Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Side 17
Manntalið 1703
15
Karlar Konur
Ógiftir single................... 16 475 19 921
Giftir married................... 5 833 5 833
Ekkjufólk widowed ............... 559 1 737
Samtals 22 867 27 491
í fyrirmælimum um manntalið (sjá viðauka bls. 26) er það ekki tekið fram,
að lijúskaparstétt hvers manns skuli tilgreind. En það hefur verið gert ráð fyrir,
að svo muni samt yfirleitt hafa verið gert, og því hefur við úrvinnsluna það fólk
verið talið ógift, sem ekki var augljóst af manntalinu, að væri annað hvort gift
eða ekkjufólk. Sjálfsagt má því búast við, að ógiftir séu að einhverju leyti oftaldir,
en giftir og ekkjufólk vantalið.
4. yíirlit sýnir með hlutfallstölum, hvernig fólk yfir tvítugt skiptist eftir hjú-
skaparstétt samkvæmt manntalinu, bæði í heild sinni og sérstaklega milli tvítugs
og fertugs, fertugs og sextugs og yfir sextugt. Til samanburðar er sett tilsvarandi
skipting við manntalið 1950. Yfirlitið sýnir tiltölulega miklu fleira fólk ógift 1703
heldur en nú, en færra gift fólk og ekkjufólk. Nokkurn þátt í því kann það að
hafa átt, að ógift fólk hafi verið oftalið við úrvinnslu manntalsins 1703, svo sem
áður var á minnzt. En munurinn er svo mikill, að hann mun að mestu leyti vera
raunverulegur. 1950 var 55—56% karla og kvenna yfir tvítugt gift, en samkvæmt
manntalinu 1703 ekki nema rúml. 2/6 karla og tæpl. þriðjungur kvenna á sama
aldri. Það er ekkert óeðlilegt, þótt miklu fleira hafi verið um ógift fólk þá heldur
en nú, þegar litið er til hins mikla fjölda vinnufólks, sem þá var, og búast má við,
að margt hafi skort efni og jarðnæði til þess að geta reist bú, og enn meiri hömlur
munu hafa verið við giftingu sveitarómaga, sem voru ískyggilega margir um þær
mundir. Ekkjufólk var líka tiltölulega miklu færra þá en nú.
Ef litið er á hjúskaparhlutföll ungs, roskins og gamals fólks, þá sést, að 1703
4. yfirlit. Hjúskaparhlutföll á ýmsum aldri.
Proportional distribution of age groups by marital status.
1703
U hs "Si hc C 0 5 Giftir married 1-2 .2. s £á W 3 Samtals total 1 tc O Giftir <N H i í u Samtals
Karlar males
20—39 ára 754 237 9 1000 538 452 10 1000
40—59 267 681 52 1000 232 714 54 1000
60 ára og eldri and over 331 493 176 1000 165 588 247 1000
Alls 537 422 41 1 000 374 563 63 1000
Konur females
20—39 ára 717 265 18 1 000 396 577 27 1000
40—59 424 464 112 1 000 250 633 117 1000
60 ára og eldri 459 197 344 1 000 231 348 421 1000
Alls 573 329 98 1000 316 551 133 1000
1950
1) Hdr mcð talið fðlk I
including divorced persons.
óvígðum hjúskap including persons in de facto unions.
2) Hér með talið akilið fólk