Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 33

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 33
\ k í* verið í aðalhlutverki. Iðjuþjálfar húa yfir sérþekkingu á þeim þáttum í U'fi fólks er lúta að færni og virkni við iðju. Nú til dags er sjónum beint að iðju fólks í víð- asta skilningi. - Ég tel að við höfum tapað þeirri sýn á manneskjuna um tíma, þegar iðju- þjálfar einbeittu sér að mestu að læknisfræðilegri nálgun. Nú er litið til skjólstæðingsins sjálfs, þarfa hans og langana í daglegu lífi. Það er skjól- stæðingurinn sem er sérfræðingur í eigin lífi og aðstæðum. Það er því okk- ar hlutverk að gera honum kleift að ástunda iðju sem hefur tilgang fyrir hann sjálfan og veitir honum gleði og vellíðan. Iðjuþjálfar í Kanada starfa enn innan hefðbundinna stofnana, á sjúkrahúsum og ýmsum endurhæf- ingar- og hæfingarstofnunum fyrir aldraða og fatlaða. Ég tel þó að íhlutun taki betur mið af þörfum skjólstæð- ingsins en áður og iðjuþjálfar leitist fyrst og fremst við að nálgast við- fangsefnin út frá þeim aðstæðum sem skjólstæðingurinn lifir og býr við. Það kallar á fleiri heimsóknir á heimili, skóla og vinnustaði sem eykur auð- veldar yfirfærslu í umhverfi viðkom- andi skjólstæðings þar sem hann stundar iðju sína. Þetta krefst mikils af iðjuþjálfum þar sem starfsemi á hefðbundnum stofnunum er kannski ekki sérlega skjólstæðingsmiðuð enn- þá. Við þurfum að hafa hugfast að hlutverk okkar er ekki að veita með- ferð í læknisfræðilegum skilningi, það er að „ gera eitthvað við" skjólstæðing- inn heldur að leiðbeina honurn, hvetja og aðstoða hann til þess að takast á við það sem gefur honum til- gang og bætir lífsgæði, segir Barbara. Stefnumótun Megin boðskapur í þróun iðjuþjálfunar birtist í bókinni „Enabling Occupation" sem er skrifuð af tíu höfundum. Fjöl- margir iðjuþjálfar vítt og breitt um Kanada unnu einnig að hugmyndum að efni bókarinnar. - Við gerð bókarinnar varð okkur bet- ur ljóst, hversu mikilvægt það er að hafa manneskjuna sjálfa í huga og það sem gefur lífi hennar gildi. Þá er átt við þann innri mátt sem býr í hverjum og einum og gerir það að verkum að fólk nær markmiðum sín- um í lífinu. Þetta hefur svo sem alltaf verið aðalinntak iðjuþjálfunar, þrátt fyrir að við misstum sjónar á þessari nálgun á tímabili. Ein af þeim hindr- unum sem við upplifum sem iðju- þjálfar er sú að við erum vön því að íhlutun sé einungis það að vinna með skjólstæðinginn, rnaður á mann og að óbein íhlutun sé ekki „alvöru vinna". Barbara O'Shea var fyrirlesari á vel sóttu námskeiöi í Norræna húsinu. IÐJUÞJÁLFINN 2/97 33

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.