Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 8
Jólablað 23. desember 20148 Fréttir Grímur Grallari, Hafnargötu 90, 205 Keflavík, Sími: 422 7722 Verið velkominn! Vorum að opna nýtt kaffi og veitingahús Grallarinn Opið 11:00-21:00 Mánudaga til Fimmtudaga 11:00-01:00 Föstudag 16:00-01:00 Laugardag 16:00-21:00 Sunnudag Pizza hlaðborð í hádeginu alla virka daga frá 11:30-13:30 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS Goodnight É g leigi hana áfram meðan ég er á þingi. Ég samdi um það við skólann,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálf­ stæðisflokksins og skólameist­ ari í Framhaldsskólanum á Laugum, aðspurð um íbúð í þorpinu í Laug­ um í Þingeyjarsveit sem hún hefur til afnota á meðan hún gegnir þing­ mennsku. Valgerður segist einfald­ lega hafa leigt íbúðina á meðan hún var starfandi skólameistari við Fram­ haldsskólann á Laugum og að hún geri það áfram á meðan hún gegni þingstörfum; því hafi ekki verið um að ræða fríðindi sem fylgdu starfi hennar við skólann. Valgerður var önnur á lista Sjálf­ stæðisflokksins í Norðausturkjör­ dæmi í þingkosningunum í fyrra. Hún hefur verið skólameistari Fram­ haldsskólans á Laugum frá árinu 1999 en þar áður starfaði hún við Framhaldsskólann á Húsavík. Frá árinu 2009 hefur hún verið formaður Skólameistarafélags Íslands. Skólinn á Laugum er heimavistarskóli með á milli 100 og 120 nemendur. Getur verið í fimm ára leyfi Valgerður segir að embættismenn geti verið í leyfi frá störfum í allt að fimm ár ef þeir setjast á þing og að þann rétt hafi hún ákveðið að nýta sér. Á meðan Valgerður er í leyfi frá störfum er Hallur Birkir Reynisson settur skólameistari í Framhalds­ skólanum á Laugum. Valgerður heldur því starfinu við skólann með­ an á þingmennskunni stendur og getur svo horfið aftur til þess í lok þessa kjörtímabils. Þá leigir hún áfram umrædda íbúð af skólanum. Aðspurður um íbúðina sem Val­ gerður hefur á leigu segir Hallur Birkir að Valgerður hafi ennþá afnot af henni sem fyrr. „Hún bara borgar leigu af íbúðinni eins og áður. Það er nú frekar lág leiga en bara sam­ kvæmt taxta. Það eru Fasteignir rík­ isins sem eiga þessar íbúðir,“ segir skólameistarinn setti en hann segir íslenska ríkið eiga fjórar íbúðir á Laugum sem leigðar eru út til starfs­ manna skólans – samtals eru um 40 starfsmenn við skólann. Leigan á íbúðinni er bundin við starfsmenn Laugaskóla en auðvitað er Valgerður ennþá starfsmaður hans þó hún sé í leyfi. Guðbjartur hætti strax Allur gangur er á því hvort, og þá hvernig, nýkjörnir þingmenn láti af öðrum opinberum störfum sem þeir gegna þegar þeir eru kjörnir á þing. Líkt og Valgerður bendir á hafa emb­ ættismenn, í hennar tilviki skóla­ meistarar, sannarlega rétt á því að taka sér leyfi frá störfum í fimm ár og snúa svo aftur til starfa að lok­ inni þingmennsku. Hún valdi þenn­ an kost. Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er þegar Guðbjartur Hannesson, þá­ verandi skólastjóri Grundaskóla á Akranesi, settist á þing fyrir Samfylk­ inguna árið 2007. Hann ákvað að láta af störfum þegar hann settist á þing en þá hafði hann stýrt Grundaskóla frá árinu 1981: „Ég sagði upp strax og ég fór á þing. Ég var kosinn þarna í apríl eða maí. Ég nýtti mér ekki fimm ára regluna. Ég var búinn að vera svo lengi skólastjóri þannig að ég hugs­ aði að mér væri enginn vorkunn að verða atvinnulaus eftir hálft ár eða eitt ef svo bæri undir frekar en að láta einhvern gegna starfinu í afleys­ ingum. Það var að minnsta kosti mín skoðun,“ segir Guðbjartur. Líkt og áður segir er það réttur hvers og eins að embættismanns að velja hvaða hátt