Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Síða 24
Jólablað 23. desember 201424 Fólk Viðtal
Þ
að er brosmildur ungur
maður sem tekur á móti
blaðamanni á kaffihúsi í
miðbænum þar sem hann
starfar. Það er reyndar lokað
en hann er með lyklavöld og við feng
um leyfi til að nýta okkur aðstöðuna
til að spjalla í næði. Árni er nýfluttur
til Reykjavíkur og hefur aldrei liðið
betur. Flutningana til Reykjavíkur
bar skjótt að og í raun þurfti hann að
ákveða sig á korteri hvort hann léti af
þeim verða eða ekki. „Ég var hvorki
með vinnu né húsnæði en daginn
eftir að ég tók ákvörðun um að flytja
til Reykjavíkur var ég kominn með
vinnu á fjórum stöðum og reddaði
mér íbúð strax.“ Það gekk allt upp
sem þurfti að ganga upp og hann
skilur ekkert í sér að hafa ekki farið
fyrr til borgarinnar. Það sem þurfti til
var að móðir hans var að flytja suð
ur, ásamt kærasta sínum og yngri
systkinum Árna, og honum fannst
ákveðið öryggisnet í því að hafa þau
nálægt sér. „Þetta var löngu tíma
bært og ég er mjög feginn að hafa
flutt,“ segir þessi glaðlegi og jákvæði
maður á meðan hann býr sér til kaffi
og færir blaðamanni vatnsglas.
En Árni hefur ekki alltaf verið jafn
geislandi af gleði og hann er í dag.
Hann hefur mátt þola ýmislegt. Hon
um hefur í tvígang verið nauðgað og
einnig varð hann fyrir slæmu einelti
þegar hann var barn og unglingur.
Vill hjálpa öðrum
Árni ákvað á dögunum að segja frá
reynslu sinni af kynferðisofbeldinu
eftir að hann þurfti að afgreiða nauð
gara sinn á kaffihúsinu. Eftir það at
vik birti hann færslu á Facebook og
bæði þakkaði ástvinum fyrir góðan
stuðning í gegnum tíðina og kom
þeim skilaboðum til þeirra sem hafa
orðið fyrir kynferðislegri misnotkun
að þeir væru ekki fórnarlömb, held
ur hefðu þeir lifað af og gætu borið
höfuðið hátt.
Viðbrögðin við færslunni hafa
verið gríðarlega sterk, og í langflest
um tilfellum jákvæð. Fjölmargir
settu sig í samband við Árna, bæði
til að þakka honum fyrir að stíga
fram og til að segja honum sögu
sína. „Þetta er búið að vera mjög yf
irþyrmandi, en á góðan hátt. Það
gerir mér gott að vita að þetta sé að
hjálpa einhverjum. Ég er enn þá að
svara skilaboðum á Facebook frá
fólki sem ég hef aldrei hitt,“ segir Árni
einlægur. Hann vill nota sína skelfi
legu lífsreynslu til að hjálpa öðrum,
ef hann mögulega getur. Og er það
tilgangur hans með þessu viðtali.
Laus við allt hatur
„Hann kom hérna inn. Ég stóð og
var að útbúa kaffi fyrir annað fólk
og heyrði útundan mér þegar tveir
menn komu inn og voru að tala
saman. Ég bauð góðan daginn og
hélt áfram því sem ég var að gera.
Svo allt í einu varð allt svart. Ég áttaði
mig ekki á því strax hvað var að ger
ast,“ segir Árni um það þegar nauðg
ari hans birtist skyndilega á kaffi
húsinu. Þetta var í annað skipti sem
hann sá manninn eftir að nauðgun
in átti sér stað fyrir rúmum fjórum
árum. Í fyrra skiptið þurfti hann þó
ekki að eiga við hann samskipti.
„Ég er handviss um að hann vissi
ekki hver ég var þegar hann kom
hérna inn. Ég svitnaði eins og svín
og gat varla sagt nokkuð. Eitt augna
blik óskaði ég þess að hann hefði átt
að sig á hver ég var og að hann hefði
tekið ákvörðun um að fara og fá sér
kaffi annars staðar. En það að hann
hafi setið hérna inni og að ég hafi
þurft að hafa hann fyrir augunum á
mér gerði það að verkum að ég áttaði
mig á því að ég er búinn að fyrirgefa
honum. Ég er laus við allt hatur í garð
þessa manns, og hinna sem nauðg
uðu mér,” segir Árni auðmjúkur og
hrærir varlega í kaffinu sínu.
Hefur náð botninum
„Ég held að ef það komi til þess að ég
mæti þessum manni aftur úti á götu
þá geti ég gengið fram hjá honum
með höfuðið hátt án þess að svitna. Ég
er laus. Þeir hafa engin völd yfir minni
líðan eða mínu lífi.” Árni er ákveðinn
en það örlar ekki á reiði í rödd hans.
„Um leið og maður sleppir finnur
maður fyrir ákveðinni ró. Ég hef náð
botninum og hann er ekki fallegur.
