Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Qupperneq 10
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201410 Fréttir Þurftu ekki að auglýsa starf Árna n Verkefnisstjóri innleiðingar rafrænna skilríkja n Enginn ráðningarsamningur Á rni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var ráðinn sem verkefnis­ stjóri innleiðingar rafrænna skilríkja án auglýsingar. Hug­ rún Reynisdóttir, formaður verkefnis­ stjórnar um innleiðingu rafrænna skilríkja hjá fjármálaráðuneytinu, segir að ekki hafi verið gerður ráðn­ ingarsamningur við Árna þar sem hann hafi verið fenginn til að sinna þessum verkefnum í verktöku. Þá hafi verkefnisstjórninni ekki verið skylt að auglýsa starfið. „Verkefnisstjórn um innleiðingu rafrænna skilríkja tók þá ákvörðun að fá Árna til að sinna ákveðnum verk­ efnum tímabundið í verktöku,“ segir enn fremur í svari Hugrúnar við skrif­ legri fyrirspurn DV. Bjarni Benedikts­ son, fjármála­ og efnahagsráðherra, skipaði verkefnisstjórn til að fylgja eft­ ir útbreiðslu og notkun rafrænna skil­ ríkja. Verkefnisstjórnin réð svo Árna sem verkefnisstjóra innleiðingar raf­ rænna skilríkja án auglýsingar. Ekki starf Formaður verkefnisstjórnarinnar segir ekki um eiginlegt starf að ræða í skilningi laganna: „Um er að ræða verkefni sem unnið er í verktöku og því ekki skylt að auglýsa það laust til umsóknar. Verkefnið telst ekki starf í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og fellur því ekki undir aug­ lýsingaskyldu 7. gr. laganna.“ DV spurði Hugrúnu meðal annars hver hefði tekið ákvörðun um að ráða Árna í starfið, hvort ráðningarsamn­ ingur hefði verið gerður við hann og hvort starfið hefði verið auglýst til umsóknar. „Verkefnisstjórn um innleiðingu rafrænna skilríkja tók þá ákvörðun að fá Árna til að sinna ákveðnum verkefnum tímabund­ ið í verktöku,“ sagði Hugrún án þess þó að svara því hver bæri ábyrgð ákvörðuninni. Þrjú í verkefnisstjórn Í tilkynningu á vef fjármálaráðu­ neytisins þann 22. október síðast­ liðinn kom fram að Bjarni Bene­ diktsson hefði skipað verkefnisstjórn sem hefði það hlutverk að fylgja eftir sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðu­ neytisins og Samtaka fjármálafyrir­ tækja um að stuðla að útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja. „Í viljayfirlýsingunni er m.a. kveðið á um að stefna beri að því að gera rafræn skilríki að meginauð­ kenningarleið fólks vegna ýmiss kon­ ar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu,“ sagði í tilkynningunni. Verk­ efnisstjórnin er skipuð þeim Hug­ rúnu formanni, Skúla Eggerti Þórðar­ syni ríkisskattstjóra og Yngva Erni Kristinssyni hagfræðingi. Missti bæjarstjórastólinn Árni var bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002–2014 eða þar til Sjálf­ stæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í bæjarstjórn. Þrátt fyrir að flestar eignir bæjarins hafi verið seld­ ar í bæjar stjóratíð hans, fjórfölduð­ ust skuldir A hluta bæjarsjóðs, með­ al annars vegna hárra lána sem höfðu verið tekin. Bæjarfélagið er í dag það skuldsettasta á landinu og skuldar 40 milljarða króna. Spurður um það í Reykjavík síð­ degis þann 23. október síðastliðinn hversu mikið það kostaði að fá rafræn skilríki svaraði Árni: „Já já, ég held að það sé bara góð spurning og hlýt­ ur reyndar bara að vera spennandi að allir fái sér rafræn skilríki. Ríkið mun greiða fyrir allar opinberar síður þegar notuð eru rafræn skil­ ríki þannig að notandi ber ekki neinn kostnað af þeim.