Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 49

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 49
4 8 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 9 mismunandi vélbúnað, ólíka samþættingu við annan hugbúnað, ekki með sömu útgáfur og til að kóróna hlutina með mismunandi uppsetningu á sama hugbúnaði. Hver á að sjá til þess að endursköpun á veruleika viðskiptavina sé ávallt sem bestur? „Sendum þetta bara út- þau í Kúnnakoti finna þetta ef það er eitthvað merkilegt..“ Þetta er það hryllilegasta! Það eru enn forritararar sem finnst það í lagi! Að nota viðskipavinina til að prófa. Vill einhver sem þetta les prófa (óafvitandi) nýjan bíl með fullkominni aksturstölvu og ,,sjálfstýringu”? Mikilvægt og merkilegt Það hefur lengi loðað við að prófanir séu leiðinlegar og ekkert áhugavert við að eyða tímanum í þær. Takið eftir því að flestir tala um að “eyða” tíma í prófanir! Ekki sérlega jákvætt það. Við sem störfum í þessum geira eigum að ráðstafa og nýta tíma í prófanir. Og fagna hverri villu sem finnst ÁÐUR en varan okkar fer frá okkur. Því með því sköpum við betri vöru, kátari viðskiptavini og ánægðara starfsfólk. Nýtum prófunartímann fyrir prófanir- slíkt er gríðarlega mikilvægt fyrir gæðin. Það vill enginn búa til drasl. Eyður skrifar: Einhvern veginn er það svo að fólk deilir ekki sama tímaskyni og forgangsröðun. Í hugbúnaðarhúsum er það svo að skiladagurinn fyrir útgáfur er sífellt í umræðunni, oft hengdur upp á vegg og hamrað á honum. Kannski er það vegna þess sem forritarar halda að það sé tíminn þeirra - þau einfaldlega gleyma þessu smáatriði þarna í lokin sem kallast prófanir. Útgáfuferlið er svolítið eins og að reyna að koma bílfarmi af krökkum út úr húsi á réttum tíma. Ef maður vill leggja af stað á hádegi segir maður krakkaskaranum að allir VERÐI að vera klárir við bílinn kl.11.00. Svo tekur við hið sígilda “Ó nei! Ég gleymdi i-podnum! , Mamma- tókst þú ekki bakpokann minn? Mundi einhver eftir að fóðra köttinn?… .” Þegar öll brottfararringulreiðin er afstaðin og allir komnir í bílbeltin- þá er klukkan orðin tólf. Stundum velti ég því fyrir mér hvort forritarar haldi í alvöru að allt sem þeir gera muni virka eins og til er ætlast. Hugsa þeir þetta: “Hmm-allt er gert samkvæmt skýrum fyrirmælum og eðal hönnun og því ætti þetta að virka eins og til er ætlast og prófanir því einungis formsatriði.” ? Varla. Tíminn sem ætlaður er til verkanna er oft vanmetin, verk blása út og flækjustig forritunarinnar eykst. Og byrjar þá nagið í prófunartímann. Hvað er hvurs? Ef á að prófa sem best þarf að líkja eftir umhverfi notanda. Þeir eru með Hver át prófunartímann? -Forritunarfasinn liggur undir grun…

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.