Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Qupperneq 10
Jólablað 23. desember 201410 Fréttir KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA R íkisstjórn Íslands ákvað í mánuðinum að hækka skatt á bókum úr 7 í 12 pró­ sent. Fjallað hefur verið um hvaða áhrif þetta hef­ ur á bókaútgáfu. Renate Punka er framkvæmdastjóri Janis Roze, einnar stærstu bókaútgáfu Lett­ lands, og jafnframt forseti Félags lettneskra útgefanda. Árið 2008 var tekin ákvörðun þar í landi um að hækka virðisaukaskatt á bækur upp í 12 prósent, og hefur útgáfu­ starfsemin varla borið sitt barr þar síðan. Ef marka má Punka verða Ís­ lendingar, eins og Lettar, með ein­ hverja hæstu skattlagningu á bæk­ ur sem fyrirfinnst. „Almennt vilja Evrópulöndin hafa eins lágan skatt á prentuðum bókum og hugsast getur,“ segir hún. Mikil hækkun í einu lagi En hvers vegna var ákveðið að hækka virðisaukaskatt á bækur í Lettlandi? „Ákvörðunin var tekin þegar ríkisstjórnin varð ör­ væntingarfull í desember 2008, landið var nálægt gjaldþroti og fjármálaráðuneytið ákvað að bæta upp það sem á vantaði í fjárlögum með því að hækka virðisaukaskatt í nokkrum flokkum, þar á meðal á hótel og bækur,“ segir hún. Niður­ staðan hafi verið sú að bókabrans­ inn hafi horft fram á hækkun úr 5 prósentum og upp í 21 prósent nánast á einni nóttu. „Í hinum Eystrasaltslöndunum var hann hækkaður úr 5 í 9 prósent,“ segir Punka í samtali við DV. Byggðu sölutölur á hagnaði Punka segir að ákvörðunin hafi byggt á of bjartsýnum útreikn­ ingum fjármálaráðuneytisins og á rangri greiningu á tölfræðinni. Sölutölur hafi verið byggðar á hagnaði bókaverslana án þess að tekið væri tillit til þess að stór hluti varnings sem þær seldu væri ann­ að en bækur, yfirleitt á bilinu 35–45 prósent af heildarsölu. „Búist var við að hækkunin myndi skila um 4,3 milljónum evra í ríkissjóð, en niðurstaðan var mun lægri, eða 1,8 milljónir evra,“ segir hún. Og hver var niðurstaðan fyrir útgefendur? „Sala í bókabúðum minnkaði um 70 prósent fyrri hluta árs 2009, og bókabransinn lagði þungt að stjórnvöldum að endurskoða ákvörðunina. Það tók átta mánuði að sannfæra þau um að án skatta­ lækkunar myndi bókaútgáfa í Lett­ landi svo gott sem þurrkast út. Þann fyrsta ágúst 2009 var skatturinn aft­ ur lækkaður, en var þó enn 5 pró­ sentum hærri en hann hafði verið fyrir breytingu. Það hefur gengið erfiðlega að jafna sig eftir áfallið. Árið 2012 var svo skatturinn hækk­ aður aftur um tvö prósent, sem er ekki gott fyrir verðlagningu bóka.“ Langvarandi niðursveifla Punka segir að mun minna úr­ val hafi verið af nýjum titlum, sérstaklega í þeim flokkum sem þarfnist mikilla útgjalda, svo sem listaverkabókum, uppflettirit­ um, barnabókum og fræðibókum. „Niðursveiflan reyndist langvar­ andi; árið 2008 komu út 2.800 titl­ ar í Lettlandi, árið 2009 voru þeir 2.244 en árið 2010 voru þeir komnir niður í 2.000. Síðan hefur fjöldi titla örlítið aukist aftur, en magn prent­ aðra bóka er miklu minna en áður. Upphafskostnaður er mun hærri en var og því fyrsta upplag um 25 prósentum minna en það var fyrir hækkun.“ Hún segir að minni lestur og lægri höfundarlaun hafi verið áhrif hækkunarinnar fyrir rithöfunda. Þá sé málsvæði lettneskunnar lítið og á jaðri Evrópu. „Lettar séu stöðugt að reyna að fá stöðuga og útreikn­ anlega stefnu stjórnvalda til að geta fjármagnað útgáfu verkefna sem eru ekki söluvænleg en nauðsynleg tungumáli okkar og þjóðarvitund, og til að efla lestur meðal þjóðar­ innar í heild.