Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Side 18
18 Skrýtið Vikublað 25.–27. nóvember 2014
1 Seldu fyrst pylsur Það fyrsta sem finna mátti á matseðli
McDonald‘s voru ekki hamborgarar,
heldur pylsur. Á fjórða áratugn-
um, þegar bræðurnir Dick og Mac
McDonald streðuðu við að reka
kvikmyndahús tóku þeir eftir því
að miklu meira var að gera hjá
pylsusala neðar í götunni. Þeir tóku
lán og hófu að selja pylsur árið
1937. Þremur árum síðar fluttu þeir
standinn frá Arcadia til San Bernar-
dino og breyttu nafninu í McDona-
ld‘s Barbeque.
2 Áttundi hver hefur unnið hjá þeim Áttundi hver
Bandaríkjamaður hefur unnið á
Mc Donald‘s, samkvæmt upplýsing-
um sem fram koma í bókinni Fast
Food Nation: The Dark Side of the
All-American Meal. Í Bandaríkjun-
um búa um 320 milljónir manna.
Það þýðir að um 40 milljónir
Bandaríkjamanna hafa á einhverj-
um tímapunkti í lífi sínu unnið hjá
McDonald‘s-skyndibitakeðjunni.
3 Meiri fita í Caesar-salati Í Caesar-salatinu, vinsælum
rétti á matseðli
McDonalds‘s er
meiri fita en í
venjulegum
hamborgara.
Daily Mail
hefur sagt
frá því að með
dressingu séu
21,4 grömm af fitu
í réttinum – eða 425 hitaeiningar.
Í venjulegum hamborgara eru eru
254 hitaeiningar, 7,7 grömm af
fitu. Þegar frönskum er bætt við
hamborgarann verða hitaeiningarn-
ar 459 en fitan 16,7 grömm. Það er
því minna af fitu í hamborgara og
frönskum á McDonald‘s en Caesar-
salatinu vinsæla.
4 Nýr staður á 15 tíma fresti Mcdonald‘s opnar nýjan
veitingastað á 14,5 klukkustunda
fresti og hjá keðjunni starfa 440
þúsund starfsmenn, um heim allan.
Staðirnir, víðs vegar um heiminn,
eru ríflega 35 þúsund talsins.
McDonald‘s er starfandi í 119
löndum og hefur selt hamborgarar
frá árinu 1948. Fyrirtækið skilar
gríðarlegum hagnaði á ári hverju.
5 Fæða 68 milljónir daglega Það er óhætt að segja að
McDonald‘s
skyndibita-
keðjan
hafi náð
ótrúlegri
útbreiðslu.
Keðjan fæð-
ir 68 millj-
ónir manna á
hverjum degi. Sá
fjöldi er meiri en sem nemur öllum
íbúum Bretlandseyja. Á ársgrund-
velli gerir það næstum 25 milljarða
máltíða. Það er eitthvað.
6 Gullslegna M-ið Í bók-inni Fast Food Nation: The
Dark Side of the All-American
Meal er því haldið fram að fleiri
þekki vörumerki McDonald‘s
en sjálfan krossinn, tákn kristn-
innar. Þetta leiðir rannsókn á
vegum Sponsorship Research
International Fund í ljós. 88
prósent aðspurðra gátu skilgreint
einkennismerki Mc Donald‘s en
aðeins 54 prósent gátu sagt fyrir
hvað krossinn stæði.
7 Með bakkalár-próf í hamborgarafræðum 80
þúsund manns
hafa útskrif-
ast úr skóla
á vegum
skyndibita-
keðjunnar
með próf
í ham-
borgarafræð-
um. Á sjöunda
áratugnum fengu starfs-
menn ekki að snúa hamborgurum
án þess að hafa hlotið þjálfun.
Skyndibitakeðjan rekur enn
þann dag í dag skóla, Hamburger
University, þar sem starfsmenn
eru teknir í ítarlega þjálfun. Hvort
þessi BA-gráða, sem starfsmenn
útskrifast með samkvæmt frétt
sem birtist á vef Huffington Post
ekki alls fyrir löngu, gagnist
starfsmönnum í öðrum störfum
skal ósagt látið.
