Hagskýrslur - Hagtöluárbækur - 01.01.1967, Síða 266
248
Heimildir : Upplysingar frá hagfræSideild SetSlabankans. Hagtíðindi. Fjármála-
tíðindi.
Skýringar : Hinn 13. júní 1922 tóku bankamir fyrst upp opinbera skráningu á er-
lendum gjaldeyri. Fram til 1920 var sama gengi á íslenzkri krónu og danskri
gagnvart öðrum gjaldeyristegundum, en 1920-1922 komst sérstakt verð á íslenzka
krónu gagnvart danskri, þótt það kœmi ekki fram við opinbera skráningu fyrr en
í júní 1922. - Desembertölur í töflunni ( b ) eru meðalgangi í þeim mánuði 1922 -
1939, en gengi í árslok eftir það. - Þegar gengi enska pundsins féll í september
1931, var íslenzka krónan látin fylgja því. Hélzt því gengi sterlingspunds óbreytt,
en gengi annars gjaldeyris hækkaði. Með gengislækkun íslenzkrar krónu 4.apríl
1939 var sölugengi sterlingspunds hækkað í kr. 27,00 og annarrar erlendrar
myntar í samræmi við það. Jafngilti þetta 18% gengislækkun ísl.krónunnar eða
22 0/0 hækkun á erlendum gjaldeyri. Hið óstöðuga gengi pundsins í stríðsbyrjun
( það féll um 16 0/0 gagnvart gulli á árinu ), hafði þau áhrif, að íslenzka krón-
an hætti að fylgja því. I bráðabirgðalögum nr. 50 frá 18. sept. 1939 var m. a. þetta
ákveðið : " Ef gengi sterlingspunds gagnvart dollar breytist þannig, að færri
dollarar verði í sterlingspundi en 4,15, skal sölugengi erlends gjaldeyris ákveð-
ast þannig, að sölugengi dollars verði kr.27,00 : 4,15, og annars erlends
gjaldeyris f samræmi við þaðÞegar þetta lagaákvæði kom til framkvæmda,
hafði íslenzka krónan fallið mikið gagnvart dollar, og á árinu hafði hún alls fall-
ið um 27 0/0. Gullgildi hennar í árslok 1939 var 33,90 0/0. - Pundgengið hélt
áfram að falla fyrstu mánuði ársins 1940, en eftir hernám Breta í maí það ár
var samið við þá um fast gengi á pundi, kr. 26,22. Hélzt það óbreytt til marz
1950. Dollaragengið var óbreytt allt árið 1940, kr. 651,65 á 100 dollara, en
4. aprfl 1941 var það lækkað í kr. 650,50 til samræmingar dollar-pundgenginu
í London. Þetta dollaragengi hélzt óbreytt þar til í september 1949. Gengis-
skráning á öðrum gjaldeyri en dollar og pundi féll niður öll stríðsárin, en var
tekin upp aftur í stríðslok. - Hinn 18.september 1949 var sterlingspundið fellt
um 30,5 0/0, þannig að 2,80 dollarar jafngiltu 1 pundi í stað 4,03 dollara áður.
íslenzka krónan fylgdi pundinu. - Með lögum nr. 22 frá 19.marz 1950 var gengi
íslenzku krónunnar lækkað um 42,6 0/0 frá og með 20.marz.Það jafngilti 74,3 0/0
hækkun á gengi erlends gjaldeyris. - Með lögum nr. 4 frá 20.febrúar 1960 var
ákveðið, að stofngengi ísl.krónunnar skyldi vera kr. 38.00 hver bandarískur dollar,
og annar gjaldeyrir í samræmi við það. Lögin heimiluðu, að ákveða mætti kaup-
og sölugengi á dollar, er viki ekki meira en 10/0 til hvorrar hliðar frá stofngengi.
Var kaupgengi ákveðið kr. 38,00 og sölugengi kr. 38,10 hver bandarískur doll-
ar. Nýja gengið kom til framkvæmda 22.febrúar 1960, en skráningin hafði verið
felld niður á sölugengi frá 29. janúar. Gengislækkun krónunnar nam 57,2 0/0
miðað við skráð gengi, og samsvarandi hækkun erlends gjaldeyrisgengis 133,5
0/0. Með bráðabirgðalögum nr. 79 frá 1. ágúst 1961 var Seðlabanka Islands
fengið vald til að ákveða, að fengnu samþykki ríkisstjómarinnar, stofngengi
ísl.krónu gagnvart erlendum gjaldeyri. Eftir útgáfu bráðabirgðalaganna felldi
Seðlabankinn niður skráningu erl. gjalúeyris frá og með 2. ágúst og ákvað að
nýtt stofngengi ísl.krónu skyldi vera kr. 43,00 hver bandaríkjadollar. Seðla-
bankinn ákvað jafnframt, að kaupgengi skyldi vera kr. 42, 95 og sölugengi
kr. 43,06, og var annar gjaldeyrir skráður í samræmi við það. Nýtt gengi
kom til framkvæmda 4.ágúst 1961. - Frá l.janúar 1966 er innheimt 1/2 0/0
gjald af allri gjaldeyrissölu bankanna, að undanskildum námsgjaldeyri, svo að
raunverulegt sölugengi dollars erþvíkr. 43,28.
Þess er að gæta, að hið opinbera gengi erlends gjaldeyris hefur ekki
alltaf verið virkt gengi, og sérstaklega á þetta við tímabilið 1951-60. Frá árs-
byrjun 1951 og þar til í desember 1956 var hið svonefnda bátagjaldeyriskerfi í
gildi, en samkvæmt því voru innflytjendur sumra vara látnir greiða álag
( lengst af 26 0/0 eða 610/0 ) á gjaldeyri til kaupa á þeim, og runnu tekjur af
því sem útflutningsuppbætur til bátaútvegsmanna og vinnslustöðva bátafisks