Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 16
16 Umræða Vikublað 16.–18. desember 2014 Samningalotan Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Ú tboð ríkisfyrirtækisins Isavia í haust á veitinga- og versl- unarhúsnæði í Leifsstöð læt- ur kannski ekki svo mikið yfir sér við fyrstu sýn. Íslenska ríkið er að leigja út húsnæði til einka- aðila eins og veitingastaða og versl- ana til að selja hluti. Ríkið lætur ekki af hendi nein eiginleg efnisleg gæði til þeirra sem voru valdir til að fá að reka verslanir eða veitingahús í flug- stöðinni. Fyrirtæki sem fær úthlut- að húsnæði í Leifsstöð frá Isavia ber ekkert úr býtum fyrir vikið gangi rekstur þess ekki sem skyldi. Þetta útboð á ríkisins á þessum gæðum – rými í eigu ríkisins til að selja hluti – er því nokkuð annars eðl- is en til dæmis einkavæðing þar sem ríkið selur eign sem það á til einkaað- ila. Þá er einkaaðilinn orðinn eigandi eignarinnar og getur ráðstafað henni að vild; ef söluverðið frá ríkinu er lágt – jafnvel langt undir raunvirði – getur kaupandinn grætt á viðskiptunum. Ef slík viðskipti eiga sér stað á milli ríkis- ins og einkaaðila, jafnvel á grundvelli pólitískra eða fjölskyldutengsla, og hið opinbera – skattgreiðendur – ber skarðan hlut frá borði má kalla við- skiptin spillt. Um leið og eignin hefur skipt um hendur getur kaupandinn ráðstafað henni að vild og með þeim hætti sem hann telur líklegastan til að verða sem ábatasamastan. Lýtur öðrum lögmálum Útboðið á verslunar- og veitinga- rýminu í Leifsstöð lýtur allt öðrum lögmálum. Þau fyrirtæki sem valin voru í útboðinu hafa ekki strax auðg- ast vegna þeirrar staðreyndar: Ríkið hefur ekki afhent þeim nein efnisleg gæði sem þau geta selt sér til hags- bóta. Fyrirtækin þurfa að vera rekin í Leifsstöð, og rekin vel, til að eigend- ur þeirra njóti ávaxtanna. Miklu erf- iðara er því að koma auga á spill- ingu í slíku útboði á leiguhúsnæði fyrir rekstrarfyrirtæki en þegar eign- ir skipta um hendur frá ríki til einka- aðila. Í Leifsstöð þrífst möguleikinn á fínlegri spillingu ríkisins. Þetta þýðir vitanlega samt ekki að slíkt útboð á leiguhúsnæði geti ekki verið spillt af sömu ástæðu og til dæmis sala á ríkiseignum. Af- leidd gæði af því að leigja verslunar- og veitingahúsnæði í Leifsstöð geta verið umtalsverð. Verslanasvæðið í Leifsstöð er eitt stærsta markaðstorg landsins þegar horft er til þess fjölda sem heimsækir það á hverju ári. 2,4 milljónir farþega fóru um Leifsstöð árið 2012, 2,6 milljónir árið 2013 og 3 milljónir farþega höfðu farið um flugvöllinn í lok september síðast- liðinn. Metfjöldi farþega fer því um Leifsstöð ár eftir ár enda hefur góð- æri ríkt í ferðamannaiðnaðinum. Þessir farþegar skilja eftir sig mikla fjármuni hjá fyrirtækjunum sem leigja í Leifsstöð og selja þjónustu sína. Tekjur upp á milljarða Þeir fjárhagslegu hagsmunir sem felast í því að leigja húsnæði í Leifs- stöð sjást til dæmis á því að fata- og minjagripafyrirtækið Drífa ehf. hef- ur stefnt Isavia vegna þess að fyrir- tækið fékk ekki úthlutað húsnæði í útboðinu. Drífa telur að fyrirtækið hafi orðið af tekjum sem nema um 5 milljörðum króna á næstu fjór- um árum vegna þess að það fékk ekki áframhaldandi leiguhúsnæði í Leifsstöð. Fyrirtækið krefur íslenska ríkið nú um samtals rúmlega 900 milljónir króna í skaðabætur vegna málsins en það er sá hagnaður sem Drífa telur sig hafa orðið af með því að fá ekki inni í Leifsstöð. Kaffitár, sem fékk ekki heldur áframhaldandi leiguhúsnæði í Leifsstöð, íhugar nú sömuleiðis réttarstöðu sína en um 20 prósent af tekjum fyrirtækisins koma frá tveimur kaffihúsum sem fyrirtækið rekur í Leifsstöð. Íslenska ríkið, eða ríkisfyrirtækið Isavia, getur stjórnað því hverjir sitja um þessi ríkisgæði sem felast í versl- unaraðstöðu í Leifsstöð á mestu góðæristímum sem verið hafa í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi. Í valnefndinni, sem valdi þær 13 til- lögur af þeirri 71 sem bárust í leigu- húsnæðið í Leifsstöð, sátu fjórir starfsmenn Isavia og einn erlendur ráðgjafi sem fyrirtækið