Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 16.–18. desember 2014 Ver jólunum líklega í kVennaathVarfinu ofbeldi og fíkniefnaneyslu n Beitir fjárkúgun – vill fá peninga eða bíl n Gallað kerfi Afdrifarík Spánarferð Fjölskyldan fór til Spánar síðast- liðið sumar í þrjár vikur. Vinkona Rósu dvaldi hjá þeim hálft tímabil- ið ásamt barni. Rósa segir manninn hafa verið undir áhrifum áfengis allt fríið og ofbeldið hafi sömuleiðis ágerst. Versta atvikið hafi átt sér stað fyrir framan öll börnin. „Ég var að koma niður tröppurnar sem liggja inn í eldhús þar sem hann stóð við ísskápinn og var að fylla á pela dóttur okkar. Ég sagði að ég vildi ekki að hann svæfði hana því hann var blindfullur. Ég stóð örugglega í fimmtu tröppu og stóð í vegi fyrir honum svo hann færi ekki upp að svæfa. Þá greip hann í öxlina á mér og henti mér niður tröppurnar. Ég lenti á eldhússkápunum og höggið var svo mikið að ég skelltist til baka og lenti á eldhússkápunum hinum megin í eldhúsinu. Öll börnin og vinkona mín urðu vitni að þessu. Ég mun aldrei gleyma öskrum barna minna. Þau voru nístandi,“ segir Rósa. Gat ekki hringt í neyðarlínuna Drykkjan hélt áfram í flugvélinni á leiðinni heim og að sögn Rósu var það fyrsta sem maðurinn gerði við komuna til Íslands var að kaupa sér kippu af bjór í Fríhöfninni. Þegar heim var komið vildi Rósa byrja á því að ganga frá farangrinum og ryksuga gólfin, því þau eiga ketti. „Hann vildi hins vegar að ég færi að svæfa börn- in. Þegar ég sagðist ætla að byrja á því að ryksuga byrjaði hann að ýta mér af fullum krafti upp að veggn- um aftur og aftur. Börnin byrjuðu að öskra og hann hélt áfram að öskra á mig. Sagði að þetta væru börnin mín og ég þyrfti að svæfa þau. Ég hljóp inn í eldhús, tók bjórinn sem hann hafði keypt í Fríhöfninni og sagðist ætla að fleygja honum niður af svölunum. Þá varð hann reiður, hljóp á eftir mér og hrinti mér á fast svalahurðina. Hurðin stóð opin og ég lenti með vörina á henni. Þegar hugsa um þetta núna heyri ég öskr- in í börnunum mínum. Mér hefði aldrei dottið í hug að það kæmi jafn mikið blóð við það að skera vörina á sér með þessum hætti. Ég datt á gólfið og það myndaðist strax pollur af blóði á gólfinu. Þegar ég stóð upp hélt áfram að fossast blóð á bolinn minn,“ segir Rósa. Hún segist næst hafa náð í börn- in sín, hlaupið með þau inn á bað- herbergi og læst hurðinni. „Ég grét svo mikið og skalf að ég gat ekki gert mig skiljanlega þegar ég hringdi í neyðarlínuna. Þannig að tíu ára dóttir mín tók af mér símann, út- skýrði hvað hafði gerst og gaf upp heimilisfangið okkar. Lögreglan var komin innan nokkurra mínútna, hún var mjög fljót á svæðið og það voru örugglega sex lögregluþjónar sem komu. En hann var farinn.“ Tilkynnti um mannrán Enn og aftur var Rósu bent á að leita til Kvennaathvarfsins. Í þetta skipti voru greinileg ummerki um ofbeldi, börnin hennar höfðu orðið vitni að því og Rósa vildi að maðurinn yrði handtekinn. „Mér var sagt, sem fyrr, að þeir gætu haldið honum í sólar- hring en þar sem hann væri með lögheimili þarna gæti hann komið aftur að þeim tíma liðnum. Þeir bentu mér á að skipta um læsingar en ég vissi að þar sem hann væri skráður til heimilis þarna gæti hann alltaf beðið lásasmið um að hleypa sér inn. Hver er þá tilgangurinn?