“ Beggja vegna borðs Sú ákvörðun að gera skilyrði um notkun rafrænna skilríkja við úr­ vinnslu skuldaleiðréttingar hefur sætt nokkurri gagnrýni. Ögmundur Jónas­ son, þingmaður VG, hefur sagt að verið sé að þvinga fólk til viðskipta við einkahlutafélag. Þá sendu Neytenda­ samtökin frá sér tilkynningu þar sem þetta fyrirkomulag var gagnrýnt 11. nóvember síðastliðinn. DV greindi frá því þann 10. sept­ ember síðastliðinn að Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrir­ tækisins Auðkennis ehf., sem er í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja og Teris ehf., hafi starfað í fjármálaráðu­ neytinu árið 2007 þegar gerður var samstarfssamningur við fyrirtækið vegna rafrænna skilríkja. Sem fyrr segir verða allir þeir sem vilja nýta sér og samþykkja skuldaleiðréttingu ríkis stjórnarinnar að eiga slík skil­ ríki. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Í verktöku Árni Sigfússon var ráðinn sem verkefnisstjóri innleiðingar rafrænna skilríkja sem verktaki og því þurfti ekki að auglýsa starfið. Skipaði verkefnastjórn Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði verkefnisstjórn sem réð Árna sem verkefnisstjóra innleiðingar rafrænna skilríkja. Mynd Sigtryggur Ari „Verkefnisstjórn um innleiðingu rafrænna skilríkja tók þá ákvörðun að fá Árna til að sinna ákveðnum verkefn- um tímabundið í verktöku. Gjaldþrotum fækkar nokkuð Gjaldþrot einkahlutafélaga síð­ ustu tólf mánuði, frá nóvember 2013 til október 2014, hafa dreg­ ist saman um 19 prósent sam­ anborið við tólf mánuði þar á undan. Þetta kemur fram í töl­ um sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Alls voru 800 fyrirtæki tekin til gjaldþrota­ skipta á tímabilinu. Gjaldþrot­ um í flokknum Upplýsingar og fjarskipti hefur fækkað mest, eða um 40 prósent á síðustu 12 mánuðum. Þá birti Hagstofan á fimmtu­ dag tölur um nýskráningar einkahlutafélaga síðustu tólf mánuði. Síðustu tólf mánuði, frá nóvember 2013 til október 2014, fjölgaði þeim um átta prósent samanborið við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 2.036 ný félög skráð á tímabilinu. Með aðgang að 26 skot- vopnum Lögreglan á Akureyri hefur að­ gang að alls 26 skotvopnum. Þetta kom fram í héraðsfrétta­ blaðinu Vikudegi á Akureyri. Þetta eru nítján skammbyssur, fjórar haglabyssur og þrír riffl­ ar. Samkvæmt upplýsingum Vikudags hefur lögregla ekki þurft að grípa til vopna undan­ farin ár. Þó hefur komið til út­ kalla í umdæminu síðustu ár þar sem vopn koma við sögu og hefur lögregla þá fengið liðsinni fjögurra sérsveitarmanna sem eru á Akureyri. K raumandi óánægja er á meðal starfsmanna Reykjanesbæjar vegna harkalegs niðurskurðar sem nýr meirihluti hefur grip­ ið til í kjölfar svartrar skýrslu KPMG um fjárhag bæjarins. Starfsmenn hafa sumir hverjir þurft að kyngja tuga prósenta launalækkunum – sem felast aðallega í niðurskurði á föstum yfirvinnustundum og greiðslum fyrir akstur. „Það loga eldar í ráðhúsinu,“ segir einn heimildarmaður við DV. Starfsmennirnir í ráðhúsinu eru á bilinu 70 til 80 talsins og fyrstu hugmyndir fólu í sér að kjör sumra starfsmanna yrðu lækkuð um allt að 40 til 50 prósent. Munar þar mestu um háar akstursgreiðslur, sem oft voru ekki í samræmi við ekna kíló­ metra. DV hefur heimildir fyrir því að margir hugsi sér til hreyfings – starfsmenn með eftirsótta menntun séu fyrstir út. Þannig hafa allir fjórir sálfræðingar bæjarins sagt upp störf­ um. „Þetta mun lama kerfið hér,“ segir kennari í bænum í samtali við DV. Niðurskurðurinn bitnar harðast á þeim sem starfa á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar enda eru flestir kennarar á „strípuðum töxtum“ eins og einn heimildarmaður úr þeirra röðum orðar það. Undir bréf til bæjarstjóra á mið­ vikudag, þar sem óánægjan var gerð ljós, skrifuðu margir starfsmenn ráð­ hússins. Þar er gagnrýnt hvernig staðið var að niðurskurðinum. Ekki sitji allir við sama borð. Það leggst til að mynda illa í fólk að bæjarfulltrú­ ar þurfi einungis að taka á sig fimm prósenta launalækkun. n ritstjorn@dv.is Mikil óánægja í Reykjanesbæ n tugprósenta niðurskurður launa n Bæjarfulltrúar sleppa vel Bæjarstjóri Kjartan Már þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Starfsfólki hugnast allt að helmings lækkun á launum illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.