Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 27
tekið fram er stefnt að því að könnunin Ingibjörg Ásgeirsdóttir starfar á
nái til allra iðjuþjálfa á íslandi. Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Margrét Sig-
urðardóttir á vinnuheimilinu að
Reykjalundi og Valerie Harris hjá
Sjálfsbjörgu, iandsambandi fatlaðra.
Tengsl milli færni við athafnir daglegs lífs (ADL)
og sálrænna einkenna, af vefrænum toga
hjá sjúklingum sem fengið hafa heilablóðfall
Ilokaverkefni mínu er ég að rann-
saka tengsl milli færni við athafnir
daglegs lífs (ADL) og sálrænna
einkenna af vefrænum toga hjá sjúk-
lingum sem fengið hafa heilablóðfall.
Ég spyr tveggja rannsóknarspuminga:
Hvaða sálræn einkenni, af vefræn-
um toga (neurobehavioral impair-
ments) hafa áhrif á þætti er lúta að
eigin umsjá, það er að klæðast og af-
klæðast, snyrtingu, að komast um á
dvalarstað og fá sér að borða? Er mim-
ur á milli færni einstaklinga sem hlot-
ið hafa heilablóðfall annars vegar í
hægra heilahveli og hins vegar í
vinstra heilahveli?
Ég byrjaði að safna gögnum í rann-
sóknina í janúar síðast liðnum og fyrir-
huga að safna gögnum hjá að minnsta
kosti 30 einstaklingum (körlum og
konum), 50 ára og eldri sem hlotið
hafa sjúkdómsgreininguna heilablóð-
fall í hægra eða vinstra heilahveli. VÐ
gagnasöfnunina nota ég færnimatið:
The Árnadóttir OT-ADL Neuro-
behavioral Evaluation (A-ONE) sem
Guðrún Amadóttir iðjuþjálfi þróaði og
gaf út 1988. Ég hef fengið iðjuþjálfa
starfandi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og
Landspítalanum í lið með mér við
gagnasöfnunina. Slík gagnasöfnun er
liður í hefðbundnu ADL-færnimati
iðjuþjálfa á báðum þessum sjúkrahús-
um. I rannsókninni eru einungis tveir
kvarðar notaðir úr matinu. Þeir eru
Functional Independence Scale og
Neurobehavioral Specific Impairment
Subscale. Ég vona að niðurstöðumar
muni í fyrsta lagi auka skilning á
færni og sjálfsbjargargetu sjúklinga
við eigin umsjá og á þeim sálrænu ein-
kennum, af vefrænum toga sem hafa
áhrif á og koma jafnvel í veg fyrir að
þeir nái fullri fæmi. í öðru lagi að þær
auðveldi iðjuþjálfum að setja fram
markvissa þjálfunaráætlun.
Sigrún Garðarsdóttir starfar á
Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur
Tilraunaverkefni á vegum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis:
15. september 1997- 15. september 1998
IÐTUPTÁLFUN í H6lLf)U6./eí>LU
Anna S. Jónsdóttir, heilsugæslustöðin Sólvangi í Hafiiarfírði
Guðrún Hafsteinsdóttir, heilsugæslustöðin í Mjódd
Ingibjörg Pétursdóttir, tengiliður hópsins, Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur
•
Iðjuþjálfar verkefnisins halda fundi á fimmtudagsmorgnum á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Ahugasamir geta haft samband í síma 552 2400