“ spyr Rósa. Daginn eftir þetta atvik fór Rósa í viðskiptaferð til Bandaríkjanna en hafði hins vegar ekki sagt mannin- um frá ferðinni. „Ég vissi að hann yrði reiður,“ útskýrir hún. „Hann hefur alltaf verið mjög afbrýði- samur vegna vinnunnar minnar. Ég vinn aðallega með karlmönnum og ef ég minntist á einhvern þeirra of oft þá sakaði hann mig um að vera að sofa hjá þeim. Í eitt skiptið sendi hann skilaboð úr símanum mínum til manns sem ég vinn með klukkan þrjú að nóttu og spurði hvort hann vildi ríða, bara til að sjá hvaða við- brögð ég fengi.“ Rósa segist ekki hafa getað hugs- að sér að skilja dóttur sína eftir hjá manninum og tók hana því með sér í viðskiptaferðina. „Ég breytti ferðalaginu svo ég gæti beðið fjöl- skylduna mína hitta mig á flugvell- inum og þau gættu dóttur minnar á meðan ég vann. Þau litu eftir henni í nokkra daga og svo fór ég aftur til þeirra og varði nokkrum dögum með fjölskyldunni minni. Í millitíð- inni hafði hann hringt í lögregluna og tilkynnt mig fyrir mannrán.“ Beitir fjárkúgunum Í haust fékk Rósa loksins nóg og sleit sambandinu. Hún bað manninn að flytja út en hann sagðist ekki eiga neina peninga. Hann neitar að flytja út og hefur, frá því sambandinu lauk, reynt að beita hana fjárkúgun. „Virði íbúðarinnar hefur hækkað frá því ég keypti hana á sínum tíma og segist hann eiga tilkall til helmings þeirrar upphæðar. Hann mun því ekki flytja út fyrr en ég gef honum þrjár milljónir krónur. Hann sagð- ist sætta sig við að fá bílinn minn. Hann vill sem sagt að ég gefi hon- um bílinn minn og haldi áfram að borga af láninu í fjögur ár. Þegar ég fæ bónusinn minn í vinnunni í febrúar þá vill hann að ég gefi hon- um hann. Hann hefur einnig skrif- að mér reikning fyrir þá vinnu sem hann lagði í íbúðina en hann málaði hana og lagði parketið. Sjálfur hefur hann ekki borgað neina reikninga í meira en ár,“ segir Rósa. Viðurkennir brot sín Maðurinn neitaði því að flytja úr íbúðinni þrátt fyrir að Rósa væri búin að slíta sambandinu. Í október síðastliðnum kom hann heim klukkan hálf fimm að nóttu með annan mann með í för. Mennirnir, sem báðir voru í annarlegu ástandi, voru með mikil læti og vöktu í sífellu tæplega tveggja ára dóttur þeirra sem svaf inni í herbergi með Rósu. Í stað þess að hringja á lögregluna, sem gat einungis fjarlægt mann- inn af heimilinu í einn sólarhring, kveikti Rósa á upptöku í síman- um sínum og setti hann upp í hillu þegar mennirnir fóru út að reykja. DV hefur upptökuna undir hönd- um en á henni má heyra manninn viðurkenna að hafa hrint Rósu nið- ur tröppurnar á Spáni, hann viður- kennir að neyti kókaíns og spítts, og að hann sé alkóhólisti. Rósa var loksins komin með sönnunargagn fyrir ofbeldinu og áfengis- og fíkniefnavandanum. Það næsta sem hún gerði var því að skipuleggja brottför sína af heim- ilinu sínu. Eins og margoft hefur komið fram var eini valkostur henn- ar að leita á Kvennaathvarfið. Þann þriðja nóvember síðastliðinn flutti Rósa út. Á meðan maðurinn var í vinnunni kom fyrrverandi eigin- maður hennar ásamt nokkrum vinnufélögum og hjálpaði henni að flytja. „Ég tók allt út sem ég gat,“ segir hún. „Innan fjögurra klukku- stunda hafði ég nánast tæmt íbúð- ina. Ég tók allt út sem ég vissi að hann gæti selt. Ég tók líka það sem við höfðum keypt okkur saman því ég vissi að hann yrði brátt uppi- skroppa með peninga og þyrfti pen- inga til þess að kaupa sér áfengi og eiturlyf. Ég vildi ekki að hann gæti selt neitt. Ég setti allt í geymslu og flutti á Kvennaathvarfið. Sama kvöld tilkynnti hann mig til félagsmála- yfirvalda.