Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 13
1 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 3 The Toyota Way- 14 Management principles from the world’s greatest manufacturer. Jeffery K. Liker. McGraw-Hill 2004 Hér er fjallað um grundvallarhugmyndafræði Toyota á mjög áhugaverðan máta. Bókin er afar skemmtileg aflestrar auk þess sem líkön eru skilmerkilega framsett. Loforðin á baksíðunni voru þó næstum búin að fæla mig frá að lesa bókina, fullyrðingar eins og “tvöfaldið eða þrefaldið hraða hvaða ferla sem er! “ virka ekki sérlega traustvekjandi. Innihald bókarinnar er margfalt betra er kápan. Toyota hefur orð á sér fyrir mikil gæði og góð afköst. Hér er fjallað um hugmyndafræðilegan bakgrunn fyrirtækisins, lífssýn stofnenda og hugmyndafræði stjórnenda þess. Samsvörun hugmyndafræði Toyota við Zen búddisma er sterk og afar áhugaverð. Yfirsýn er lykilhugtak þessarar hugmyndafræði sem og það að draga úr sóun á tíma, hráefni og hæfni starfsmanna. Annað megin þema er skýrleiki, hugsunin er að þegar allur óþarfi er fjarlægður (hvort heldur sem um er að ræða aukadrasl á verkstæði eða orðagjálfur í skjali) standi skýrt eftir það sem er þarft og gagnlegt. Með þessarri nálgun er ekkert pláss fyrir það sem er í raun ofaukið. Hnökrar eru fjarlægðir og menn eiga auðveldara með að sinna því sem raunverulega skiptir máli. Ferli og hlutverk eru mikilvæg og gríðarleg áhersla lögð á að þau séu öllum ljós sem og ábyrgð hvers og eins með það í huga að ekkert raski flæði. Markmiðið er að gera hlutina rétt og vel í fyrstu atrennu. Fari eitthvað úrskeiðis skal leita skýringa án þess að álasa, spyrja “hví ?” minnst fimm sinnum til að greina raunverulega rót vandans. Langtíma markmið - jafnvel á kostnað skammtíma hagsmuna eru grunnur framfara og nálgunin sú að vinna jafnt og þétt – eins og skjaldbakan- ekki hérinn. Viðhorf til tækninýjunga er afar jarðbundið, enginn asi og ekkert keypt né sett í notkun nema það henti klárlega verkefnum og mannskap ( en maður hugsar með sér..já –einmitt leyfa öðrum að finna böggana og bíða eftir betri útgáfum..) Að síðustu ber að nefna þá menningu innan Toyota að ala upp framtíðarstjórnendur innan fyrirtækisins í stað þess að kaupa inn einhverja ofurmanneskju sem ekki hefur sama hugmyndafræðilega bakgrunn og allir hinir í liðinu. Í stuttu máli er þetta áhugaverð lesning fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnun, framleiðni og því hvernig það einfalda er oft best. Toxic emotions at work. How compassionate managers handle pain and conflictl Peter J. Frost. Harvard Business school press 2003 Eiturefni finnast ekki eingöngu í náttúrunni -í dýrum og plöntum. Frost telur að við mannfólkið séum ekkert síðri í að eitra umhverfi okkar, en með öðrum leiðum. Bókin fjallar um tillfinningalega líðan í starfi. Raunveruleikinn er að hans mati sá að samskipti, orðalag og viðbrögð í kjölfar erfiðra aðstæðna líkt og getur gerst við yfirtöku/ samruna/miklar breytingar geti valdið það miklu álagi að manneskjur sem starfa við þau skilyrði eitri út frá sé. Fólk bregst þó við á mismunandi máta og fer í ólík hlutverk. Sumir verða baneitraðir – aðrir reyna að afeitra með að gerast svokallaðir „toxin handlers“. Í bókinni er fjallað um þessi mismunandi hlutverk og hvernig hægt er að vinna á jákvæðan og lausnamiðaðan máta að því að skapa vinnuumhverfi sem ekki er yfirkomið af spennu og eiturgufum. Fagmennska skipar mikinn sess, markmiðið er ekki að allir séu gríðarlega meðvitaðir og með hjartað á erminni heldur að nálgast viðfangið- vinnustað í góðu jafnvægi út frá þrem ásum. Forvörn, viðbrögðum og uppbyggingu. Forvarnir; felast í að byggja upp heilbrigðan vinnustað skipaðan mannskap með félagslega færni. Að styrklekar og veikleikar séu þekktir og menn fái stuðning til að bæta sig þar sem þörf er á. Viðbrögð; í erfiðum aðstæðum starfsmanns / starfsfélaga er mikilvægt að bregðast við ( ekki bara bíða eftir að allir brenni út!)- festa orð á hvað amar að og finna lausn sem er raunhæf og lausnamiðuð. Að lokum má ekki gleyma því að byggja upp það sem skaðaðist hvort sem það var traust, von eða starfsgleðin og er lögð áhersla á uppbyggingu. Á stundum fannst mér umfjöllunin hjá Frost jaðra við að vera væmin ( og bókakápan alveg skelfileg!) en það sem stendur upp úr er að að baki liggja heilmiklar rannsóknir á líðan í starfi og áhrifum hennar á framleiðni og velgengni. Toxic emotions er vel þess virði að lesa. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur í þróunarhóp heilbrigðissviðs TM Software // Bókarpistill

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.