Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Síða 5

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Síða 5
Formáli. Preface. Á árunum 1924—47 gaf Hagstofan út smám saman í heftum skýrslur mann- talsins 1703 með nöfnum og þeim upplýsingum öðrum, sem teknar voru á skrá. Var bókin gefin út I 500 eintaka upplagi og seldist það upp nokkrum árum eftir að síðasta heftið kom út. Rétt þótti að gefa manntahð út þannig eins og það lá fyrir, vegna þess mikla fróðleiks um land og lýð, sem það hafði að geyma. Þá ýtti það og undir útgáfu manntalsins, að það hafði varðveitzt heilt og óskemmt, og það hafði verið mjög vel úr garði gert í upphafi. Af þessuin sömu ástæðum ákvað Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri á sínum tíma, að unnið skyldi úr mann- talinu 1703 á sama hátt og öll önnur aðalmanntöl hafa verið unnin siðastliðin 100 ár. Var það verk unnið á Hagstofunni undir stjórn Þorsteins á árinu 1946. í Andvara 1947 (72. árg.) birtist ritgerð eftir hann um manntalið 1703. Var þar gerð grein fyrir tildrögum og framkvæmd manntalsins, varðveizlu manntalsskýrsln- anna og helztu niðurstöðum manntalsins. Á alþjóðafundi tölfræðinga í Washington 1947, þar sem Þorsteinn Þorsteinsson mætti sem fulltrúi íslands, lagði hann fram ritgerð um manntalið 1703, að miklu leyti sama efnis og ritgerðin í Andvara 1947. Var ritgerð þessi birt í prentaðri skýrslu um fundinn. Þegar liafizt var lianda um úrvinnslu manntalsins 1703, var gert ráð fyrir, að niðurstöðurnar yrðu, þegar henta þætti, birtar í hagskýrsluformi á sama hátt og niðurstöður lihðstæðra manntala. Þegar Þorsteinn Þorsteinsson hafði lokið við samningu Manntalsins 1950, tók hann að sér að fuhgera handrit að hagskýrslu um manntahð 1703. Bjó hann töflurnar, sem gerðar höfðu verið 1946, undir prentun, og jafnframt ritaði liann ýtarlegt yfirlit með helztu niðurstöðum o. fl. M. a. er þar í flestum yfirlitstöflum tilfærðar samsvarandi upplýsingar úr manntahnu 1950. Er sá samanburður stórfróðlegur. Þá má og geta þess, að á bls. 7—9 er gerð grein fyrir breytingum mannfjöldans frá 1703 til 1823. Á bls. 26 er birt, sem viðauki, bréf Árna Magnússonar og Páls Vídalín til sýslu - manna um töku manntalsins 1703. Þar aftan við er greinargerð á ensku og esperanto um manntahð og helztu niðurstöður þess. Venjulega er í hagskýrslum látið nægja að liafa enskar þýðingar fvrirsagna og aðalorða í töflum, en að þessu sinni þótti rétt að birta til viðbótar greinargerðir á erlendu máli. Ástæðan fyrir þessu er sú, að þar sem skráning íslendinga 1703 er eitt fyrsta manntal sinnar tegundar á seinni öldum, má gera ráð fyrir, að útkoma þessa heftis veki nokkra athygli meðal erlendra fræðimanna og áhugamanna á þessu sviði. Hagstofa íslands, í janúar 1960. Klemens Tryggvason.

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.