Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Qupperneq 12
12 Fréttir Erlent Vikublað 16.–18. desember 2014
JOSS
Laugavegi 99
S. 562 6062
20-30% afsláttur
af öllum skóm frá Liebeskind
Mikið úrval
af hlýjum
og fallegum
yfirhöfnum
– nú með
20% afslætti
Við féllum fyrir
þessu á facebook
Í netheimum fá oft ótrúlegar fréttir mikið vægi,
jafnvel þegar þær eru ekki sannar. Reglulega segja
fjölmiðlar sögur sem ekki eru sannar og þurfa að
biðjast afsökunar og vægðar. En á Facebook er eins
og sumar sögur öðlist líf og verði svo lífseigar að ekki
er hægt að kveða þær í kútinn. Hér eru nokkrar sem
voru eftirtektarverðar á árinu.
Flestir myndu kannski segja að þetta væri gefið, að örbylgjuofnar og
önnur raftæki ættu ekki samleið, en einhverjir reyndu þó að setja dýra,
fína símann sinn í örbylgjuofninn til að hlaða rafhlöðuna. Það er ótrú-
legt en satt að það virkar ekki.
Ástæðan fyrir þessum tilraunum var auglýsing sem sett var fram í
nafni Apple, framleiðanda iPhone. Raunar kom fyrirtækið ekkert að
auglýsingunni sem aðeins var sett fram í meinfýsni. Í auglýsingunni
var tekið fram að nýtt stýrikerfi væri svo frábært að hægt væri að nýta
örbylgjuofninn á þennan veg og að örbylgjurnar gætu hlaðið rafhlöðu
símans. Vonandi voru fáir sem féllu fyrir gabbinu, en einhverjir settu
myndir á Twitter af brenndum símum sem þeir sögðu vera eftir þessa
tilraun. Flestir sem létu blekkjast hafa eflaust skammast sín og ekki
viljað ræða það enda hafa þeir setið uppi með ónýtan síma og jafnvel
örbylgjuofn.
Þegar götulistamaðurinn Bank-
sy fór um götur New York og
skildi eftir sig hvert listaverkið á
fætur öðru fór af stað sú saga að
hann hefði verið handtekinn.
Sú var þó ekki raunin heldur var
það önnur grínsíða sem fór af
stað og sagði frá þessu. Margir
töldu að eftir ætlaða handtöku
yrði nafn og persóna Banksy af-
hjúpuð, en svo fór ekki og getur
hann því enn athafnað sig, gott
sem óáreittur um allan heim.
Sögusagnir um ótímabært andlát ríka og fræga fólks-
ins fá iðulega vængi. Þær eru þó sjaldnast sannar. Í
ár fóru sögur af stað um andlát leikarans Macaulays
Culkin, eftir að Facebook-síða var sett upp í hans
nafni sem minningarsíða. Culkin reyndist vera bara
ansi sprækur og á lífi þegar leitað var eftir sönnunum.
Leikkonan Betty White varð einnig fyrir því að
einhver gantaðist með ótímabært andlát hennar. Þá
hafði grínsíðan Empire Newsjoke sett upp minn-
ingargrein um hana og sagði að White hefði látist í
svefni á heimili sínu. Raunar var sagt að hún hefði
litast (e. dyed) á heimili sínu, en ekki látist (e. died)
en það stöðvaði ekki netverja í því að dreifa fréttinni.
Þegar Jeremy Meeks var handtek-
inn í Stockton í Bandaríkjunum fór
mynd sem var tekin af honum af
lögreglumönnum í mikla dreifingu
á vefnum. Meeks þótti sérstak-
lega myndarlegur og töldu margir
að hann ætti framtíðina fyrir sér
sem fyrirsæta ef hann sneri aftur á
beinu brautina. Meeks var hand-
tek inn í tengsl um við rann sókn
lög regl unn ar á rán um og skotárás-
um.
Svo flaug sú fiskisaga að Meeks
hefði fengið fyrirsætusamn-
inginn eftirsótta og hefði skráð sig
á mála hjá fyrirsætuskrifstofunni
Modelz. Svo var þó ekki og það
eina sem Meeks fær að líkindum er
fangelsis dómur.
Þú getur ekki
hlaðið iPhone
í örbylgjuofni Banksy ekki
handtekinn
Betty White og Macaulay
Culkin eru bæði á lífi
Myndarlegur fangi
verður ekki fyrirsæta
u
m hundrað víetnamskar
konur, sem seldar voru til
eiginmanna erlendis, eru
horfnar. Ekki liggur fyrir
hvort konurnar hafi flúið eða hvort
eitthvað hafi komið fyrir þær, en
konurnar voru allar búsettar í Kína
með eiginmönnum sínum. Kon-
urnar höfðu allar gifst körlum í
þorpum í Hebei-héraði, á þessu ári.
Til þeirra hefur ekki spurst síðan í
síðasta mánuði. Konurnar sögð-
ust allar ætla að fara saman í mat
og sneru ekki aftur heim nema
ein þeirra. Sú segir að sér hafi ver-
ið byrluð ólyfjan í matnum. Hún
vaknaði í litlu húsi og var sagt að
hún yrði seld öðrum eiginmanni.
Konan gat flúið og komst við illan
leik aftur heim.
Eiginmenn þeirra greiddu um
átján þúsund dollara fyrir ferða-
lag kvennanna og hjónabandið.
Mennirnir segjast óttast að þeir hafi
verið sviknir um peningana og hafa
kvartað til lögreglunnar. Slík hjóna-
bönd eru ólögleg í Kína, þ.e. þegar
konur eru keyptar frá öðrum lönd-
um, enda er það mansal, en eru
þrátt fyrir það afar algeng. Margir
karlmenn kaupa sér brúði frá út-
löndum þar sem þeir hafa ekki
efni á því að greiða fyrir dýrar gjafir
handa verðandi kínverskum eigin-
konum sínum. Að auki hefur stefn-
an sem kvað á um að kínverskar
fjölskyldur mættu aðeins eignast
eitt barn, og flestir völdu að halda
drengjum en ekki stúlkum, valdið
því að mun fleiri karlmenn eru á
ákveðnum aldri en konur og því
skortur á kvonfangi. n
Hundrað horfnar konur
Voru seldar sem brúðir til Kína en finnast ekki
Horfnar Konurnar hafa verið týndar í
mánuð.