Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 29
MIKIL ÁHERSLA ER LÖGÐflAÐ KLÚBBUR- INNSÉ SÝNILEGUR í SAMFÉLAGINU. HÚS- NÆÐIÐ SKIPTIR ÞflR MIKLU MflLI. M/ELT ER MEÐAÐÞAÐSÉSTAÐ- SETT í MIÐBÆNUM OG HELST í SÉR HÚSI. Allar ákvarðanir eru teknar á sameig- inlegum fundum og það er ekkert sérstakt rými fyrir starfsfólk. Eitt af viðfangsefnum klúbbsins er að auka tengsl félaganna við samfélagið. I klúbbnum er meðal annars rekin vinnumiðlun þar sem félagar vinna að því að ná tengslum við vinnuveit- endur. Þegar það tekst er gerður tíma- bundinn ráðningarsamningur. Starfs- maður frá klúbbnum fer þá og kynnir sér starfið og þjálfar viðkomandi fé- laga, vinnuveitanda að kostnaðar- lausu. Þegar þjálfun er lokið fer félag- inn inn á launaskrá hjá vinnuveitand- anum. Ef félaginn veikist eða getur ekki sinnt starfinu er klúbburinn ábyrgur og sér til þess að annar komi í staðinn. Vinnuveitandanum er þannig tryggð 100% mæting. Starfs- maður klúbbsins er, meðan á þessu stendur stuðningsaðili fyrir bæði fé- lagann og vinnuveitandann og fylgist náið með gangi mála. Félagan- um er einnig velkomið að sækja klúbbinn á meðan. í húsi klúbbsins eru ýmis störf sem inna þarf af hendi og félagar skipta þeim með sér. Það þarf að taka á móti gestum og nýjum félögum og sjá um ýmsar kynningar, einhver þarf að vera á símanum, það þarf að sjá um eldhúsið, viðhald á hús- næði, bókhald, ræstingar og víða er gefið út blað með klúbbfréttum. Félag- ar sem starfa innan hússins eru ekki á launum heldur eru þeir að vinna að því að ná persónulegum markmiðum. Skilyrði fyrir inngöngu í klúbbinn er að eiga eða hafa átt við geðsjúkdóm að stríða. Fólk gengur í klúbbinn af frjálsum vilja og ákveður sjálft hve lengi það kýs að tilheyra honum. Sem félaga er þín ávallt vænst og það er þörf fyrir þig. Rekstur klúbbsins er í höndum styrktarfélags sem gerir fjár- hagsáætlun fyrir árið og sér til þess að kostnaður haldist innan þess ramma. Fjármagn til rekstursins kemur frá ýmsum styrktaraðilum. A Norður- löndunum eru ríki, borg og góðgerð- arsamtök eins og Rauði krossinn stærstu fjárveitendurnir en einnig veita einstaklingar og fyrirtæki styrki. Styrktarfélagið er skipað áhrifafólki í samfélaginu, s.s. stjórn- málamönnum og forstjórum fyrir- tækja. Klúbburinn Geysir Það fyrsta sem vakti athygli okkar á ráðstefnunni í sumar var hve stór hluti ráðstefnugesta voru félagar hinna ýmsu klúbba, eða yfir helming- ur. Öll framsöguerindi voru flutt til skiptis af starfsfólki, styrktarfélögum og félögum. Annað sem kom á óvart var að sjá allan þennan fjölda fólks, sem þrátt fyrir erfið veikindi hafði mikið til málanna að leggja og kom fram með reisn. Þetta var alveg ný reynsla eftir að hafa fylgst með skjól- stæðingum okkar sem í okkar ís- lenska samfélagi er ekki reiknað með að hafi neitt fram að færa! Annað sem var einkennandi fyrir andrúmsloftið á ráðstefnunni var sú athygli sem við fengum og stuðningur við uppbygg- ingu Fountain House á Islandi. Nú er formlega búið að stofna Klúbbinn Geysi með eigin kennitölu frá Hag- stofu Islands. Hugmyndin að nafn- inu eða áskorun um þessa nafngift kom frá Norðmanni sem við hittum á ráðstefnunni. Oftast tengist nafn klúbbanna gosbrunni, en við erum svo heppin að eiga okkar náttúrulega gosbrunn. Nafnið er einnig tákn fyrir mikinn kraft og það skilst vel um all- an heim. Það er kominn góður kjami áhugasamra félaga, búið er að gefa út bækling og fundir eru haldnir alla fimmtudaga kl. 14:00 í húsnæði Geð- hjálpar. Það sem enn vantar er hús- næði, fjármagn til rekstursins og sjálft styrktarfélagið. Markmiðið er að þetta verði allt til staðar fyrir lok næsta árs. Greinarhöfundar starfa á geðdeild LSP á Kleppi IÐJUÞJALFINN 2/97 29

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.