8 Afgreiða ekki fólk á hestum Þeir viðskiptavinir
sem koma í bílalúgu skyndibita-
keðjunnar á hestbaki fá ekki
afgreiðslu. Þetta kom í ljós í júlí
2013 þegar kona var sektuð þegar
hún hugðist kaupa sér skyndibita
á stað McDonald's á Manchester-
svæðinu á Englandi. Konan kom
ríðandi en var vísað frá. Forsvars-
menn McDonald's sögðu ástæðuna
vera þá að heilsu og öryggi annarra
viðskiptavina hefði verið stefnt í
hættu með uppátækinu.
9 Seldu einu sinni pítsur McDonald's seldu ekki bara
pylsur og hamborgara heldur seldu
þeir einnig pítsur. Þessi tilraun
var framkvæmd á áttunda áratug
liðinnar aldar í völdum útibúum
skyndibitarisans. Enn þann dag í
dag er boðið upp á pítsur á völdum
stöðum, meðal annars í Ohio í
Bandaríkjunum. Pítsan náði þó
aldrei almennri útbreiðslu og er það
meðal annars vegna þess hversu
langan tíma tekur að elda hana, eða
11 mínútur.
10 Hlægilega lág laun Það tek-ur meðalstarfsmann McDon-
ald's um sjö mánuði að vinna sér
inn jafn mikinn pening og forstjóri
McDonald's fær fyrir klukkutíma
vinnu. Hjá kaffihúsakeðjunni
Starbucks tekur það starfsmann sex
mánuði og fimm
mánuði.
11 Ron-ald
MacDon-
ald rændi
Wendy's
Ófáir
fjölmiðlar
gerðu sér
mat úr ógæfu 22 ára manns árið
2005. Hann framdi rán á veitinga-
stað Wendy's og hefði vart komist
í kastljós fjölmiðla ef hann hefði
ekki heitið sama nafni og lukkudýr
McDonald's, trúðurinn Ronald
MacDonald. Eins og einhverjir
eflaust vita er Wendy's samkeppn-
isaðili McDonald's. Upphæðin sem
MacDonald stal var þó óveruleg en
hann átti nokkurn sakaferil að baki.
12 Græða milljarða á hverjum degi McDonald's hagnast um
70 milljónir Bandaríkjadala, rúma
níu milljarða króna, á degi hverjum.
Skyndibitastaðir McDonald's eru
35.000 í 119 löndum. Árið 2012 nam
velta keðjunnar 27,5 milljörðum
Bandaríkjadala, eða 3.400 milljörð-
um króna – ótrúleg upphæð. Sem
kunnugt er var McDonald's með úti-
bú á Íslandi en því var lokað fljótlega
eftir hrun. Ástæðan? Það þótti ekki
borga sig!
13 Ekki stærsta skyndibita-keðjan McDonald's er sem
fyrr segir ótrúlega stór skyndibita-
keðja. Ein keðja toppar þó McDon-
ald's en það er Subway. Subway
trompar McDonald's varðandi fjölda
skyndibitastaða. McDonald's er með
35 þúsund útibú á sínum snærum
en Subway er með tæplega 43 þús-
und. Subway er þó bara, ef svo má
segja, með starfsemi í 107 löndum
en McDonald's í 119 löndum.
14 Heimsins stærsti dreifi-aðili leikfanga McDonald's
selur ógrynni
barnamál-
tíða. Mál-
tíðunum
fylgja
leik-
föng.
Sam-
kvæmt
frétt sem
birtist í
QSR-tímaritinu
er McDonald's heimsins
stærsti dreifiaðili leikfanga. Þessi
hefð, að láta leikföng fylgja með
barnamáltíðum, á rætur sínar að
rekja til ársins 1979. Um tuttugu
prósent allra máltíða sem McDon-
ald's selur eru barnamáltíðir og því
þarf ekki að koma mikið á óvart að
McDonald's dreifi ótrúlegu magni af
leikföngum.
15 Með eigin vísitölu McDon-ald‘s er svo
útbreidd
skyndibita-
keðja, að í
hagfræði
er talað
um
svokallaða
McDona-
ld‘s-vísitölu.
The Economist
á heiðurinn af því,
fyrst árið 1986. Verð á Big Mac-
máltíð er notað sem viðmið á
milli landa í efnahagslegu tilliti en
máltíðin er ein sú vinsælasta hjá
McDonald‘s keðjunni. Verðið á mál-
tíðinni er notað til að bera saman
kaupmátt og leggja mat á styrk
gjaldmiðla. n
Fimmtán ótrúlegar
staðreyndir um mcdonald's
n Fleiri þekkja gullna M-ið en krossinn n Áttundi hver Bandaríkjamaður hefur unnið á McDonald's
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is