Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Blaðsíða 16

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Blaðsíða 16
14 Manntalið 1703 Að einungis rúml. 2% af börnum innan eins árs 1703 hafa verið talin 9—11 mánaða gömul (eða 39—51 vikna, ef lialdið er aldursákvörðun ungbarna, sem þá tíðkaðist), virðist í fljótu bragði styðja þá tilgátu, að mikið af elztu börnunum á 1. ári, t. d. þau veturgömlu, hefðu verið tahn eins árs. En á þessu er valt að byggja vegna þess, hve mikill hluti barnanna hefur verið aðeins talinn á 1. ári, án tilgreindr- ar viknatölu, og það má sjálfsagt gera ráð fyrir, að það hafi einmitt verið elztu börnin, sem helzt hafi orðið fyrir því, því að viknatala yngri barnanna hefur legið fólki í augum uppi, en erfiðara verið að hafa reiður á henni, eftir því sem vikunum fjölgaði, og líklega oftast alveg hætt að telja þær, þegar barnið fór að nálgast að verða ársgamalt. Hæsti aldur, sem talinn er í vikum í manntalinu, er 44 vikna. Ef ósundurliðaða liópnum eða mestum hluta hans væri bætt við 9—11 mánaða aldursflokkinn, mundi hann ekki lengur skera sig úr. Ef teknir væru nú saman allir yfir 6 mánaða, að viðbættum öllum hinum ósundurliðuðu, þá yrði sá hópur ekki nema rúml. '/3 af barnatölunni innan eins árs, þar sem hann hins vegar sam- kvæmt manntölunum á þessari öld vantar ekki mikið upp á helming. Þar sem mikill barnadauði vegna ills árferðis ætti ekki að bitna meir á þeim börnum, sem komin eru yfir fyrstu mánuðina, heldur einmitt öfugt, þá bendir þetta til þess, að framtalinu á börnum innan eins árs muni vera eittlxvað áfátt víðar en í Þing- eyjarsýslu. í viðaukanum við töflu II (bls. 43) er börnum á 1. ári í liverri sýslu skipt nánar eftir aldri og einnig tilgreind tala ársgamalla barna, sem auðvitað hækkar við það, ef börn á 1. ári eru talin ársgömul. Úr því að fengnar eru upplýs- ingar um bina einkennilegu aldursákvörðun barna á 1. ári í Þingeyjarsýslu, virðist við athugun á þessari skýrslu erfitt að komast hjá því að gera ráð fyrir, að sömu reglu hafi verið fylgt víðar, einkum í Yestur- og Norður-ísafjarðarsýslu, Stranda- sýslu og Rangárvallasýslu, því þar er varla um nokkurt barn að ræða á 1. ári yfir liálfs árs gamalt, og eru þar þó engir með óákveðinn aldur innan eins árs, enda er munurinn á tölu barna á 1. og 2. ári þar gífurlegur og miklu meiri en í öðrum sýsl- um. Sama máli gegnir um Dalasýslu og Borgarfjarðarsýslu, nema að aldursskipt- ingin er þar að öllu eða miklu leyti óákveðin. En þó að þessar undarlegu aldurs- ákvarðanir barna á 1. ári kunni að eiga töluverðan þátt í því, að 1. árgangurinn í manntalinu verður svo afar rýr, þá virðist samt litlum vafa bundið, að hin miklu harðindi á árunum næst á undan manntahnu hafi verið þess valdandi, hve allir yngstu árgangar þess eru fámennir. Þar sem bæði börn og gamalmenni voru tiltölulega fámennari 1703 heldur en nú, þá hljóta aldursflokkarnir í miðið að vera tiltölulega fjölmennari, enda gildir það um alla aldursflokka frá 15 ára til sextugs, að undanskildum einum. Það er aldursflokkurinn 25—29 ára, sem fæddur er kringum 1675. Hefur hann orðið liarðar úti í lífsbaráttunni heldur en aðrir aldursflokkar eða verið óvenjidega rýr í upp- hafi, og virðist það sennilegast. Á þessum aldri (25—29 ára) eru töluvert færri heldur en í næstu aldursflokkunum fyrir ofan (30—34, 35—39 og 40—44 ára) og í hinum síðasta (40—44 ára), sem fæddur er kringum 1660, er fólkið flest. Hann hefur orðið langdrýgstur, enda líklega stærstur í byrjun. 3. Hjúskaparstétt. Marital status. í töflu V (bls. 48) hefur landsfólkinu verið skipt bæði eftir aldri og eftir hjú- skaparstétt. Eftir hjúskaparstétt var skiptingin þannig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.