Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 7
T Ö LV U M Á L | 7 breytinguna og trygga að hönnunin taki sem mest mið af kröfum notandans. Hvert notkunartilvik er síðan skráð niður sem prófanatilvik þar sem mögulegum útkomum viðkomandi aðgerðar er lýst. Þar sem vinnan við þróun er dreifð á milli nokkurra staða þarf að tryggja að allir aðilar sem koma að verkefninu hafi skýra mynd af því sem þarf að gera. Hver vara hefur aðalforritara sem sér um hönnun á notkunartilvikum/ prófanatilvikum. Við notum auk þess nokkur föst hönnunarrit sem vísað er í og er viðhaldið við breytingar. Það sem mestu skiptir eru notkunardæmin, sem eru skráð í gagnagrunn með ítarlegum lýsingum, og svo viðeigandi UML-rit eftir því hvaða vara eða kerfishluti á í hlut. Fyrir þær vörur sem byggjast á þjónustuviðmóti eru gerð flæðirit (sequence diagram) fyrir allar þjónustur. Ferlið fyrir hverja útgáfu byggist á því að á öllum stigum þess sé prófun eða staðfesting (V-líkan). 1. Í upphafi eru breytingabeiðnirnar skráðar niður og áætlaðar fyrir útgáfu. Heildarhögun og breytingar á högun er greind fyrir útgáfuna þar sem um meiri háttar breytingar er að ræða. Verkefnisstjóri og aðalforritari eru ábyrgir fyrir þessu stigi. Ákveðið er hver útfærir og hver prófar hverja breytingu fyrir sig fyrir útgáfuna. Á þessu stigi er stærri breytingum skipt niður í minni. 2. Fyrir hverja breytingarbeiðni er hönnunarfasi þar sem notkunartilvikum er breytt og ferlirit eru uppfærð. Í einstaka tilfellum eru prófunarklasar skrifaðir í hönnunarfasa. Aðalforritari er ábyrgur fyrir hönnunarfasanum. 3. Breytingin er útfærð af forritara sem notar vísanir í hönnunarteikningar og lýsingar á prófunum. 4. Hver breyting er prófuð sérstaklega af öðrum forritara og send aftur til forritara ef eitthvað bregst. 5. Hver breytingarbeiðni fer í skjölun þar sem gerð er uppfærsla á handbókum, breytinganótur og annað. 6. Aðalforritari og verkefnisstjóri samþykkja svo hverja breytingu. 7. Að minnsta kosti tveimur vikum fyrir útgáfu (fer eftir stærð útgáfunnar) er lokað á frekari breytingar og öll prófunartilvik eru prófuð rækilega. Gerð er vísun úr hverri breytingarbeiðni í prófunartilvikin þannig að hægt er að fara nákvæmlega í saumana á því hverju var breytt. Sérstök deild sér um þessar prófanir. 8. Á þessu stigi er gengið frá þeim skjölum sem eiga að fylgja útgáfunni. 9. Útgáfan er kynnt fyrir ráðgjöfum og dreifingaraðilum sem aftur koma með nýjar óskir og hugmyndir. Lykilatriðið við þetta ferli er að hvert stig þróunarferlisins felur einnig í sér prófun og staðfestingu samkvæmt gæðaferlum okkar. Allt vöruþróunarferlið er stutt með ferlum inni í verkefnastjórnunarkerfinu okkar í GoPro. Þar eru einnig geymd öll samskipti. Hver breytingabeiðni er skráð þar í þar til gert eyðublað sem einnig er aðgengilegt á vefnum. Öll eftirfylgni og ábyrgðardreifing er því sjálfvirk og verkefni hvers og eins eru skýr. Niðurlag Það að vinna eftir viðurkenndum þróunaraðferðum sem viðskiptavinir þekkja hefur reynst Hugviti mjög vel, sérstaklega í erlendum verkefnum þar sem mismunandi hefðir og verklag tíðkast. Þær aðferðir sem Hugvit nýtir við hugbúnaðargerð og verkefnisstjórn eru byggðar á traustum og þekktum grunni. Hugvit vinnur engu að síður að stöðugri þróun á þeim aðferðum sem fyrirtækið notar til að bæta gæði á vörum fyrirtækisins og hefur til dæmis aðlagað ofangreindar aðferðir sem tæpt hefur verið á talsvert að fyrirtækinu og viðfangsefninu og mun halda því starfi áfram. Valdís Friðbjörnsdóttir þróunarstjóri Sveinn Hannesson sölu- og markaðsstjóriþróunarstjóri hugbúnaðargerð PRINCE2-ferlarit: myndin sýnir ferla í PRINCE2 og hvernig þeir tengjast.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.