réð. Ekki hef- ur verið sýnt fram á – alls ekki – að eitthvað óeðlilegt hafi verið verið við útboðið en grundvöllur skaðabóta- máls Drífu á hendur ríkinu byggir meðal annars á því að Isavia hef- ur neitað að veita upplýsingar um útboðið sem eru ófullnægjandi að mati eiganda Drífu. Þannig getur Drífa ekki gengið úr skugga um að útboðið hafi verið faglegt og hlut- lægt. DV greindi sömuleiðis frá því að eiginkona Sigurjóns Rúnars Rafns- sonar, aðstoðarkaupfélagsstjóra hjá KS í Skagafirði, eigi tæplega þriðj- ungshlut í veitingastaðnum Nord sem verður einn stærsti rekstraraðil- inn í Leifsstöð í kjölfar útboðsins og samvinnu við alþjóðlega stórfyrir- tækið Lagardere Services. Nord mun sexfalda umsvif sín í Leifsstöð miðað við rekstrareiningar og væntanlega margfalda tekjur sínar í ljósi þessa. Hver fylgist með Isavia? En hver fylgist með því hlutlæg og fagleg sjónarmið ráði för þegar þess- um miklu ríkisgæðum er úthlutað til einkaaðila? Í raun er enginn opinber aðili sem hefur eftirlit með þessari útdeilingu gæða. Ríkisendurskoðun sér um endurskoðun á ársreikning- um opinberra hlutafélaga en skoðar ekki sérstaklega framkvæmd slíkra útboða nema að ábendingar berist sem benda til þess að óeðlilega hafi verið staðið að þeim. Því má segja að útdeiling ríkisgæðanna í Leifs- stöð sé eftirlitslaus. Hvort málaferli Drífu gegn ríkinu út af útboðinu, og sú umræða sem hefur verið um það í fjölmiðlum, leiði til þess að Ríkis- endurskoðun athugi útboðið liggur ekki fyrir. Bæði Drífa og Kaffitár telja hins vegar að Isavia haldi forsend- um niðurstaðna útboðsins of þétt að sér og tortryggja ríkisfyrirtækið fyrir vikið. n Milljarðahagsmunir í Leifsstöð„Þetta þýðir vitan- lega samt ekki að slíkt útboð á leiguhús- næði geti ekki verið spillt af sömu ástæðu og til dæmis sala á ríkiseignum. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari Milljarða ríkisgæði Þau ríkisgæði sem eru undir í verslunar- og veitinga- rýminu er hægt að verðmeta á marga milljarða króna, líkt og stefna Drífu gegn Isavia bendir til. Mynd SIgTryggUr ArI JoHAnnSSon 7 „Það er ástæða fyrir því að sjálfstæðismenn eru í ríkisstjórn, þetta er skynsamt fólk og þjóðin sér það augljóslega,“ segir Margrét Friðriksdóttir og er afskaplega ánægð með sína menn, sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem vilja halda kirkjuheim- sóknum barnanna til streitu og ætla að beita sér fyrir því. „Það er nú þannig að fólk í dag gleypir ekki allt hrátt sem frá kirkjunni kemur, eins og forfeður okkar gerðu þangað til fyrir ekki svo voðalega löngu síðan. Fleiri og fleiri hafna öllu trúarþvaðri – líta á það sem bull, og tæki, notað af yfirstéttum til að hafa stjórn á fáfróðum almúganum,“ segir Friðrik Skúlason sem hugnast ekki heimsóknir grunnskólabarna í kirkjur borgarinnar. „Miðað við komment sem ég hef séð eftir að þessi deila byrjaði. Þá eru foreldrar sem vilja kirkjuferðir skóla barna. Hinn háværi minnihluti. Ekki öfugt,“ segir Sveinn Sigurður Ólafs- son. Óhætt er að segja að umræðan um kirkjuferðirnar hafi kveikt í mörgum. „Merkilegt hvað ráðherrar eru óheppnir með aðstoðarmenn og því fleiri sem þeir eru þess minna er vandað til valsins. Greinilega hægt að gera margt gagnlegra við þær 64 milljónir sem dvergarnir 7 kosta skattgreiðendur á hverju ári. Forsætisráðherra hlýtur að ráða við að gera axarsköft sín að mestu sjálfur, ekki síst ef hann héldi sig erlendis svo þau yrðu eins fá og mögulegt er,“ segir Ásdís Jónsdóttir, en líkt og greint hefur verið frá hringdi Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, á ritstjórnarskrifstofu Grapevine og varaði blaðamenn þar við því að vitna í fréttir DV. „Þetta eru hræðilegar fréttir ...en fyrst svo er þá hætti ég líka að senda þeim kort,“ segir Friðjón Árnason, en DV greindi frá því að Kvardashian fjölskyldan ætlaði sér ekki að senda jólakort í ár til vina og samstarfs- manna, líkt og þau hafa gert undanfarin ár. Kortin vekja alla jafna mikla athygli enda afar skrautleg. 24 13 11 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.