Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Qupperneq 2
Vikublað 25.–27. nóvember 20142 Fréttir
Þ
órey Vilhjálmsdóttir, að
stoðarmaður Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, fráfar
andi innanríkisráðherra,
sagði í skýrslutöku hjá lög
reglu í apríl að hún hefði ekki vitað
af samskiptum Gísla Freys Valdórs
sonar, fyrrverandi aðstoðarmanns
ráðherra, við Morgunblaðið og
Fréttablaðið dagana 19. og 20. nóv
ember í fyrra. Hanna Birna svaraði á
sömu leið í skýrslutöku. Báðar sögðu
þær þó að það væri ekkert óeðli
legt við samskiptin enda ættu að
stoðarmenn í miklum samskiptum
við fjölmiðla. Af símagögnum máls
ins má þó sjá að aðstoðarmennirnir
tveir voru í samskiptum daginn sem
gögnin birtust fyrst í fjölmiðlum, en
þau voru lengi vel, bæði
með réttarstöðu
grunaðs manns í
málinu.
Þórey
og Gísli
ræddust
tvisvar
við að
morgni dags þann 20. nóvember.
Þá ræddi Þórey við blaðamann 365
miðla á meðan Gísli sá um sam
skipti við fréttamann RÚV og rit
stjóra Morgunblaðsins þennan
sama morgun. Símasamskipti Þór
eyjar og Gísla áttu sér stað um sama
leyti og þau ræddu við fjölmiðla.
Þannig þurfti Gísli til að mynda að
slíta símtali við Þóreyju til að svara
fréttamanni RÚV en Þórey svar
aði blaðamanni 365 miðla tveimur
sekúndum síðar. Allir þessir miðlar
fengu minnisblað innanríkisráðu
neytisins í hendur dagana 19. og/
eða 20. nóvember.
Stanslaus samskipti
DV sendi fyrirspurn á Þóreyju varð
andi málefni hælisleitendanna
klukkan 11.46 þann 19. nóvember
en fékk ekkert svar. Síðar sama dag
afhenti Gísli Fréttablaðinu minn
isblað sem innihélt viðbót þar
sem vísað var í rannsóknar
gögn lögreglunnar á
Suðurnesjum. Hann
hefur ekki vilj
að greina frá
því hvaðan
sú viðbót
kom, en
daginn
eftir
afhenti Sigríður Björk Guðjóns
dóttir, þáverandi lögreglustjóri á
Suðurnesjum, honum greinargerð
um málefni Tonys Omos. Þá fékk
hann einnig senda yfirheyrslu
skýrslu yfir Tony Omos frá embætti
lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Þórey hringdi fyrst í Gísla klukk
an 08.56.45, eða tæpum fjórum
mínútum eftir að Sigríður Björk
hafði hringt úr leyninúmeri í talhólf
hans. Sjálfur hringdi Gísli í Har
ald Johannessen, ritstjóra Morgun
blaðsins, klukkan 09.42 og fékk upp
talhólf. Haraldur hringdi í hann fjór
um mínútur síðar, klukkan 09.46, og
ræddust þeir við í rúmar tvær mín
útur. Þegar því samtali var lokið hr
ingdi Gísli svo beint í Þóreyju, eða
klukkan 09.51, og ræddust þau við
í eina mínútu. Um leið og því sam
tali sleppti svaraði Þórey símtali
sem henni barst
frá blaða
manni
365
miðla. Samtalið stóð í eina og hálfa
mínútu.
Án viðbótar
Klukkan 10.55 birti mbl.is svo frétt
undir fyrirsögninni „Margt óljóst
í máli hælisleitanda“. Þar var ekki
vísað í rannsóknargögn frá Suður
nesjum líkt og í frétt Fréttablaðsins.
Þess í stað voru upplýsingarnar
sagðar komnar úr „óformlegu minn
isblaði innanríkisráðuneytisins“. Þá
var ekkert að finna um þann meinta
þrýsting sem Tony Omos átti að hafa
beitt Evelyn í umræddri frétt.
DV hefur heimildir fyrir því að
Morgunblaðið hafi fengið aðra út
gáfu af minnisblaðinu en Frétta
blaðið. Þannig hafi umrædda auka
setningu vantað í þá útgáfu sem
Morgunblaðið hafði undir höndum.
Þetta skýrir muninn á fréttunum
tveimur og staðfestir enn einu sinni
að ummæli Hönnu Birnu á Alþingi
um „engin sambærileg gögn“ áttu
aldrei við rök að styðjast. Sama gagn
og var til inni á málaskrá innanríkis
ráðuneytisins endaði hjá Morgun
blaðinu.
Læstar upplýsingar
Gísli Freyr játaði glæp sinn eftir að
lögmanni hans höfðu verið kynnt
ný gögn sem komu í leitirnar þegar
starfsmaður sérstaks saksóknara
skoðaði spegilafrit af hörðum diski
í tölvu sakborningsins. Spegilafritið
sýndi að Gísli hafði sjálfur bætt við
klausu þar sem vísað var í rann
sóknargögn frá Suðurnesjum og gef
ið í skyn að Tony væri ekki raunveru
lega barnsfaðir Evelyn.