“ Óánægð með barna- verndarnefnd Rósa fékk ekki viðtal við barna- verndarnefnd fyrr en 26. nóvember síðastliðinn, rúmum þremur vikum eftir að hún flutti á Kvennaathvarf- ið. Viðtalið var hins vegar ekki vegna kvartana Rósu yfir ofbeldi og fíkni- vanda barnsföður hennar, heldur vegna tilkynningar hans um andlegt ójafnvægi Rósu. „Ég var örugglega með hundrað blaðsíður af skjölum með mér, smáskilaboð frá honum, myndir sem ég hafði tekið þegar lögreglan kom eftir hann hafði hent mér á hurðina, dómskjölin hans, skjöl frá því hann var í meðferð og skjáskot af Facebook-samtölum hans við dópsala sem var að rukka hann. Ég sagði þeim að hann hefði síðast handtekinn verið fyrir vörslu á fíkniefnum í apríl á þessu ári og að hann væri að bíða eftir að afplána dóm. Það mikilvægasta sem ég lét hana hafa, að mínu mati, var afrit af upptökunni þar sem hann viður- kennir ofbeldið og eiturlyfjavand- ann,“ segir Rósa, en þess má geta að DV hefur þessi sömu gögn und- ir höndum. Þetta var 26. nóvember en enn hefur enginn hjá barna- verndarnefnd gefið sér tíma til að hlusta á upptökuna. Rósa hefur hringt nokkrum sinnum og athug- að hvar málið er statt, en fær ætíð þau svör að ekki hafi gefist tími til að athuga málið. Þá var hún spurð síð- asta föstudag hvort hún myndi sam- þykkja heimavitjanir, en hún hef- ur nú búið í Kvennaathvarfinu í sex vikur. „Ég vil að dóttir mín sé tekin frá honum – núna. Ég lét konuna hjá barnaverndarnefnd hafa fulla möppu af skjölum ásamt upp- tökunni og taldi mig vera að veita henni nægar sannanir til að yfir- völd myndu grípa inn í og svipta hann forræði yfir dóttur okkar,“ seg- ir Rósa. Hún segist hafa spurt hvað þyrfti til þess að barnið yrði tek- ið af heimilinu og fengið þau svör að það væri yfirleitt ekki gert nema að beiðni lögreglu. Daginn eftir að Rósa fór í viðtalið til barnaverndar- yfirvalda lagði hún inn kæru til lög- reglu vegna ofbeldisins sem hún hefur mátt þola af hendi mannsins. Honum hefur ekki enn verið birt kæran. Gallað kerfi Rósa er óánægð með afgreiðslu barnaverndaryfirvalda og segist mæta þar fordómum fyrir það að vera innflytjandi. „Það fyrsta sem ég var spurð að var hvort ég hefði at- vinnu,“ útskýrir hún. „Þegar ég hafði útskýrt hvað ég geri virtist hún mjög hissa og spurði hvort ég hefði há- skólagráðu. Ég svaraði því játandi. Þá spurði hún mig hvort ég ætti sjálf íbúðina og eftir að ég játaði því spurði hún mig sérstaklega út í það hvort þetta væri ekki félagsleg íbúð. Það eru allir í kringum mig í áfalli yfir getuleysi barnaverndaryfir- valda. Ég er bókstaflega að grátbiðja þau um að gera eitthvað til þess að hjálpa barninu mínu, en þau segja að það sé mitt hlutverk. Ég get ekki verndað hana fyrir honum. Kerfið er augljóslega gallað. Ég bý á Kvenna- athvarfinu og mun líklegast verja jólunum þar. Á meðan býr hann ókeypis í íbúðinni minni og hef- ur rétt til þess að hitta dóttur okkar hvenær sem hann vill.“ n Býr í Kvennaathvarfinu Ofbeldismaðurinn býr frítt á heimili konunnar, en hún varð að flytja í Kvennaathvarfið. Mynd SiGTryGGur Ari „Ég get ekki verndað hana fyrir honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.