Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 16.–18. desember 2014 K ona sem búið hefur við heimilisofbeldi síðastliðin þrjú ár óttast að hún muni þurfa að verja jólunum í Kvennaathvarfinu. Á með- an býr ofbeldismaður hennar frítt í íbúðinni hennar. Maðurinn viður- kennir bæði fíkniefnaneyslu og heimilisofbeldi á upptöku sem DV hefur undir höndum. Engu að síður heldur hann forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. Lamdi hana aldrei Konan treystir sé ekki til þess að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir fyrrverandi kærasta síns, en verður hér eft- ir kölluð Rósa. Viðtalið var tekið á ensku en birtist hér í íslenskri þýð- ingu. Rósa er frá Bandaríkjunum en flutti hingað til lands árið 2008 með íslenskum eiginmanni sínum. Þau skildu skömmu síðar en eiga saman tvö börn sem nú eru átta og tíu ára. Rósa er vel menntuð og er í góðu starfi hjá bandarísku fyrirtæki hér á landi. Hún kynntist manninum sem um ræðir á kaffihúsi í Reykja- vík árið 2011. Þegar þau höfðu ver- ið saman í rúmt hálft ár keypti Rósa sér íbúð, sem er eingöngu á henn- ar nafni. „Hann flutti inn til mín á þeim tíma og stuttu síðar komst að því að ég var barnshafandi,“ rifjar Rósa upp. „Þegar við byrjuðum að búa saman tók ég fljótlega eftir því að hann átti við áfengisvandamál að stríða og ofbeldið hófst þegar ég var ólétt. Hann lamdi mig aldrei, held- ur þrengdi hann að hálsinum á mér eða henti hlutum í mig.“ Af þessari ástæðu segist Rósa hafa verið lengi að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún hafi verið beitt ofbeldi. „Þegar ég var komin nokkra mánuði á leið ýtti hann mér niður á rúmið og hélt um hálsinn á mér. Ástæðan var sú að ég var alltaf kvarta yfir því að hann væri alltaf úti að drekka á meðan ég var ólétt,“ segir Rósa um fyrstu skiptin sem hann beitti hana ofbeldi. Síbrotamaður Á þessum tíma var Rósa farin að heyra sögusagnir um manninn frá öðru fólki. Sögusagnirnar voru á þá leið að hann hefði margsinnis farið í meðferð, verið handtekinn fyrir líkamsárás og að barnsmóðir hans hefði ekki leyft honum að hitta þrettán ára dóttur sína frá því hún var tveggja ára. Þá á maður- inn langan sakaferil og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás, þjófnað, fíkniefnalaga- brot og nokkrum sinnum fyrir ölv- unarakstur. Hann var síðast hand- tekinn í apríl síðastliðnum fyrir vörslu á fíkniefnum og fyrir að hafa undir höndum ólögleg vopn. Hann bíður þess nú að hefja afplánun í fangelsi fyrir dóm sem hann hlaut árið 2009. Lagðist inn á spítala Ofbeldið hélt áfram en sem fyrr seg- ir leit Rósa aldrei á þetta sem heim- ilisofbeldi þar sem lamdi hana ekki. Í fyrrahaust lagðist Rósa síðan inn á spítala. „Ég fór á spítalann til þess að tala við sálfræðing því ég var við það að fá taugaáfall,“ útskýrir hún. „Mér hafði verið sagt að sálfræðingarnir væru með opinn tíma á daginn svo ég fór og sagði sálfræðingnum sem ég talaði við frá aðstæðunum á heimilinu.“ Rósa var spurð hvort hún vildi dvelja hjá þeim eitthvað lengur. Stundum væri mæðrum leyft að dvelja þarna með börnum sínum, tala við sálfræðingana og fá smá fjarlægð frá aðstæðum sínum. Rósa tók þessu tilboði fagnandi. „Þetta var eins og að fá frí,“ segir hún. Rósa dvaldi á sjúkrahúsinu í tvær vikur og kom því heim um miðjan október á síðasta ári. Hana grunaði hins vegar ekki að maður- inn ætti eftir að nota spítalavistina gegn henni allar götur síðan. „ Eftir að ég var á spítalanum byrjaði hann að tilkynna mig reglulega til barna- verndarnefndar. Hann sagði að ég væri geðveik og væri ekki hæf til þess að annast börnin mín,“ segir hún. Erfið jól Síðustu jól reyndust Rósu erfið, sér- staklega jóladagur. „Hann sagðist ætla á barinn að drekka,“ rifjar hún upp. „Ég grátbað hann um að gera það ekki. Þetta væru mín jól. Börn- in mín voru þarna og við vorum að fagna jólunum að bandarískum sið. Hann sagði hins vegar aftur og aftur að svona væru ekki hans jól. Honum