Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Qupperneq 20
18
Manntalið 1703
staðar á landinu. Hefur ekki þótt þörf að geta þess í manntalinu við hvern ein-
stakan, þar sem þess hefur verið getið í jarðabókinni, livernig aðstæður væru á
hverri jörð að þessu leyti. Eftir þeim upplýsingum mun Skúli Magnússon land-
fógeti hafa farið, er hann gerði töflu um það, hvernig allur mannfjöldinn skiptist
niður á sveitabændur, sem engan sjávarafla liafa, sveitabændur, er nokkurn sjávar-
afla hafa um vor, og sjávarbændur, er liafa útveg vetur og vor. Tafla þessi, sundur-
hðuð eftir sýslum, er birt í Skýrslum um landshagi á íslandi ásamt fleiri upp-
lýsingum, svo sem áður er frá greint, en hér hefur hún verið tekin upp í 6. yfirlit
að því er mannfjöldanum við kemur. Skúli hefur hér skipt öllum landslýð, eins og
honum taldist hann, á landbúnað og sjávarútveg, og hefur því gert ráð fyrir, að
þeir, sem tilgreindu önnur störf, liafi eigi að síður jafnframt lifað á búskap sínum
til sveita og sjávar. Samkvæmt þessari skiptingu liafa rúml. 2/3 hlutar mann-
fjöldans eða 69% lifað af landbúnaði eingöngu, 15% liafa stundað nokkurn sjávar-
útveg jafnframt, en aðeins 16% hafa talizt til sjávarbænda, þar sem sjávaraflinn
hefur jafnvel verið meginstoð búskaparins.
Svo sem fyrir er mælt í bréfinu til sýslumanna um manntalstökuna, hefur í
manntalinu verið getið um ýmis störf manna, en þau hafa yfirleitt ekki útilokað
hin almennu búskaparstörf, því að jafnvel allir embættismenn voru þá jafnframt
bændur. í töflu VIII, B-lið (bls. 54) eru talin upp ýmis slík störf eða stéttarheiti,
sem komið hafa fyrir í manntahnu. Fjölmennastir eru hreppstjórar, 670, en auk
þeirra eru 43 lögréttumenn, 25 sýslumenn og aðrir valdsmenn og 7 böðlar. Prestar
voru taldir 245, að meðtöldum 14 próföstum, og liefur þá komið 1 % prestur á
hvern hrepp að meðaltali. Kennarar og skólalærðir voru taldir 32 og skólapiltar 76.
í verzlunarstétt voru aðeins taldir 5 menn, en aftur á móti 6 fálkafangarar. Af
iðnaðarmönnum voru ekki aðrir en 2 bókbindarar og svo mikill fjöldi af smiðum,
108 alls, en á þeim sést greinilega, að ekki hefur verið fylgt sömu reglu í öllum
sýslum um, hvað telja skyldi. í töflu VIII, sem er sundurliðuð eftir sýslum, eru
70 smiðir taldir í Þingeyjarsýslu og 16 í Snæfellsnessýslu, en aðeins 22 í öðrum
sýslum (9), og í 12 sýslum er enginn talinn. Sama máli gegnir og um ýmis störf,
sem eru sérstök tegund heimilisstarfa, svo sem þjónustumenn og konur, smalar og
vikapiltar og stúlkur o. fl. Auk þeirra, sem taldir eru í töflu VIII B, var einn maður
í manntalinu talinn skáld og annar medicus et artifex (læknir og listamaður). Var
hinn fyrri Guðmundur Bergþórsson, húsmaður, visinn, 46 ára, í Brandshlíð hjá
Arnarstapa, en hinn síðar nefndi Hjálmar Erlendsson, bóndi á Nefsstöðum í Stíflu,
77 ára að aldri.
E. Heimili.
Households.
Það má teljast einn mesti kostur manntalsins 1703, hve mikla fræðslu það
veitir um heimilin á landinu. Þar má fá allnákvæma skiptingu á allri þjóðinni
eftir heimilisstöðu hvers manns.
í töflu V (bls. 48) er öllu landsfólkinu skipt eftir heimilisstöðu þess. Yfirlit
yfir þá skiptingu er í 7. yfirlitstöflu. Á henni sést, að fjölskyldurnar sjálfar ásamt
skylduliði þeirra voru hér um bil 2/3 allrar þjóðarinnar, tæpl. x/5 var vinnufólk og
x/7 var ósjálfbjarga fólk, niðursetningar og flakkarar.
Það telst svo til, að 1703 hafi verið alls á landinu 8 191 heimih, og koma þá
6,1 manns á hvert þeirra að meðaltali. En af þessum heimilum voru 567 eins manns
heimili, og 2 heimili (í Skálholti og á Hólum) voru miklu stærri en öll önnur, milli