Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 12
GÓÐ SAMVINNA VIÐIÞÍ
ER NAUÐSYNLEG VflRÐ-
ANDIENDURMENNTUN
OG SÍMENNTUN. FÉLAGIÐ
HEFIIR SINNT ÁKVEÐINNI
MENNTUNARÞÖRFIÐJU-
ÞJALFA MEÐ ÞVÍ AÐ
STANDA FYRIR NÁM-
SKEIÐUM OG FRÆÐSLU
AFÝMSUTAGI.
mynd væri sú að standa fyrir alþjóð-
legri ráðstefnu um iðjuþjálfun, sam-
hliða námskeiðum fyrir iðjuþjálfa með
meistarapróf af öllum Norðurlönd-
unum. Það er einnig í umræðunni að
skoða ýmsa möguleika á framhalds-
námi fyrir íslenska iðjuþjálfa. VÐ
höfum reynslu af samstarfssamn-
ingi við Manchester háskólann Bret-
landi og í janúar síðastliðnum hófu
ellefu hjúkrunarfræðingar fjarnám
til meistaraprófs. Þeir eru mjög
ánægðir og er í alla staði vel vandað
til námsins. Kostnaður fjarnám af
þessu tagi er mun minni en ef nem-
endur færu út til námsdvalar og
samningurinn er okkur mjög í hag.
Æskilegt er að gera einhvers konar
samstarfssamning við erlendan há-
skóla um framhaldsnám í iðjuþjálf-
un og viðræður eru í gangi við Bar-
böru O'Shea, prófessor við Dal-
housie háskólann í Halifax. Kanada,
sem heimsótti okkur í september.
Það þarf að mennta stéttina enn bet-
ur því æskilegt er að sem flestir iðju-
þjálfar sem kenna nemendum,
hvort sem er í bóklegu eða verklegu
námi séu með framhaldsnám að
baki.
Ég vil taka fram að ég er þakklát
menntamálaráðherra fyrir að hafa
sýnt stofnun námsbrautarinnar
skilning frá upphafi sem og þeim
mörgu þingmönnum sem studdu
tillöguna á sínum tíma. Stuðningur
var mikill og það skipti verulegu
máli. Ég held að iðjuþjálfum hafi
einnig tekist að kynna málið vel og á
afar trúverðugan hátt, bæði við að
uppfræða fólk og vinna því fylgi á
þingi. Ég er ákaflega hrifin af fram-
göngu þeirra Snæfríðar og Guðrúnar
í öllu því sem frá þeim hefur komið.
Kynning á fræðigreininni hefur verið
fagmannleg og vakið virðingu bæði
fyrir stéttinni og faginu sem slíku,
segir Sigríður að lokum.
ÞL/AIE
Thermo
pac
ISLENSK FRAMLEIÐSLA
—hitabakstrar
í ap6te^
Eru með fyllingu úr sérstaklega
meðhöndluðum j arðleir.
- Framleiddir í þremur stærðum.
- Eru auðveldir að hita í vatni.
- Halda hitanum betur en áður hefur þekkst.
/ - Eru mjúkir og leggjast vel að líkamanum.
Eru með yfirborð úr plasti og bleyta
því ekki út frá sér.
Framleiddir úr Dalaleir af MEGIN ehf
sími 434 1312, Búðardal
12 IÐJUÞJÁLFINN 2/97