Það er ekki staður sem mig langar
að vera á. Þessar ljótu hugsanir sem
maður hugsar um sjálfan sig eru það
versta. Að þú sért ekki nógu góður,
að ég hafi átt þetta skilið og að ég hafi
komið mér þangað sjálfur.”
Árni segir það halda sér gangandi
að fá jákvæð viðbrögð frá fólki og að
geta hjálpað öðrum. En það eru ekki
allir sáttir við að hann tali svo opin
skátt um reynslu sína og raun ber
vitni. Ekki einu sinni allir þeir sem
standa honum næst. „Þau neikvæðu
viðbrögð sem ég hef fengið ýta mér
eiginlega enn meira áfram. Það er ná
kvæmlega ástæðan fyrir því af hverju
ég er að gera þetta. Ef einhverjum
finnst að það megi ekki tala um þetta,
þá þarf einmitt að gera það.“
Fyrst nauðgað 13 ára
Árni er 21 árs og fæddur á Akureyri
en flutti til Noregs með fjölskyldu
sinni þegar hann var tíu ára. Hann
fann sig illa í nýju umhverfi og ein
angraðist mjög fljótlega vegna ein
eltis. Það var í Noregi sem honum var
nauðgað í fyrra skiptið. „Þetta gerðist
fyrst þegar ég var þrettán ára og það
voru fleiri en einn gerandi. Þeir voru
bara fimmtán og sextán ára,“ segir
Árni varfærnislega. Þá hræðilegu
lífsreynslu lokaði hann algjörlega
inni og sagði ekki nokkrum manni
frá fyrr en einhverjum árum síðar.
Málið var því aldrei kært.
Aðdragandinn var sá að hann var
að spila tölvuleiki heima hjá vini sín
um, eina vini sínum, og með þeim
voru nokkrir eldri strákar. Frændi
vinarins og vinir hans. Frændinn
og hans vinir höfðu fram að þessu
verið þátttakendur í eineltinu gegn
Árna. „Ég var alltaf öðruvísi. Ég hef
alltaf laðast meira að því að vera með
stelpum og stelpudóti. Þessir strákar
höfðu verið að læsa mig inni á kló
setti í skólanum, kaffæra mig í snjó
og svona. En þegar ég fékk að spila
með þeim tölvuleiki þá leið mér
pínu eins og það væri búið að sam
þykkja mig inn í hópinn,“ útskýrir
Árni. „Svo fór okkur að vanta nammi
og orkudrykki og þeir ákváðu að fara
út í sjoppu og buðu mér með. Eftir
sjoppuferðina sögðust þeir þurfa að
koma við heima hjá frænda vinar
míns og ég fór líka með þangað.“
Bundinn á höndum og fótum
Það var þar sem allt gerðist. „Þetta
byrjaði þannig að þeir kölluðu mig
homma og í fyrstu reyndi ég að hlæja
að því. Svo fór einn þeirra að klæða
mig úr að ofan og þá datt ég hálf
partinn út.“ Árni tekur sér smá hlé í
upphafi frásagnarinnar. Það er langt
síðan hann hefur farið yfir atburða
rásina og það tekur á. Hann fær sér
sopa af kaffinu og hagræðir sér í sóf
anum áður en hann heldur áfram.
„Ég veit eiginlega ekki almenni
lega hvað gerðist þarna í millitíðinni
en allt í einu var ég kominn úr öllum
fötunum. Allt í einu var ég bundinn
á höndum og fótum og þessir þrír
einstaklingar voru að gera það sem
þá lysti við líkama minn. Þegar ég
rankaði allt í einu við mér var þetta
í gangi,“ segir Árni. Það sem gerðist
svo í kjölfarið var í raun mjög súr
realískt. „Eftir á klæddi ég mig í fötin,
marinn á úlnliðum og ökklum, og fór
aftur að spila tölvuleiki með sömu
strákum. Það var bara eins og þetta
hefði aldrei gerst. Ég lokaði alveg á
þetta. Ég hélt bara áfram.“
Rændur sakleysinu
Án þess að Árni gerði sér grein fyrir
því var búið að ræna hann sakleys
inu. Þegar þetta gerðist hafði hann
Árni Viljar Skjóldal hefur á stuttri ævi sinni
upplifað hræðilega atburði sem enginn ætti að þurfa
að upplifa. Honum hefur tvisvar verið nauðgað en
með mikilli vinnu og jákvæðu hugarfari hefur honum
tekist að fyrirgefa gerendum sínum. Hann vill nýta
erfiða reynslu sína til að hjálpa öðrum í svipuðum
sporum. Blaðamaður settist niður með Árna og
fékk að heyra sögu hans, hvernig hann hefur unnið í
sínum málum og tekist að fyrirgefa.
„Ég er búinn að
fyrirgefa honum“
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
„Ég er laus við allt hatur
í garð þessa manns,
og hinna sem nauðguðu mér.
„Svo lengi
sem ég
er að hjálpa
einhverjum þá
er ég ánægður