Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 12
Jólablað 23. desember 201412 Fréttir Bærinn H ann er kallaður jólaþorp­ ið í Kína og hefur verið líkt við verkstæði jólasveinsins en í Yiwu eru engir prúð­ búnir álfar eða jólalegur snjór. Bara sex hundruð verksmiðj­ ur þar sem verkamenn á sultar­ launum framleiða 60 prósent af öllu jólaskrauti veraldar. Það er afskaplega fátt sem minn­ ir á jólin þegar inn í eina af þess­ um verksmiðjum er komið. Ann­ að en rauður litur sem þekur loftið, gluggasyllur og veggi og gæti minnt einhverja á jólin. En svona verða jólin til í hjarta þrælabúða jóla­ sveinsins, ef svo má að orði komast. Þúsundum kílómetra frá norður­ pólnum í kínverska bænum Yiwu sem staðsettur er um 300 kílómetra suður af Shanghaí. Vita lítið um jólin Og það eru miklar líkur á að megn­ ið af því jólaglingri, englahárum og jólaseríum sem þú skreytir heim­ ili þitt með fyrir hver jól séu komin þaðan segir í umfjöllun um jólabæ­ inn Yiwu á vef breska blaðsins Guar­ dian á dögunum. Þessar sex hundruð verksmiðjur eru flestar fullar af kínverskum far­ andverkamönnum sem vinna 12 tíma vinnudaga fyrir laun sem samsvara að hámarki 60 þúsund krónum á mánuði. Og margir þeirra eru ekki einu sinni al­ veg vissir um hvað jólin eru. „Kannski eru þau eins og kín­ verska nýárið fyrir útlendinga,“ segir hinn 19 ára gamli Wei um jólin, en hann flutti til Yiwu fyrr á þessu ári ásamt föður sínum til að vinna. Saman vinna þeir feðgar við það allan daginn að lita jólasnjókorns­ skreytingar í hinu rauða rými. Þeir dýfa þeim í lím og setja þær í vél sem þekur skrautið með rauðu púðri uns þær glansa. Og þeir þurfa að skila af sér minnst fimm þúsund slíkum skrautmunum á hverjum degi. Með jólasveinahúfur af illri nauðsyn Þessu ferli fylgir mikill sóðaskapur og verða þeir þaktir fagurrauðu litapúðri frá toppi til táar. Faðir Wei vinnur með jólasveinahúfu á höfð­ inu en það er af illri nauðsyn frem­ ur en jólaanda. Húfan ver hárið á honum fyrir því að verða rautt. Á einni vakt fara þeir í gegnum tíu andlitsgrímur til að reyna að verj­ ast því að anda að sér hinu fínmal­ aða litapúðri. Það tekur sinn toll að vinna við aðstæður sem þessar og þeir feðgar búast ekki við því að vera þarna áfram á næsta ári. Þegar þeir hafa safnað nægu fé til að sonurinn geti kvænst hyggjast þeir snúa aftur til sinna heimahaga í Guizhou­hér­ aði og verða fullkomlega sáttir við að sjá aldrei ögn af þessu rauða púðri framar. Stærsta markaðstorg heims En utan verksmiðjuveggja Yiwu er stórt alþjóðlegt markaðstorg þar sem afraksturinn er til sýnis og bíður þess að vera pantaður til útflutnings. Sam­ einuðu þjóðirnar hafa kallað þetta sölutorg stærsta smávöruheildsölu­ markað veraldar. Svæðið er það stórt að því er skipt upp í hverfi, og eitt þessara hverfa er sérstaklega tileink­ að jólavarningi. Ódýrt jólaglingur þekur þar hvern rekka svo langt sem augað eygir. Haf ljósaseríusýninga, jólasokkar, gervijólatré, jólakúlur, jólastjörnur og allt tilheyrandi af öll­ um stærðum og gerðum. En þetta mikla jólaland á undir högg að sækja um þessar mund­ ir nú þegar netverslun hefur tekið yfir stóran hluta markaðarins. Vef­ síður á borð við Alibaba sem margir Íslendingar þekkja bjóða upp á 1,4 milljónir mismunandi tegunda jólaskrauts sem viðskiptavinir geta n Í Yiwu eru 60% af jólaskrauti heimsins framleidd n Verkamenn vita lítið um jólin Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Kannski eru þau eins og kínverska nýárið fyrir útlendinga. Jólatréð í stofunni Hér má sjá verkamenn keppast við að ganga frá og skreyta gervijólatré en þau eru framleidd í öllum stærðum og gerðum í Yiwu. Mynd ReuteRS Heilu jólahverfin Utan verksmiðjuveggja Yiwu er stórt alþjóðlegt markaðstorg þar sem afraksturinn er seldur og er til sýnis. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað þetta sölutorg stærsta smávöruheildsölumarkað veraldar. Mynd ReuteRS í Kína sem Býr til jólin Landsins mesta úrval Hugo Boss úra hjá okkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.