Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Blaðsíða 11
Manntalið 1703 9 1778 vantaði ekki nema um 500 manns til þess, að mannfjöldinn væri orðinn eins mikill og 1703. En 1779 fór fólki aftur að fækka, og eftir að Skaftáreldar komu upp 1783 og Móðuharðindin upp úr því, hrundi fólkið niður unnvörpum úr hungri og harðrétti, og auk þess úr bólusótt 1786, svo að á árunum 1784—86 fækkaði fólkinu í landinu um rúmlega 10 500 manns. Hafði svo gífurleg mannfækkun aldrei orðið síðan stóra bóla gekk. Á næstu 15 árum þar á eftir eða fram að aldamótum kom svo mesta mannfjölgunartímabilið, og vantaði þá ekki mikið á, að mann- fækkun móðuharðindanna væri upp unnin. En á nokkrum fyrstu árum 19. aldar- innar (1802—05) varð aftur mannfækkun og enn nokkru minni 1812—16, en að því frátöldu fjölgaði fólkinu smám saman, þar til það komst upp úr 50 þúsundum árið 1823 og náði hér um bil sömu tölu eins og 1703 eða fyrir 120 árum. Af þeim 99 árum til 1823, sem vitað er um mannf jölgun eða fækkun á hverju ári, voru 62 ár með mannfjölgun, er nam samtals 28 402 manns eða 458 á ári að meðaltali, en 27 ár með mannfækkun, sem nam samtals 21 691 manns eða 803 að meðaltali á ári. í töflu I (bls. 34-41) er yfirlit um mannfjöldann 1703 í hverri sýslu og hverjum hreppi á landinu. Er sú skipting á landinu svipuð og enn í dag. Á sýslunum hefur orðið mjög lítil breyting. Að vísu voru sýslumannsdæmi fleiri þá en nú, 23 á móts við 16 nú og eina sýslu, sem nú er orðin að kaupstað (Yestmannaeyjar). Aðeins 2 sýslur eru þó alveg horfnar, Hnappadalssýsla, sem nú er hluti af Snæfellsnes- sýslu, og Mið-Múlasýsla, sem hefur verið skipt milli Norður- og Suður-Múlasýslu. Hins vegar voru þá Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjarðar- og Mýrasýsla, Vestur- og Norður-ísaf jarðarsýsla og Austur- og Yestur-Skaftafellssýsla 8 sérstök lögsagnarumdæmi, en eru nú sameinaðar í 4. En þær eru enn sérstök sýsluumdæmi í sveitarstjórnarmálum. Auk þess sem Hnappadalssýsla og Mið-Múlasýsla hafa alveg horfið inn í aðrar sýslur, þá hafa líka sýslumörkin annars staðar breytzt þannig, að Seltjarnarneshreppur taldist 1703 til Gullbringusýslu, en nú til Kjósar- sýslu, og Bolungarvíkur- og Skutulsf jarðarhreppar, sem nú heita Hóls- og Eyrar- hreppar, töldust þá til Vestur-ísafjarðarsýslu, en nú til Norður-ísafjarðarsýslu. Ennfremur hcfur Fljótsdalshreppur færzt úr Suður-Múlasýslu í Norður-Múlasýslu. Hreppunum hefur aftur á móti fjölgað mikið við hreppaskiptingu, enda þótt nokkrir hafi fallið í burtu, vegna þess að þeir hafa orðið kaupstaðir, sem ekki falla undir sýslurnar, heldur eru hliðstæðir þeim. Árið 1703 voru hreppar 163 og engir kaupstaðir, en 250 árum síðar, við manntahð 1950, voru hrepparnir orðnir þriðj- ungi fleiri eða 216, auk 13 kaupstaða utan hrepps- og sýsluskiptingarinnar. 2. yfirlit sýnir mannfjöldann 1703 í einstökum sýslum (miðað við sýslumörk 1950) og — til samanburðar þar við — mannfjöldann í sömu sýslum 1950, að undanskildum kauptúnum með yfir 700 íbúa eða þeim, sem eru fjölmennari en fámennustu kaupstaðirnir. En íbúatalan í þessum kauptúnum er sýnd í öðrum dálki, ásamt íbúatölu kaupstaðanna, við þær sýslur, sem þeir eru klofnir út úr. Mannf jöldinn, sem talinn hefur verið í 2. dálki, hefur verið álíka mikill og mann- fjöldinn á öllu landinu 1703. En það vill svo til, að á svæðinu frá ísafjarðarsýslu til Austur-Skaftafellssýslu (að báðum sýslum meðtöldum) er þessi mannfjöldi í hverri sýslu — nema Skagafjarðarsýslu — hærri heldur en mannfjöldinn 1703, en í hinum liluta landsins lægri, nema í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Fjölgunin í sýsl- ununi norðan- og austanlands stafar þó mest frá kauptúnunum þar. Ef enn væri dregið frá fjölguninni þar íbúatala kauptúna með 300—700 íbúa, þá mundu aðeins 4 sýslur vera eftir með nokkra hækkun (Þingeyjarsýsla, Strandasýsla, Suður- og N orður-Múlasýsla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.