væri alveg sama. Hann var þegar búinn að fá sér nokkra drykki og fór út en kom aftur heim um kvöldið. Þegar hann kom heim byrj- aði hann á því að henda fartölvunni minni í eldri börnin mín. Þau voru að horfa á bíómynd en hann vildi að þau færu í rúmið,“ segir Rósa. Hún segir manninn næst hafa gengið berserksgang um íbúðina og þegar hann byrjaði að brjóta glerið í eld- hússkápunum hringdi Rósa í lög- regluna. „Þá hljóp hann inni í her- bergi, fullklæddur, lagðist í rúmið og þóttist vera sofandi. Þegar lög- reglan kom fór hún inn í herbergi og ég heyrði í honum þykjast vera að ranka við sér. Lögregluþjónarnir fundu strax áfengisstækjuna af hon- um og sáu að hann var mjög drukk- inn. Þeir spurðu mig hvað ég vildi og ég sagðist vilja hann út af heim- ilinu.“ Lögreglan fór því með mann- inn í burtu. „Lögreglan sagði við mig að hún gæti ekki fjarlægt hann af heimilinu í meira en sólarhring og að það væri mjög erfitt að fá nálgunarbann á Ís- landi. Hann kom því aftur á heimil- ið daginn eftir með öll loforðin um bæta ráð sitt og fara í meðferð,“ segir Rósa sem ákvað í þetta skipti að taka við honum aftur. Stuttu síðar komst hún hins vegar að því að hann ætti einnig við eiturlyfjavanda að stríða, en þá fann sjö ára gamall sonur hennar poka af spítti á gólfinu. Lögreglan hefur nú alls fjór- um sinnum verið kölluð að heimili Rósu. Í hvert skipti hefur henni ver- ið tjáð að ef hún vilji gera eitthvað í málinu geti hún leitað til Kvenna- athvarfsins. „Það er alltaf svarið,“ segir hún. Andlega ofbeldið verst Rósa segist hafa hætt að hringja í lög- regluna eftir atvikið á jóladag. Hún bað ekki um aðstoð lögreglu aftur fyrr en síðasta sumar en að henn- ar sögn voru atvikin mörg í millitíð- inni. Þau séu hins vegar öll farin að renna saman í eitt. „Vinkonur mínar minna mig stundum á ákveðin at- vik sem ég er búin að gleyma. Þeim finnst þau svo sjokkerandi en fyr- ir mér eru þau orðin hversdagsleg,“ segir Rósa. Hún segir andlega ofbeldið hafa verið erfiðast. Hann gagnrýndi hana stöðugt, sagði hana geðveika og að hún væri slæm móðir. „Ef ég hélt á dóttur okkar þegar hann kom heim, yfirleitt drukkinn, byrjaði hann að öskra á mig fyrir að halda ekki á henni með réttum hætti. Hún gráti allar stundir því henni líði svo illa með mér. Hann reif stundum í hendurnar á mér og hótaði mér því að hann myndi brjóta á mér hend- urnar ef ég myndi ekki rétta honum barnið. Ég man einnig eftir atviki þar sem hann hélt mér upp að skáp og þrengdi að hálsinum á mér á meðan mamma hans sat við eldhúsborðið í næsta herbergi. En hann lamdi mig aldrei. Og hann minnti mig reglu- lega á það.“ Rósa segir andlega ofbeldið hafa haft þau áhrif á sig að hún var sjálf farin að trúa því að hún væri geð- veik. „Það var jú ég sem leitaði til sálfræðings og lagðist sjálfviljug inn á sjúkrahús,“ útskýrir hún. „Það tók konurnar á Kvennaathvarfinu mjög langan tíma að útskýra fyrir mér að ég væri í ofbeldissambandi. Flestir vita sem betur fer ekki hvað það er að vera í slíku sambandi og ég hef oft verið spurð hvers vegna ég fór ekki fyrr frá honum. Ég var heilaþvegin. Ég trúði öllu sem hann sagðist ætla að gera. Þetta var vítahringur. Ég vildi heldur ekki fara. Ég var að vona að hann myndi fara frá mér. Ég var í alvöru farin að vona að hann myndi halda framhjá mér og hitta einhverja aðra. Þá hefði hann ástæðu til þess að fara.“ Ver jólunum líklega í kVennaathVarfinu n Ofbeldismaðurinn býr frítt í íbúðinni hennar og neitar að flytja n Hefur viðurkennt Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Ég mun aldrei gleyma öskrum barna minna. Þau voru nístandi. „Hann lamdi mig aldrei, heldur þrengdi hann að hálsin- um á mér eða henti hlut- um í mig. Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS Goodnight

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (16.12.2014)
https://timarit.is/issue/388762

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (16.12.2014)

Aðgerðir: