Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Síða 23

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Síða 23
og miklu meira út úr því að sitja undir stýri, fyrir honum er það aðal- atriði, en ekki aðeins leið að settu marki. • Iðja gefur tækifæri á vali og veitir stjórn á eigin iífi. Fólk öðlast val og stjórn á eigin lífi, við það að ákveða hvað það vill gera, hvernig og hvenær. Stjórn er hins vegar háð aðstæðum hverju sinni. Það þýðir lítt að ákveða að fara á skíði ef snjóinn vantar, eða að leggja í heimsreisu með tómt veski! • Iðja veitir jafnvægi og ánægju. Eins og vikið var að hér að framan gefa venjur lífi fólks reglufestu og ráða að miklu leyti því hvemig það skipuleggur gjörðir sínar. Það sem fólki finnst ánægjulegt tengist því hvemig það skipuleggur tíma okkar. Þetta er háð þroskastigi, lífsskeiði og samfélagi hverju sinni. Menning hefur einnig mikið að segja. Hér á landi er yfirleitt lögð mikil áhersla á störf, en tómstundaiðju gefinn minni gaumur. I sumum löndum er þetta á annan veg og fólk þar leggur meira upp úr félagslegu samneyti og frístundum. • Iðja er leið til að skipuleggja tíma. í gegnum iðju skipuleggur fólk tíma sinn í ákveðin mynstur, venjur og hlutverk. Við bestu aðstæður nær það að skipta tíma sínum svo að það geti hugsað um sig sjálft, notið lífs- ins og lagt sinn skerf af mörkum til þjóðfélagsins, bæði í félagslegu og hagfræðilegu tilliti. • Iðja er leið til að skipuleggja umhverfi. Venjur hafa einnig áhrif á það hvem- ig fólk skipuleggur umhverfi sitt, jafnt innan heimilis sem utan. Mis- munandi iðja gerir ólíkar kröfur til umhverfisins um staðsetningu og búnað. Á sama hátt ákvarðar sá efni- viður og það rými sem við höfum yfir aðráða hvaðaiðjuerhægtaðtakastá við. Ef einu atvinnumöguleikamir í bæjarfélagi tengjast sjávarútvegi og fiskvinnslu, þá hefur slíkt vemleg áhrif á tækifæri bæjarbúa til iðju. • Iðja er tekjulind. Iðja er leið til að sjá sér og sínum far- borða, hún skapar lífsviðurværi. Þetta skiptir að sjálfsögðu máli bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og sam- félagið í heild. Mat á iðju er oft tengd hagfræðilegu gildi hennar í samfélaginu, eins og við sjáum glöggt í mismuninum á launum þeirra sem starfa í heilbrigðisgeir- anum og við uppeldi og umönnun annars vegar, og hins vegar þeirra sem vinna á frjálsum vinnumark- aði. Þess ber að geta að iðja getur haft hagfræðilegt gildi þó hún skili sér ekki í beinum tekjum hér og nú. • Iðja hefur þjálfunarlegt gildi. Iðjuþjálfar auðvelda einstaklingum, hópum og almenningi að taka þátt í og móta þá iðju sem er þeim mikil- væg og stuðlar að auknu sjálfræði og lífsfyllingu. íhlutun iðjuþjálfa byggir á virkri þáttöku í verkum og athöfnum sem hafa þýðingu og tilgang (Elsa Friðfinnsdóttir, Guð- rún Pálmadóttir, Hermann Óskars- son og Snæfríður Þóra Egilson, 1997). I gegnum iðju lærir fólk að að skipu- leggja tíma sinn, fullnægja ákveðn- um tilgangi og ná jafnvægi í lífinu. Markviss notkun iðju getur ýtt und- ir þroska, sköpunargáfu og anda- gift, þjálfað hæfileika, auðveldað fólki að ráða við breytingar, finna leiðir til að takast á við streitu, breyta þrúgandi aðstæðum og aðlaga ytra umhverfi. I stuttu máli þá er iðja er leið til að ýta undir alhliða þroska, viðhalda færni, koma í veg fyrir röskun á færni eða draga úr áhrifum hennar. IÐJUÞJÁLFINN 2/97 23

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.