Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 43
4 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 3 Til glöggvunar: Billjón eru 1000 milljarðar Billjarður eru 1000 billjónir Trilljón eru 1000 billjarðar Trilljarður eru 1000 trilljónir Kvaðrilljón eru 1000 trilljarðar Kvaðrilljarður eru 1000 kvaðrilljónir Kvintilljón eru 1000 kvaðrilljarðar Terabitar eru 1000 gígabitar Petabitar eru 1000 terabitar Exabitar eru 1000 petabitar Zettabitar eru 1000 exabitar Yottabitar eru 1000 zettabitar Millímetri eru 1000 Míkrómetrar Míkrómetri eru 1000 Nanómetrar Nanómetri eru 1000 Píkómetrar eða h-bar er Diracsstuðull (1,05457168 * 10-34 J*s ) sem sýnir Plancksstuðul í mælieiningunni Joule á radian á sekúndu í stað Joule á tíðni en þessir stuðlar eru notaðir til þess að lýsa stærð skammta (quanta) í skammtafræði. Joule(J) er sú orka sem þarf til þess að lyfta 1 Kg. í 10 cm. hæð af yfirborði jarðar. Lloyd byggir útreikninga sína á þekkingu okkar á eðlisfræðilögmálum enda hljóta mörk þróunar að vera eðlisfræðileg. Lloyd ímyndar sér hina fullkomnu kjöltuvél sem vegur 1 kg og fyllir rúmmál eins lítra og spyr hvaða takmarkanir lögmál eðlisfræðinnar setja á hraða slíks búnaðar. Orka hefur takmarkandi áhrif á hraða. Lloyd sýnir fram á í greininni að sú orka sem þarf til þess að framkvæma grundvallar rökaðgerð á tímanum ∆t er að meðaltali xxxxxxxxxxxxxx sem leiðir af sér að kerfi með meðal orkuna E getur mest framkvæmt 2E/µ aðgerðir á sekúndu. Orka hinnar fullkomnu kjöltuvélar er að meðaltali E=mc2=8,9874*1016J þar af leiðir getur hún mest framkvæmt 5,4258*1050 aðgerðir á sekúndu. Þetta samsvarar því að hún geti framkvæmt á tíunda hluta úr nanósekúndu allar reikniaðgerðir (hugsun) allra heila mannkyns síðustu 10.000 ára. En þá er miðað við að vélin sé að nota alla sína orku og allt minni í einu. Hiti slíkrar vélar yrði um milljarður (109) gráður Kelvin, og líklega ekki gott að vera með slíka vél í kjöltunni. Í efni í venjulegu ástandi telur Lloyd að hægt væri að ná 10 milljörðum kvintilljóna (1040) aðgerðum á sekúndu sem er umtalsvert minni hraði. Minnið í vél Lloyds er 10.000.000 Yotta bitar (1031). Rannsóknir Bing Fung og samstarfsmanna hans við Háskólann í Oklahoma hafa þegar sannað að hægt er að vista að minnsta kosti 50 bita af upplýsingum í einu vetnisatómi, þar með ætti að vera hægt að vista 1.000 Yotta bita (1027 ) í 1 kg af efni sem hefur um 10 kvaðrilljón (1025) atóm. Miðað við hina fullkomnu kjöltuvél Lloyds, er tölva með það reikniafl sem Kurzweil telur að verði aðgengileg hverjum manni árið 2045 hægvirk, en hann áætlar að heildar ársframleiðsla slíks búnaðar nái því þó að hafa um milljarð sinnum meiri reiknigetu en reiknigeta alls mannkyns í dag en venjulegar tölvur koma til með að yfirstíga reiknigetu mannsheilans um árið 2030. Það væri fáránlegt að halda því fram að slíkur búnaður hefði ekki greind langt umfram þá greind sem maðurinn hefur í dag og að allar meiriháttar uppgötvanir og rannsóknir verði gerðar af slíkum vélum, en ef spár Kurzweil ganga eftir um samruna tækni og lífs, sem verður að teljast nokkuð sennilegt að gerist, verða vísindamenn þessa tíma, verur sem við munum líklega kalla mannlegar þá en mundu falla undir skilgreiningu vélmenna í dag. up pl ýs in ga tæ kn in na r E nd im ör k þr óu na r

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.