri. Meðlimirnir hafa áður
ráðist í endurkomu eða árið 1999,
þegar þeir gáfu út plötuna Don't
mind if I do. Sú plata náði aldrei
neinum vinsældum og þótti léleg.