Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Qupperneq 6
6 Fréttir Vikublað 16.–18. desember 2014 Lasið launakerfi lækna n Ein milljón á spítala og önnur á stofunni n Mikill aðstöðu- og launamunur B yrjunarlaun almennra lækna með sex ára nám að baki eru samkvæmt launa- taxta 340 þúsund krónur fyrir fulla dagvinnu. Laun þeirra hækka eftir kandídatsárið upp í um 370 þúsund krónur og loks upp í 425 þúsund krónur á mánuði og laun sérfræðinga upp í 550 þúsund krón- ur. Þetta kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur (Bf) í óundirbúnum fyr- irspurnatíma á Alþingi í gær. Hún sagði að við 37 til 40 ára aldur gætu grunnlaun lækna hækkað í um 600 þúsund krónur á mánuði. Þetta væru staðreyndir málsins. Björt spurði af þessu tilefni út í fyrri ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, um að laun læknanna væru 1.100 þúsund krónur á mánuði og laun sérfræðinganna um 1.350 þúsund krónur. Bjarni kvaðst hafa átt við heildar- laun og báðir aðilar við samn- ingaborðið í kjaradeilu lækna og ríkisins yrðu að bera ábyrgð á sam- setningu launanna. Laun fyrir dag- vinnuna væru vissulega of lágt hlut- fall heildarlaunanna en svona hefðu menn samið á undanförnum árum og báðir aðilar bæru ábyrgð á því. Það væri hins vegar óhugsandi að kröfur læknanna yrðu til þess að launakostnaður ríkisins hækkaði um 50 prósent. Þá sýður upp úr Sighvatur Björgvinsson var heil- brigðisráðherra á árunum 1991 til 1995 í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þekkir söguna á bak við þann kjara- og aðstöðumun sem skapast hefur milli lækna sem einvörðungu vinna á sjúkrahúsum og innan heilsugæslunnar annars vegar og hinna sem reka einkastofur og ekki ósjaldan samhliða launuðum störfum á sjúkrahúsum. Hann bendir á að ítrekað hafi ver- ið reynt að draga úr misræminu milli launakjara á sjúkrahúsum og launa- kjara sérfræðilækna í sjálfstæðum rekstri. „Það var gert fyrir nokkrum árum þegar settar voru um það regl- ur hjá Landspítalanum að yfirlækn- ar mættu ýmist alls ekki eða að mjög takmörkuðu leyti reka sínar eigin stofur í sjálfstæðum rekstri. Ein- hverjum árangri mun það hafa skilað en vandinn er sá, að mikið launabil er milli þeirra sérgreinalækna sem einvörðungu starfa á sjúkrahúsum og hinna, sem jafnframt hafa tekj- ur sínar af stofurekstri. Sumar sér- greinar innan læknavísindanna eru einfaldlega þannig, að einkarekstur stofu hentar alls ekki. Verði núver- andi deila leyst með því að auka tekjumöguleika þeirra lækna, sem starfa á sjúkrahúsum en hafa um leið meirihluta tekna sinna af stofu- rekstri, en fastráðnir sjúkrahúslækn- ar sem ekki reka stofur sitji að mestu eftir, þá er ég hræddur um að upp úr muni sjóða.“ Veikleikarnir Fram kom í úttekt DV í síðustu viku að um 340 sérfræðilæknar hafi að jafnaði fengið nær 16 milljón- ir króna greiddar hver og einn frá Sjúkratryggingum Íslands á síðasta ári gegn framvísun reikninga. Ótil- tekinn fjöldi þessara lækna starfar einnig í hlutastarfi eða jafnvel fullu starfi á sjúkrahúsunum. Greiðslurn- ar eru æði misjafnar eftir grein- um enda virðast einkareknar stofur ráða vel við suma þætti heilbrigð- isþjónustunnar. Fjárfrekar einka- reknar stofur eru til dæmis á sviði augnlækninga, bæklunarlækninga, barnalækninga, háls-, nef- og eyrna- lækninga og svæfingarlækninga. „Sjúkrahúsin eru í senn upp- tökustaður fyrir sjúklinga sérfræði- lækna á stofum – því flestir þeirra sækja verulegan hóp sinna sjúklinga inn á sjúkrahúsin og sinna þeim svo að hluta til á einkastofum sínum. – Sjúkrahúsin verða svo „varaskeifa“ ef eitthvað fer úrskeiðis í meðhöndl- un á einkastofum því þá geta sér- greinalæknarnir innritað sjúklinga til sín á sjúkrahúsinu til meðferðar,“ segir Sighvatur. „Auk þess virka sér- fræðilæknar í mörgum tilvikum sem starfsmenn frumheilsugæslunn- ar í stað þess að sinna sérgreinum sínum. Fólk fer til þeirra vegna veik- inda eins og einfaldra sýkinga í stað þess að sækja þjónustu heilsugæslu- stöðva eða heimilislækna sem er miklum mun ódýrara bæði fyrir samfélagið og heimilin.