“ Bækur hornsteinn menningar Punka er þeirrar skoðunar að virðis aukaskattur á bækur eigi að vera eins lágur og hugsast getur. „Jafnvel þó að útgefendur ákveði að láta skattahækkunina falla á sig án þess að hækka smásöluverð þýðir það samt að minna fjármagn verði til fyrir höfunda og ýmiss konar þróunarstarf. Bókin er einn af hornsteinum menningarinn­ ar og tungumálsins svo við verð­ um að sjá til þess að hún sé fáan­ leg, í dreifingu og lesin. Bókin á að vera almenningsvarningur og ekki lúxus vara, sem hún gæti auðveld­ lega orðið ef við höldum rangt á spöðunum.“ n n Útgefandi í Riga ber saman Ísland og Lettland n Tekjur minni en menn spáðu Á móti hækkunum Punka er þeirrar skoðunar að virðisaukaskattur á bækur eigi að vera eins lágur og hægt er. Skatturinn fór illa með bókaútgáfu í Lettlandi Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „Bókin á að vera almennings- varningur og ekki lúxusvara Hækkanir Til stendur að snarhækka virðisaukaskatt á bækur á Íslandi. Mynd SiGtryGGur Ari Stúdentar fá inni Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að til standi að reisa 750 stúd­ entaíbúðir næstu fimm árin. Þorri íbúðanna, 650, mun rísa í nágrenni Háskóla Íslands en hinar 100 við Ásholt/Brautar­ holt. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð á mánudag af fulltrúum borgarinnar, Félags­ stofnunar stúdenta og Háskóla Íslands. Fram kemur að til við­ bótar þessu hafi Félagsstofnun stúdenta, Háskólinn í Reykjavík og Byggingafélag námsmanna uppi áform um að byggja stúd­ entaíbúðir. Ljóst má því vera að fleiri námsmenn fá inni í stúd­ entaíbúðum á næstu árum. MS gefur mjólkurvörur Mjólkursamsalan veitti á mánudag bæði Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd vöruúttekt upp á eina millj­ ón króna. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fékk 300 þúsund króna úttekt. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem hefur átt undir högg að sækja vegna rannsókna á við­ skiptaháttum þess að undan­ förnu, segir að með þessu vilji fyrirtækið leggja þeim lið sem þurfa á aðstoð að halda á þess­ um árstíma. Á myndinni af­ hendir Aðalsteinn H. Magnús­ son, sölustjóri MS, Ásgerði Jónu Flosadóttur mjólkurvörur. Sjónarspil Ragnar ásamt myndavélinni sinni og eldsumbrotunum í Holuhrauni. Mynd Arctic iMAGeS / rAGnAr tH. SiGurðSSOn „Stórhættulegur fjandi“ ragnar th. Sigurðsson vinnur til verðlauna fyrir myndir af eldgosum Þ að er voða gaman, sko. Hversu miklu máli það skipt­ ir, ég veit það ekki. Þetta kitl­ ar egóið bara ponkulítið en ég held að þetta skipti ekki máli svona businesslega séð þegar til lengdar lætur. En það er gaman að þessu,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Th. Sig­ urðsson í samtali við DV. Ljósmynd Ragnars af eldsumbrotunum í Holu­ hrauni var valin besta mynd ársins 2014 af fréttasíðunni Mashable, sem á höfuðstöðvar sínar í New York í Bandaríkjunum. Þá var önnur mynd Ragnars jafnframt á listanum, sem er einnig tekin af eldsumbrotunum. Þetta eru ekki í fyrstu skiptin sem Ragnar vinnur til verðlauna. „Svo vakti það líka rosalega mikla athygli þegar ég flaug drónanum yfir gosið og við flugum inn í gíg­ inn þannig að myndavélin bráðn­ aði,“ segir Ragnar en fjallað var um atvikið bæði í íslenskum og erlend­ um fjölmiðlum. „Það vídeó var kosið drónavídeó ársins einhvers staðar á netinu,“ segir Ragnar. Ragnar hefur farið nokkrum sinnum að eldgosinu í Holuhrauni og myndað það. Þá var hann fyrir norðan þegar það byrjaði að gjósa og segist hann hafa farið strax á stað­ inn. „Þetta er náttúrlega engu líkt. Stórhættulegur fjandi út af gasi og drasli og færð og svona. Erfitt með flottar leiðir. Maður þarf að velja sér tíma og veður og vindáttir og svona til þess að gera þetta. Vera dálítið meðvitaður, hafa gasgrímur og leyfi,“ segir hann. Lengra viðtal við Ragnar má finna á DV.is. n erlak@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.