Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 12
1 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 3 Á margan hátt gegnir stærðfræðin sama hlutverk í hugbúnaðargerð og hún gerir í eðlis- og verkfræði. Eftir því sem tölvur verða aflmeiri, og um leið ódýrari, eykst notkun þeirra í samfélaginu. Framfarirnar í þróun vélbúnaðar hafa verið slíkar á undanförnum árum að það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að henda reiður á þá möguleika sem þær fela í sér. Þessar tækniframfarir kalla auðvitað á auknar kröfur til hugbúnaðargerðar. En þar sem hægt er að höndla mun erfiðari aðstæður en áður, verður líka mun erfiðara að hafa yfirsýn yfir þróun nýrra kerfa sem og virkni þeirra svo sem áreiðanleika, afköst og öryggi eftir að þróun lýkur. Sem dæmi um slík kerfi má nefna flókin stjórnarkerfi sem sjá um stjórn á umferð um lestarstöð og kerfi sem hafa yfirumsjón með yfirfærslum fjár og öðrum aðgerðum í fjármálafyrirtæki. Hlutverk slíkra stjórn- eða umsjónarkerfa er að höndla samskipti margra eininga eða jafnvel minni kerfa og hafa það hlutverk að tryggja að allt fari fram samkvæmt áætlun en það er oft afar erfitt. Sú grein innan tölvunarfræðinnar sem fjallar um að færa rök fyrir því á stærðfræðilegan hátt að hugbúnaður geri það sem til er ætlast, hefur verið nefnd sannprófun hugbúnaðar (e. software verification). Í þeirri aðferðafræði sem þessi grein býður upp á felst að áður en endanlegt kerfi er útfært, er búið til stærðfræðilegt líkan af því, oftast í formi stöðuvéla eða neta. Þá eru þessi líkön könnuð á formlegan hátt og þannig gengið úr skugga um að þau uppfylli sem flest af þeim skilyrðum sem krafist er af þeim. Þessi hluti sannprófunarinnar er gjarnan nefndur könnun líkana (e. model checking). Fyrir lestarstjórnkerfið þýðir þetta til dæmis að tryggt væri að innkomu lestanna á stöðvarnar sé raðað þannig að ekki hljótist slys af eða að kerfið sé óbrigðult (e. safe). Á sama tíma má ganga úr skugga um á stærðfræðilegan hátt að hugbúnaðar Anna Ingólfsdóttir, prófessor við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík kerfið sé öflugt eða með því að tryggja hámarksnýtingu (e.optimality). Fyrir fjármálafyrirtæki er eitt af markmiðunum að tryggja að kerfið sé óbrigðult með því að sjá til þess að aðgerðir verði alltaf framkvæmdar í réttri röð til að forðast forboðnar aðstæður sem valda fjárhagslegu tjóni. Með því að beita stærðfræðilegum aðferðum sem þróast hafa innan gervigreindar (e. artificial intelligence) er einnig mögulegt að þróa kerfi sem aðstoða við ákvarðanatöku með það að leiðarljósi að hámarka arð og/eða lágmarka áhættu fjármálafyrirtækja. Síðast en ekki síst má nefna það hlutverk sem stærðfræðin gegnir við að tryggja öryggi (e. security) hugbúnaðarkerfa. Þetta felst meðal annars í því að tryggja örugga notkun á veraldarvefnum, t.d. með því að sjá til þess að óviðkomandi hafi ekki aðgang að einkabanka fólks, greiðslur með krítarkortum yfir netið séu öruggar og áreiðanlegar og yfirleitt að tryggja að óviðkomandi hafi ekki aðgang að viðkvæmum gögnum. Það svið innan tölvunarfræðinnar, sem fjallar um stærðfræðilegar aðferðir í tölvunarfræði gengur undir nafninu fræðileg tölvunarfræði (e. theoretical computer science) en eins og getið er hér að ofan byggir gervigreind einnig í vaxandi mæli á stærðfræði. Sem dæmi um íslensk rannsókna- eða þekkingarsetur sem byggja starfsemi sína á stærðfræðilegum aðferðum má nefna Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) (http://www.ice-tcs.ru.is/) og Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík (CADIA) (http://ai.ru.is/) en einnig verður stofnað Þekkingarsetur fyrir örugg og áreiðanleg kerfi við Háskólann í Reykjavík í haust. Stærðfræði styður við gerð óbrigðuls, öruggs og öflugs

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.