“ Tvö kerfi að störfum samtímis Í rauninni eru tvö kerfi við lýði á Ís- landi samtímis að mati Sighvats. „Annað þeirra á landsbyggðinni þar sem heimilislæknar sinna hlutverki sínu sem eins konar sérfræðilegir umboðsmenn sjúklinga í heilbrigðis- kerfinu. Menntun þeirra gerir þeim fært að sinna ýmsum heilsuþörf- um fólks en jafnframt að veita sér- fræðilega ráðgjöf um hvert eigi að sækja læknishjálp ef frumþjónustan dugar ekki til. Þessir umboðsmenn sjúklinga í kerfinu fá svo allar upp- lýsingar um framhaldsmeðferðina; hvert sjúklingur fer, hvað við hann er þar gert og hver árangurinn er. Hitt kerfið er svo notað á höfuð- borgarsvæðinu. Þar virðast yfirvöld vera sátt við að mikill fjöldi Reyk- víkinga eigi sér engan umboðs- mann (heilsugæslulækni) í heil- brigðisþjónustunni en sæki þess í stað ráð, lyf og lækningu að eigin vali til sérfræðilækna þar eð heim- ilis- og heilsugæslulæknar anna engan veginn eftirspurninni. Einn og sami sjúklingur getur þannig ver- ið til meðferðar hjá mörgum sér- fræðingum jafnvel í sömu sérgrein jafnvel þó að engin þörf sé á nein- um sérgreinalækni til þess að sinna hans þörfum, hvað þá heldur mörg- um í sömu sérgrein. Enginn þessara sérgreinalækna hefur svo hugmynd um hvað hinir eru að gera við einn og sama sjúklinginn og enginn sem hefur undir höndum hvar hann hef- ur verið, hvað við hann hafi verið gert og hver hafi verið árangurinn. Þetta er að allra áliti, nema sér- greinalækna, illa farið með fé, illa nýtt sérfræðiþekking og illt að meta árangurinn.“ Eykur kostnað og dregur úr skilvirkni Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in (WHO) hefur fastmótaða stefnu í skipulagningu heilbrigðismála sem hún hefur ráðlagt jafnt Íslending- um sem öðrum að nota. „Sú stefna,“ segir Sighvatur, „felst í að byggja upp sams konar kerfi og stuðst er við víð- ast hvar úti á landsbyggðinni þar sem heimilislæknar eru umboðs- menn sjúklinga í kerfinu, jafnt hjálp- arhendur sem sérfróðir ráðgjafar um sérgreinameðferð ef þarf og þar sem þeir hafa jafnframt undir höndum upplýsingar um alla þá læknismeð- ferð sem viðkomandi hefur notið sem og árangur hennar. Hér á landi skortir mjög slíkar upplýsingar um sjúklinga, sem leita hjálpar í kerfinu, en í nágrannalöndunum eru þessar upplýsingar taldar vera einhver þýð- ingarmestu hjálpartæki sem læknar hafa þegar þeir taka ákvarðanir um meðferð við hvers kyns sjúkdómum, ekki hvað síst erfiðari meðferðir. Síðari heilbrigðisráðherrar hafa oft ýjað að því að þörf væri á að taka upp tilvísanakerfi en aldrei lagt í það. Sif Friðleifsdóttir (Framsóknar- flokki) fann til dæmis upp nýtt heiti á kerfinu, valfrjálst stýrikerfi, eins og hún kallaði það og ræddi oft um nauðsyn slíks. Valfrjálsa stýrikerfið hennar var þó bara annað nafn á til- vísunarkerfinu, sem forveri henn- ar – og flokkssystir – lét verða sitt fyrsta verk að afnema. Sif átti við til- vísanakerfi þar sem ódýrara væri fyr- ir sjúkling að fara til sérgreinalæknis með tilvísun frá heilsugæslulækni en dýrara yrði að fara án slíkrar tilvísun- ar. Þetta var nákvæmlega sama kerfi og byggt var upp á minni tíð og hafn- ar voru viðræður við sérgreinalækna um framkvæmd á þegar nýr ráðherra kom að málinu. Nú er grunnheilbrigðisþjónust- an, heilsugæslan og heimilislækna- þjónustan, hins vegar orðin svo veik, einkum á höfuðborgarsvæðinu, að eins og sakir standa getur hún ekki tekið á sig það álag sem myndi fylgja því að tekið yrði upp tilvísanakerfi.“ Kjarni vandans ekki ræddur Sighvatur segir að sjaldan sé kjarni vandans ræddur. Menn séu upp- teknir við að stoppa upp í göt á slitn- andi flík. „Nú snýst öll umræðan, þegar hlé er gert á umræðunni um verkfall lækna, um nauðsyn þess að byggja nýjan Landspítala. En hitt gleymist; hvernig á að kosta rekstur þess mannvirkis. Segjum svo að fyrir kraftaverk risi hér nýr Landspítali yfir nótt. Hvað um mannskapinn, sem þarf til þess að reka þá steinsteypu? Hann er ekki starfandi á Landspítal- anum í dag. Og hvað um tækjabún- aðinn? Þó steinsteypan komi á einni nóttu, hvar eru þá þau dýru tæki, sem þarf svo steinsteypan komi að fullu gagni? Um þetta ræðir enginn. Menn ræða bara um nauðsyn meiri stein- steypu í gær og á morgun, um verk- fall lækna í dag, um skort á hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum eftir helgi, um ónýt og úr sér gengin tæki milli jóla og nýárs og svo framvegis. Aldrei er rætt um sjálft vandamál- ið í hnotskurn; vangetuna til þess að kosta rekstur mannvirkis í heilbrigð- isþjónustu, sem er miklu stærra og meira langvarandi vandamál en ein og sér kaupin á steypunni.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Sjúkrahúsin verða svo „varaskeifa“ ef eitthvað fer úrskeiðis í meðhöndlun á einkastof- um því þá geta sérgreina- læknarnir innritað sjúk- linga til sín á sjúkrahúsinu til meðferðar. Ábyrgð lækna Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir hlut daglauna í kjörum lækna vissulega lágan en þeir beri einnig ábyrgð á kjara- samningum sínum. Mynd SigTryggur Ari Kjarni málsins ekki ræddur Sighvatur Björgvinsson var heilbrigðisráðherra á árunum 1991 til 1995. Vaxandi ahyggjur Björt Ólafsdóttir (Bf) bendir á að lægstu grunnlaun lækna séu að- eins 340 þúsund krónur án auka- og yfirvinnu. Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.