Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Síða 17
Umræða Stjórnmál 17Vikublað 16.–18. desember 2014
hennar
fæst hjá
okkur
Jólagjöfin
L augavegi 82 / Sími: 551-4473
Flokkur I
n Félagasamtök og stofnanir utan ríkisins
– Upplýsingar til almennings – Fjölmiðlar - 89 stig
n Frjáls félaga- og hagsmunasamtök gegn spillingu - 88 stig
n Möguleiki fjölmiðla til að fjalla um spillingu - 93 stig
n Upplýsingar til almennings um málefni ríkisins - 85 stig
Flokkur II
n Kosningar - 76 stig
n Kosningar og myndun stjórnmálaflokka - 75 stig
n Kosningaheilindi - 93 stig
n Gegnsæi í fjármögnun stjórnmálaflokka - 59 stig
Flokkur III
n Varnir og aðgerðir vegna hagsmuna-
árekstra innan ríkisins - 66 stig
n Hagsmunaárekstrar – varnir – aðgerðir og viðbrögð: Framkvæmdasýslan - 72 stig
n Hagsmunaárekstrar – varnir – aðgerðir og viðbrögð: Löggjafarvaldið - 74 stig
n Hagsmunaárekstrar – varnir – aðgerðir og viðbrögð: Dómsvaldið - 39 stig
n Fjárlagagerð – yfirsýn og gegnsæi - 81 stig
Flokkur IV
n Stjórnsýslan og fagmennska - 36 stig
n Opinber þjónusta: Hagsmunaárekstrar, varnir og pólitískt sjálfstæði - 43 stig
n Varnir fyrir uppljóstrara (Whistle Blowers) - 0 stig
n Ríkiskaup: Gegnsæi, sanngirni og varnir við hagsmunaárekstrum - 73 stig
n Einkav. ríkiseigna og þjónustu: Gegnsæi, sanngirni og varnir við hagsm.árekstr. - 29 stig
Flokkur V
n Ríkisstofnanir – yfirsýn og eftirlit - 84 stig
n Umboðsmaður - 90 stig
n Ríkisendurskoðun - 95 stig
n Skatta- og tollayfirvöld: sanngirni og rekstrarlegir burðir - 90 stig
n Yfirumsjón með fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkisins - 77 stig
n Leyfisveitingar til fyrirtækja og reglugerðir - 71 stig
Flokkur VI
n Varnir gegn spillingu, lagarammi, hlutleysi
dómskerfis og fagmennska lögregluyfirv. - 76 stig
n Lög til varnar spillingu - 100 stig
n Stofnanir gegn spillingu eða sambærileg kerfi - 74 stig
n Dómskerfið – sjálfstæði – aðgangur almennings að kerfinu - 71 stig
n Lögregluyfirvöld: Varnir gegn hagsmunaárekstrum og fagmennska - 54 stig
Spilling og varnir
Heilindaeinkunn Íslands árið 2012
n Samtals stig - 71 n Lagarammastig - 80
n Framkvæmdar- og innleiðingarstig - 59
heImIld: global IntegrIty
- Jenný steFanía JensdóttIr
Fölnuð goðsögn
um óspillt Ísland
F
yrir fáeinum árum var Íslandi
yfirleitt í einu af efstu sætun-
um í samanburðarmælingum
Transparency International á
spillingu meðal þjóða heims-
ins. Stofnun kannar árlega hvernig al-
menningur metur spillingu í heima-
landi sínu og á þessu ári bregður svo
við að Ísland hefur sigið niður í tólfta
sæti.
Fleiri alþjóðlegar stofnanir, eins
og GRECO, nefnd á vegum Evrópu-
ráðsins í Strassborg, fylgist einnig
með spillingu í aðildarlöndum og
gefur út tilmæli til stjórnvalda telji
sérfræðingar hennar að efni séu til.
Ísland hefur átt aðild að GRECO frá
árinu 1999 og fengið margvísleg til-
mæli frá stofnuninni allar götur frá
árinu 2001. Að miklu leyti má rekja
breytingar á lögum um fjármál og
styrki til stjórnmálaflokka hér á
landi til athugasemda og tilmæla frá
GRECO. Lögin tóku gildi í ársbyrjun
2007. Mörgum er enn í minni miklar
styrkveitingar, einkum til Sjálfstæð-
isflokksins, sem afhjúpaðar voru
árið 2009. Þau framlög voru einkum
innt af hendi áður en nýju lögin tóku
gildi.
Unnið að stofnun íslandsdeildar
transparency
Árið 2012 vann Jenný Stefanía Jens-
dóttir lokaverkefni við háskólann í
Toronto þar sem hún gerði tilraun til
þess að leggja mat á spillinarvarn-
ir á Íslandi. Hún beitti flokkunum og
mælikvarða sem kalla mætti „Heil-
indastuðullinn“ (Global Integrity).
Jenný Stefanía hefur talsvert fjallað
um þetta á vefsíðu sinni undanfar-
in misseri og meðal annars útskýrt
einkunnargjöfina þar sem hver þáttur
fær stig á bilinu 0 til 100 eins og fram
kemur í meðfylgjandi töflu hennar.
Þess má geta að Jenný Stefanía vinnur
nú með undirbúningshópi að stofn-
un samtaka sem ætlar að sækja um
Íslandsdeildaraðild að Transparency
International. Að hópnum stend-
ur fólk sem vill berjast gegn spillingu
á Íslandi og stuðla að heilbrigðari
stjórnsýslu.