Ekki liggur fyrir hvort aðrir en
Gísli vissu af lekanum. Mikils
verðar upplýsingar varðandi þann
möguleika kunna þó að liggja læstar
inni í trúnaðarsambandi stærstu
fjölmiðla landsins við heimildar
manninn. n
Ók allt of hratt
Erlendur ferðamaður var stöðvað
ur á Kringlumýrarbraut á sunnu
dag eftir að bifreið hans mældist
á 117 kílómetra hraða. Í tilkynn
ingu frá lögreglu kemur fram að
hámarkshraði þarna hafi verið 80
kílómetrar á klukkustund.
Samkvæmt sektarreikni á vef
Umferðarstofu má vænta að mað
urinn hafi fengið 60 þúsunda
króna sekt. Maðurinn var færður
á lögreglustöð þar sem hann gekk
frá sektargreiðslu. Fékk hann að
halda för sinni áfram að því loknu.
Tveggja
milljóna raf-
stöð stolið
Lögreglumenn á Selfossi höfðu
afskipti af nokkrum fjölda öku
manna í umdæmi sínu í liðinni
viku. Níu voru staðnir að of hröð
um akstri, fjórir töluðu í farsíma
án handfrjáls búnaðar, þrír voru
ekki í öryggisbelti og einn er
grunaður um að hafa ekið undir
áhrifum fíkniefna. Sá var að auki
ekki með ökuréttindi.
Í dagbók lögreglunnar á Sel
fossi kemur fram að í síðustu
viku hafi horfið rafstöð af vinnu
svæði Ístaks við Suðurlandsveg
í Hveradölum. Á rafstöðinni var
tíu metra ljósamastur. Rafstöðin
var á hjólum með beisli til að
hengja aftan í ökutæki. Verðmæti
þessa er um tvær milljónir króna.
Þeir sem geta veitt upplýsingar
um hvarf rafstöðvarinnar eða
vita hvar hún er niðurkomin eru
beðnir að hafa samband við lög
reglu í síma 4801010.
Sex minni háttar fíkniefnamál
komu upp á Selfossi um helgina
í tengslum við frumkvæðisvinnu
lögreglu. Fíkniefnahundurinn
Buster kom við sögu í fimm til
vikanna. Þeir sem áttu hlut að
máli voru með neysluskammt af
kannabis. Einn viðurkenndi að
hafa selt öðrum gramm af grasi.
Tímalína yfir samskiptin öll
Kl. 18.40 Gísli Freyr á rúmlega tveggja
mínútna samtal við starfsmann Vísis.
Kl. 08.52.53 Sigríður Björk
hringir í Gísla Frey úr leyninúm
eri og fær samband við talhólf.
Kl. 09.41.55
Gísli hringir í
Sigríði og ræðir
við hana í tæpar
sex mínútur.
Kl. 09.42.26
Gísli hringir í Har
ald Johannes
sen, ritstjóra
Morgunblaðsins
og fær samband
við talhólf.
Kl. 09.46.49
Haraldur hringir í
Gísla og þeir ræða
saman í rúmlega
tvær mínútur.
Kl. 08.53.27 Gísli fær
smsskilaboð. Sendandi
óþekktur.
Kl. 08.56.45
Þórey hringir í Gísla
og þau tala saman í
eina mínútu.
Kl. 08.58.54
Gísli hringir í talhólf
sitt og hlustar.
Kl. 09.32.41
Starfsmaður 365
miðla hringir í
Þóreyju og fær sam
band við talhólf.
Kl. 18.46 Gísli opnar minnisblað
varðandi Tony Omos sem vistað var á
tölvu hans.
Kl. 22.20 Gísli opnar minnis
blaðið á nýjan leik.
Kl. 22.43 Gísli á sitt síðasta
samtal við starfsmann Vísis en
þau voru alls fjögur þetta kvöld.
Kl. 22.50 Fréttablaðið
er sent í prentun. Forsíðu
fréttin fjallar um málefni
hælisleitendanna Tonys
Omos og Evelyn Glory Jos
eph en þar er sérstaklega
vísað í rannsóknargögn
frá Suðurnesjum. 19. nóvember 20. nóvember
Svona voru SamSkiptin
n Gísli og Þórey voru bæði í símasamskiptum við fjölmiðla þann 20. nóvember n Ræddu við hvort annað þess á milli
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Vissi ekki um Gísla
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona
fráfarandi innanríkisráðherra,
var í samskiptum við blaða
mann 365miðla á meðan
Gísli Freyr var í samskipt
um við fréttastofu RÚV
og Morgunblaðið. Í
skýrslutöku sagðist
hún ekki hafa vitað
af samskiptum
Gísla við fjöl
miðlamenn hjá
Fréttablaðinu
og Morgun
blaðinu.