Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Blaðsíða 13
KttUA AF UMTM UiAtSM (UVU mm,0 wm um SÍC«T mmtt mm AI umr l IJSÍAÍVN tSiASOS Námið leggst vel í okkur en mikið að lesa Á kafi í bókalestri á lesstofunni aó Þingvallastræti. Spjatlað við tvo nemendur á iðjuþjálfunarbraut, þau Ólaf Örn Torfason 29 ára Akur- eyring og Ásbjörgu Magnús- dóttur 23 ára Reykvíking. au Ólafur Örn og Ásbjörg hafa bæði unnið á sambýlum fyrir fatlaða og hafa því reynslu af að vinna með fólki. Ólafur Örn er sjúkranuddari að mennt og starfar við það samhliða náminu. Hann segir að það sé erfiðara en hann bjóst við að vinna með skólanum, námið sé það strangt. Þau Ásbjörg og Ólafur Örn telja það nokkuð álag að samkeppnis- próf sé yfirvofandi en það hafi ekki mikil áhrif á annars góðan anda í hópnum, þetta sé jákvæður nem- endahópur. Um það bil helmingur nemenda kemur af höfuðborgarsvæð- inu. - Það skiptir miklu máli að auð- velt sé að fá vinnu að loknu námi. Hugur minn stefnir í þá átt að starfa með fötluðum bömum og vinna með hjálpartæki, segir Ásbjörg. Ólafur Örn tekur undir þetta með hjálpar- tækin en hefur jafnframt áhuga á að starfa með geðfötluðum. Þau eru sam- mála um það að mikið er að lesa, sér- staklega í líffærafræðinni. Námið leggst engu að síður vel í þau. Margir í hópnum eru ákveðnir í að reyna aft- ur, nái þeir ekki tilskildum árangri í fyrstu umferð, segja Ásbjörg og Ólaf- ur Örn að lokum. ÞL/AIE IÐJUÞJÁLFINN 2/97 13

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.