Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 36
3 6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 7 Inngangur Þann 4 maí sl. hélt Skýrslutæknifélag Íslands ráðstefnu um háhraða fjarskipti í dreifbýli á Íslandi. Ráðstefnan fékk nafnið íslenskt Sveita Drauma Net (ISDN) en ISDN er einmitt sú tækni sem margir íbúar dreifbýlisins þurfa að reiða sig á til netfjarskipta og þó að ISDN tæknin hafi þótt byltingarkennd á sínum tíma eru flestir sammála um að hún uppfylli ekki þarfir nútímans. Markmið ráðstefnunnar var að upplýsa um stöðu fjarskiptamála í dreifbýlinu út frá sem flestum sjónarhornum og var því fulltrúum fjarskiptafyrirtækjanna, fulltrúa fjarskiptasjóðs, fulltrúum notenda og fyrirlesurum frá Háskólanum á Akureyri boðið að kynna sín sjónarmið. Í lokin fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna að kynna stefnu síns flokks í fjarskiptamálum dreifbýlisins. Eyþór Arnalds ráðstefnustjóri setti ráðstefnuna og síðan flutti Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri opnunarræðu. Þá hófst dagskráin og riðu fulltrúar fjarskiptafyrirtækjanna Mílu, Símans, Vodafone og WBS á vaðið. Fjarskiptafyrirtækin Eva Magnúsdóttir kynnti starfsemi Mílu en Míla er nýtt fyrirtæki sem stofnað var nýlega um reksturinn á grunnneti Símans. Hún kynnti einnig fjarskiptanet Mílu í dreifbýli sem samanstendur af ljósleiðurum og örbylgjusamböndum víða um land og lagði hún áherslu á að stöðugt sé unnið að endurbótum og þróun á stofnnetinu. Sæmundur Þorsteinsson talaði um nýja tækni sem leyst gæti vandamál dreifbýlisins. Annarsvegar talaði hann um CDMA 450 tæknina sem ætlað er að leysa gamla NMT kerfið af hólmi en þessi tækni býður ekki eingöngu uppá talmöguleika heldur einnig gagnaflutningsmöguleika. Hinsvegar talaði Sæmundur um WiMAX tæknina sem er öflug ný þráðlaus tækni sem svipar til WiFi tækninnar en hefur það einkum framyfir að geta veitt mikinn gagnahraða yfir langar vegalengdir. Sæmundur sagði einnig frá árangursríkum tilraunum Símans með WiMAX tæknina og útreikninga sem sýna fram á að ekki er mögulegt að veita WiMAX þjónustu í dreifbýli á Íslandi nema með styrkjum. Pálmi Sigurðsson frá Vodafone sagði frá ADSL IP útbreiðslu fyrirtækisins á landsbyggðinni. Hann talaði um að forsendur frekari uppbyggingar á landsbyggðinni væru ódýrari og sveigjanlegri tengingar við bakbein Ráðstefna um fjarskipti í dreifbýli á Íslandi haldin á Akureyri 4. maí síðastliðinn (ljósleiðara og örbylgju) og betra aðgengi að fjarskiptamannvirkjum. Hann lagði áherslu á að sú fjarskiptatækni sem valin yrði fyrir dreifbýlið yrði að vera stöðluð og reynd og að samstarf við staðkunna aðila væri nauðsynlegt. WBS (Wireless Broadband Systems) er nýtt fyrirtæki á íslenska fjarkskiptamarkaðinum sem nýlega hefur keypt fyrirtækin Emax, Atlassíma og Hive, en Emax hefur verið umsvifamikið í fjarskiptaþjónustu í dreifbýli á Íslandi. Einar Kristinn Jónsson frá WBS sagði mikilvægt að stjórnvöld hugsuðu fram í tímann og að byggt yrði upp fjarskiptanet sem dygði til framtíðar. Hann sagði frá því að WBS ætlaði að leggja áherslu á fjórðu kynslóð fjarskipta. Jafnframt upplýsti hann að fjórða kynslóð byði uppá mikinn gagnahraða sem gerði það mögulegt að veita þjónustu í dreifbýli svipaða þeirri sem veitt er í þéttbýlinu í dag. Sjónarmið notenda Þá var komið að fulltrúum notenda en þeir voru Jóhanna Harðardóttir frá Hvalfjarðarhreppi, Hrund Pétursdóttir frá e-sveit á Sauðárkróki og Unnsteinn Ingason ferðaþjónustubóndi úr Þingeyjarsveit. Jóhanna talaði um að sökum starfs síns sem blaðamaður væri mikilvægt fyrir hana að hafa áreiðanlega gagnflutningsþjónustu. Hún sagðist hafa undanfarin nokkur ár haft aðgang að þjónustu frá Emax en benti á að nauðsynlegt væri að tenging væri stöðug og ekki væri mikið um bilanir. Hrund frá e-sveit talaði um mikilvægi þess að bændur hafi góða fjarskiptamöguleika því að búin eru alltaf að verða vél- og tæknivæddari. Hún sagði frá því að bændur eigi yfirleitt eingöngu möguleika á ISDN sambandi sem bæði væri dýrt og svaraði ekki kröfum nútímans. Hún sagði einnig frá að betra netsamband gæti opnað fyrir margskonar möguleika fyrir bændur, til að mynda gætu bændur markaðssett sig og sínar vörur beint á Internetinu. Unnsteinn Ingason ferðaþjónustu bóndi frá Narfastöðum í Þingeyjarsveit flutti erindi um reynslu sína af WiMAX verkefni Símans og hvernig háhraða Íslenskt Sveita Drauma Net Magnús Hafliðason, varaformaður Ský og formaður undirbúningsnefndar segir frá ráðstefnunni

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.