Viðurkennt er að spilling veik-
ir samfélagslega ábyrgð og heilindi
almennings og stofnana sem með-
al annars er ætlað að verja réttindi
borgaranna. Nauðsynlegt er að skil-
greina spillta hegðun, greina upp-
runa hennar og kjörlendi, en þannig
ætti að verða hægara um vik að berj-
ast gegn henni. Hér á landi má segja
að spilltar stöðuveitingar, frændhygli
og ýmiss konar aðstöðubrask séu
kunnar birtingarmyndir spillingar.
Síður ber á spillingu eins og mútum
og mútuþægni þótt það kunni að vera
vegna þess að stjórnvöld og viðskipta-
lífið hafi kosið að snúa blinda auganu
að slíkum hegningarlagabrotum.
að meta varnir gegn spillingu
Aðferð Jennýjar Stefaníu (Global In-
tegrity) byggist á því að nálgast spill-
ingu óbeint með því að beina athygli
að og leggja mat á atriði sem eru til
þess fallin að draga úr spillingu. Í
meðfylgjandi töflu hefur Jenný Stef-
anía flokkað og lagt mat á margvíslega
þætti samkvæmt viðurkenndum að-
ferðum. Lagt er mat á gegnsæi stjórn-
unarákvarðana og framkvæmd þeirra.
Metið er frelsi fjölmiðla og skráning
hagsmunatengsla embættismanna
og þingmanna. Hætta á hagsmunaá-
rekstrum er metin og fjármál og fjár-
öflun stjórnmálaflokka er skoðuð.
Niðurstöður Jennýjar Stefaníu
sýna að þrátt fyrir tiltölulega góðan
lagaramma er innleiðingu og fram-
kvæmd ábótavant. Eftir afhjúpun á
spilltum framlögum til stjórnmála-
flokkanna fram til ársins 2007 hef-
ur traust almennings til stjórnmála
rýrnað. Hvorki flokkar né frambjóð-
endur virða tímamörk sem sett eru í
lögunum um skil á upplýsingum til
ríkisendurskoðanda. Jenný Stefan-
ía kemst að því að reglur um hags-
munaárekstra eru takmarkaðar og
gera oftar en ekki ráð fyrir að emb-
ættismenn og aðrir meti sjálfir eigið
hæfi og sjálfstæði. Athugunin bendir
einnig til þess að dómskerfið sé sér-
staklega veikt þar sem varnir skort-
ir til að koma í veg fyrir hagsmuna-
árekstra. Orðið einkavinavæðing er
séríslenskt og sprottið upp úr jarð-
vegi einkavæðingar á fyrirtækjum í
eigu ríkisins. Enn hefur ekki komið til
framkvæmda rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna sem Alþingi sam-
þykkti að ráðast í haustið 2012.
lögin í lagi en framkvæmdin ekki
Þrátt fyrir að gáttir spillingar virð-
ist opnar og greiðfærar hér á landi
standa ýmsar stoðir sterkum fót-
um að mati Jennýjar Stefaníu. Emb-
ætti umboðsmanns, skattyfirvalda og
ríkis endurskoðunar eru metin sjálf-
stæð og fagleg. Margar eftirlitsstofn-
anir skortir þó ábyrgð og áreiðanleika
til að tryggja öryggi almennings (sbr.
t.d. brjóstapúðamál og sorpbrennslu-
mengun).
Þótt lagaramminn um varnir gegn
spillingu sé að mörgu leyti traust-
ur skortir að mati Jennýjar Stefaníu
óháða stofnun eða aðila sem tryggir
framkvæmd og innleiðingu slíkra
varna. n
Ísland sokkið
niður í 12. sæti
Transparency International gerir árlega
samanburð á þjóðum heims þar sem
spilling er metin (Corruption Percept-
ions Index). Fyrir aðeins fáum árum var
Ísland í einu af efstu sætunum meðal
þjóða þar sem spilling er lítil að mati
almennings. - Taflan sýnir 20 efstu
þjóðirnar á þessu ári.
sæti land stig
1. Danmörk 92
2. Nýja Sjáland 91
3. Finnland 89
4. Svíþjóð 87
5. Noregur 86
5. Sviss 86
7. Singapúr 84
8. Holland 83
9. Lúxemborg 82
10. Kanada 81
11. Ástralía 80
12. Þýskaland 79
12. Ísland 79
14. Bretland 78
15. Belgía 76
15. Japan 76
17. Barbados 74
17. Hong Kong 74
17. Írland 74
17. Bandaríkin 74
n Varnir gegn spillingu greindar á Íslandi n unnið að stofnun Íslandsdeildar transparency
Jóhann hauksson
johannh@dv.is
Varnir gegn spillingu Jenný Stefanía
Jensdóttir hefur unnið lokaverkefni við
háskólann í Toronto þar sem lagt er mat á
varnir gegn spillingu hér á landi.
spilling Mútur
og mútuþægni
er ekki algengt
form spillingar
hér á landi
og fá slík mál
hafa ratað inn
í dómsalina.
Aðstöðubrask,
ógagnsæi og
spilltar embætt-
isveitingar eru
hins vegar mun
sýnilegri.
mynd hörðUr sVeInsson