Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Side 19
Neytendur 19Vikublað 16.–18. desember 2014 Sykurbombur í jólabúningi reglugerð verður innleidd n Svona finnur þú út magn viðbætts sykurs í mjólkurvörum Til að setja þetta magn af við- bættum sykri í samhengi við aðra alþekktar sykurgildrur þá má benda á að í 250 millilítrum af Coca Cola, eða sem nemur einu mjólkur- glasi, er að finna 27 grömm af sykri eða sem nemur um 13,5 sykurmol- um. Meira sykur Séu þessar niðurstöður bornar saman við aðrar sambærilegar mjólkurvörur MS þá gefur að líta að Skólajógúrt, sem einnig er augljós- lega markaðssett fyrir börn, inni- heldur 12,45 grömm af sykri í 150 grömmum eða sem nemur rúm- lega 6 sykurmolum. Sykurminni út- gáfa af Skólajógúrt var nýlega sett á markað. Óskajógúrt með hnetu- og karamellubragði inniheldur 14,4 grömm af sykri í 180 grömmum eða sem nemur ríflega 7 sykurmol- um samkvæmt útreikningum sem finna má á vef landlæknis. Ljóst er að umtalsvert meira er af viðbætt- um sykri í jólavörunum en hinum. Ber ekki að upplýsa um sykurinn Eins og staðan er í dag er fram- leiðendum ekki skylt að gefa upp sykurmagn og almennt ekki einu sinni skylt að merkja umbúðirnar með næringargildi í matvælunum, nema þegar næringar- eða heilsu- fullyrðingar eru notaðar á um- búðunum. „Það er skoðun Neytendasam- takanna að ef viðbættur sykur er í vörum á það skilyrðislaust að koma fram á umbúðum um hve mikið magn sé að ræða,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Þetta á að sjálfsögðu að gilda um alla matvælaframleið- endur og það er mikilvægt að þetta sé sett fram á sama hátt hjá öllum framleiðendum til að hindra að verið sé að rugla neytendur í rím- inu.“ Breytingar í vændum Brátt verður það svo að Neytenda- samtökunum og neytendum verð- ur að ósk sinni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Matvælastofnun verður ný reglugerð um upplýsingar um matvæli til neytenda innleidd hér á landi nú í desember. Samkvæmt henni verður skylt að merkja nær- ingargildi, þar á meðal sykur, á flest forpökkuð matvæli frá 13. desember 2016. Þegar reglugerðin er komin í gildi hér, en líklega verður gefinn frestur fram í maí 2015, verður næringar- gildismerking sem er á matvælum, hvort sem hún er gefin valfrjálst eða samkvæmt skylduákvæðum, að vera samkvæmt þeirri reglugerð og þar með þarf alltaf að gefa upp sykur- magn þegar næringargildi er merkt. n 9 sykurmolar 10 sykurmolar Jóla engjaþykkni – með hrískúlum n Þyngd: 150 gr n Verð: 139 kr n Samtals viðbættur sykur: 18,75 gr Jólajógúrt – með jarðarberjum og meðlæti n Þyngd: 165 gr n Verð: 137 kr n Samtals viðbættur sykur: 20,79 gr Hlaðið sykri Sykurinnihaldið í þessari litlu dollu af Jólajógúrt er á við 10 sykurmola. Mynd Sigtryggur Ari Merkingin í framtíðinni Þegar næringargildi er gefið, samkvæmt nýju reglugerðinni sem innleidd verður nú í desember, verður að lág- marki að gefa upp þessi atriði, í þessari röð. Sykurinn, þar á meðal. Næringargildi í 100 g eða 100 ml Orka kJ og kkal Fita g Þar af mettuð fita g Kolvetni g Þar af sykur g Prótein g Salt g Fjölskylduvænir tölvuleikir Fimm leikir sem mega vera í jólapakkanum hjá krökkum E f þig vantar hugmyndir að skemmtilegum og fjölskyldu- vænum tölvuleikjum fyrir yngri kynslóðina þá þarftu ekki að örvænta í flóði ofbeldis- fullra leikja sem ekki eru við hæfi barna. Þó að unglingunum á heim- ilinu muni væntanlega ekki þykja mikið til þeirra koma þá ættu þess- ir að slá í gegn hjá þeim sem yngri eru og er óhætt að hafa í jólapakk- anum í ár. Eins og lesa má hér á opnunni þá tók vefsíðan Consumer Reports saman lista yfir tölvuleiki sem ekki eru ætlaðir börnum yngri en 17–18 ára. En sams konar leiðarvísir var einnig gerður fyrir leiki sem hugs- aðir eru sérstaklega fyrir börn. Hér eru fimm þeirra bestu. 1 Skylanders – Trap Team. Hugsaður fyrir tíu ára og eldri. Þú kaupir leikfangafígúrur sem þú síðan tengir við og notar í tölvuleiknum. Þessi tegund leikja hefur reyndar verið gagnrýnd fyrir að vera peningaplokk þar sem nánast endalaust er hægt að kaupa karaktera sem sameina gamaldags leikföng og nútíma leikjatölvur. Hægt er að nota fígúrur úr eldri leikjum með þessum leik. Þú fangar vondukalla, skýtur á skotmörk og leysir þrautir. 2 Disney Infinity 2.0. Fyrir tíu ára og eldri. Líkt og Skylanders þá notast leikurinn við raunveru- legar leikfangafígúrur sem tengdar eru leiknum. Hér er hægt að leika sér sem allar gömlu góðu Disney- persónurnar auk Marvel-ofurhetj- anna. Líkt og með Skylanders þá er ákveðinn stofnkostnaður við að kaupa fígúrur og tengipall sem síðan er hægt að bæta við, með tilheyr- andi kostnaði. Þessir leikir njóta þó mikilla vinsælda. 3 Pokemon Alpha Sapphire og Omega Ruby. Tvær uppfærðar útgáfur af eldri leikjum fyrir Nintendo 3DS og fyrir alla aldurshópa. Gengur, líkt og allt sem tengist Pokemon, út á að safna þeim öllum. Foreldrar þurfa að vera börnum innan handar því leikurinn krefst ákveðinnar lestrarkunnáttu, á ensku. 4 Super Smash Bros. Fyrir 10 ára og eldri og Nintendo Wii U- og 3DS-leikjatölvurnar. Það væri enginn leikjalisti fullkominn án þess að Super Mario kæmi við sögu. Þó að þetta sé tæknilega séð slags- málaleikur þá er þetta voða saklaust og krúttlegt. Ótal heimsþekktar tölvuleikjafígúrur sem hægt er að velja úr. 5 Little Big Planet 3. Fyrir alla aldurshópa á Playstation 3 og 4. Afar vinsælir leikir þar sem sköp- unargleðin ræður ríkjum. Hér snýst allt um að hlaupa, hoppa, skoppa og leysa þrautir. Saklaus skemmtun og fyrir alla fjölskylduna. n Ekkert ofbeldi Little Big Planet 3 er einn þeirra fimm tölvuleikja sem Consumer Reports mælir með og segir óhætt að setja í jólapakkann hjá yngri kynslóðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.