hann hefur á þegar hann sest á þing. Í tilfelli Valgerðar Gunnarsdóttur hefði hún hins vegar ekki rétt á því að leigja áfram íbúðina á Laugum af íslenska ríkinu nema sem starfsmaður Framhaldsskólans á Laugum. n Heldur stöðunni og leigir íbúð af ríkinu Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður nýtir sér fimm ára regluna Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég leigi hana áfram meðan ég er á þingi. Ólíkar leiðir Embættismenn geta ákveðið að nýta sér fimm ára regluna eða ekki þegar þeir setjast á þing. Guðbjartur Hannesson gerði það til dæmis ekki. Hefur rétt á leyfinu Valgerður Gunnarsdóttir heldur skólameistarastarf-inu á Laugum á meðan hún situr á Alþingi og leigir íbúð af Fasteignum ríkisins sem eyrnamerkt er skólanum. Mynd BraGI ÞÓr JÓseFsson Ganga til friðar Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Lauga­ veginn á Þorláksmessu undan­ farin þrjátíu og fimm ár og í ár verður engin breyting á því. Það er Samstarfshópur friðar­ hreyfinga sem stendur fyrir göngunni í Reykjavík þann 23. desember. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og hefst gangan klukkan 18.00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Undanfarin ár hafa slíkar göng­ ur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú. Í lok göngu verður fundur við Austurvöll þar sem Eyrún Ósk Jónsdóttir flytur ávarp. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórn­ um og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn kórstjórans Þorgerðar Ingólfs­ dóttur. Fundarstjóri er Kolbeinn Óttarsson Proppé. Friðargangan á Ísafirði legg­ ur af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 og er gengið niður á Silfurtorg. Á Akureyri stend­ ur Friðarframtak fyrir blysför í þágu friðar Akureyri. Hún hefst klukkan 20 frá Samkomuhúsinu Hafnarstræti og er gengið út á Ráðhústorg. Þ að sást ekki í mig fyrir braki og snjó,“ segir hin 23 ára Helga Björk Viggósdóttir í samtali við DV en hún varð fyrir því óhappi aðfaranótt sunnudags að fá yfir sig þakkant og bárujárnsbúta þar sem hún var á gangi í Hafnarstræti í mið­ borg Reykjavíkur. Helga Björk var á heimleið um klukkan fimm að nóttu ásamt nokkrum vinum og kærasta sínum og stefndu þau á leigubílaröðina. „Þá heyrðist hátt brak og við litum upp,“ rifjar Helga Björk upp. Hún segir þakk­ antinn hafa fallið líkt og spilaborg. Þau hafi séð hann byrja að losna í nokkurri fjarlægð en hann hafi nálgast hratt. Kærasti hennar hafi áttað sig á því sem var að gerast og náði að draga hana í burtu. Allir aðrir í hópnum sluppu ómeiddir. „Ég lenti ein undir farginu,“ segir Helga Björk. „Ég fékk bara áfall þegar ég var toguð upp og gerði mér ekki grein fyrir að eitthvað hefði fallið á mig. Fólk hópaðist að frá nærliggj­ andi stöðum og reyndi að láta mig liggja kyrra og hvatti mig til að standa ekki upp. Lögregla og sjúkrabíll komu skömmu síðar og tóku skýrslu. Ég var í það miklu sjokki að ég vildi ekki fara með sjúkrabílnum því kærastinn mátti ekki koma með. Ég gerði mér enga grein fyrir hvað hafði gerst í raun,“ segir Helga Björk. Hún tók því leigu­ bíl upp á bráðadeild þar sem hún fór í myndatökur og fékk aðhlynningu. „Ég hef verið með svima, mikil eymsli í baki, hausverk og skrámur. Ég þakka bara fyrir að ekki fór verr og fyrir að kærasti minn hafi náð að kippa mér að mestu leyti undan brakinu.“ n aslaug@dv.is „Ég fékk bara áfall“ Fékk þakkant og bárujárn yfir sig um helgina Féll líkt og spilaborg Helga Björk Viggósdóttir þakkar fyrir að ekki fór verr þegar hún fékk þakkant og bárujárnsbúta yfir sig um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.