Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 28
Jólablað 23. desember 201428 Neytendur
Tvær hátíðarmáltíðir
n Hamborgarhryggur og meðlæti: 7.603 kr.
n Hangikjöt og meðlæti: 9.361 kr.
Samtals: 16.964 kr.
Endurnýjun sparifata
Fullorðnir:
n Ný herraskyrta: 7.990 kr. (Dressmann)
n Nýr kjóll: 8.995 kr. (Zara)
Alls 16.985 kr.
Stúlka:
n Jólakjóll: 4.595 kr. (Lindex)
n Leggings: 1.699 kr. (Hagkaup)
n Skór: 2.990 kr. (Hagkaup)
Alls 9.284 kr.
Drengur:
n Skyrta: 2.699 kr. (Hagkaup)
n Buxur: 3.999 kr. (Hagkaup)
n Skór: 3.990 kr. (Hagkaup)
Alls 10.688 kr.
Samtals fyrir fjölskyldu: 36.957 kr.
Jólatré með skrauti
n Stafafura, 1,5m–2,0 m:
9.000 kr. (Heiðmörk)
n Ljósasería, 100 ljós: 1.995 kr.
(Rúmfatalagerinn)
n Skrautkúlur, 10 x 6 stk: 1.900 kr. (IKEA)
n Jólatrésstjarna: 590 kr. (IKEA)
n Annað jólaskraut: 5.000 kr.
Samtals: 18.485 kr.
Jólagjafir
n Tíu jólagjafir: Um 70.000 kr.
Heildarkostnaður: 142.406 kr.
Þ
að getur kostað fjögurra
manna fjölskyldu rúm
lega 142 þúsund krónur að
halda jólin á Íslandi í dag
samkvæmt útreikningum
DV sem miðast við hjón með tvö
börn á leikskólaaldri. Rannsókna
setur verslunarinnar áætlar að hver
og einn Íslendingur eyði 45 þús
und krónum í kaup á vörum fyrir
jólin. Þegar þessi auknu útgjöld
sem undirbúningi jólanna fylgja
leggjast ofan á hefðbundin útgjöld
sem þegar gera mörgum erfitt um
vik að halda sér réttum megin við
núllið um hver mánaðamót, er ljóst
að víða getur róðurinn þyngst veru
lega. Nauðsynlegt er að neytendur
kunni sér hóf, sníði sér stakk eftir
vexti og eyði ekki verulega um efni
fram.
Útreikningar miðast sem fyrr
segir við fjögurra manna fjölskyldu.
Þau útgjöld sem gert er ráð fyrir fela
í sér tvær hátíðarmáltíðir, ákveðna
endurnýjun á sparifötum, kaup
á jólatré með skrauti og áætlaður
kostnaður við kaup á tíu jólagjöf
um. Val á kostnaðarliðum miðast
við sambærilega úttekt og DV gerði
árið 2008.
Eins og gefur að skilja er dæmi
DV fjarri því að vera tæmandi og
aðeins til viðmiðunar. Ljóst er að
auðveldlega mætti áætla mun
hærri kostnað við ýmsa þessa liði
en að sama skapi má hæglega gera
hlutina á hagkvæmari hátt.
Tvær hátíðar-
máltíðir
Við áætlun á
verði á jóla
mat er miðað
við tvær mál
tíðir þar sem
boðið verður upp
á hamborgarhrygg á
aðfangadag og hangikjöt á jóladag.
Verðupplýsingar eru úr úttekt DV í
síðasta blaði á verði mismunandi
jólamáltíða. Gera má ráð fyrir að
fjölskyldan verji að minnsta kosti
16.964 krónum í þessar tvær mál
tíðir og er þá meira að segja hægt að
bjóða einum til tveimur fullorðnum
í mat að auki.
Stækkandi börn þurfa ný föt
Það er góð regla að gera ákveðna
endurnýjun á sparifötum fjöl
skyldunnar fyrir jólin. Það er þar
að auki gjarnan nauðsynlegt þegar
um börn er að ræða enda vaxa þau
fljótt upp úr fatnaði og þá sérstak
lega sparifötum sem sjaldnar eru
notuð. Fullorðna fólkið getur slopp
ið ágætlega og í dæmi DV er gert
ráð fyrir því að hús
bóndinn eigi
jakkaföt í sæmi
legu ástandi
en þurfi að
kaupa sér nýja
skyrtu. Þá gef
um við okkur
að konan splæsi í
nýjan kjól. Samtals
gæti þetta kostað fullorðna fólkið
tæpar 17 þúsund krónur og þykir
vel sloppið í dag.
Það þarf að endurnýja meira
hjá börnunum. Stúlkan þarf nýjan
kjól, leggings og skó. Gert er ráð
fyrir því að kaupa skyrtu, buxur og
skó fyrir drenginn. Barnaföt eru
ekki ódýr í dag, jafnvel þótt fólk sé
ekki að kaupa tískumerki. Þegar allt
er talið til má áætla að fjölskyldan
verji rétt tæplega 37 þúsund krón
um í endurnýjun á sparifötum. Eins
og sjá má voru raunverð fundin á
heimasíðum mismunandi verslana
og reynt að stilla verði í hóf.
Fá sér lifandi tré
Í dæmi DV ákveð
ur fjölskyldan að
kaupa sér lifandi
jólatré hjá Skóg
ræktarfélagi Reykja
víkur í Heiðmörk.
Þar kostar stafafura
sem er á bilinu 1,5 til 2
metrar á hæð 9 þúsund krónur. Til
skreytingar er keypt hundrað ljósa
sería, sextíu jólakúlur til að hengja
á tréð og jólastjarna á toppinn. Svo
er gert ráð fyrir kostnaði við aðr
ar skreytingar á heimilinu, áætlað
ar um 5 þúsund krónur. Þetta gera
18.485 krónur.
Gjafakaupin
snúin
Stærsti
kostnaðar
liður hverrar
fjölskyldu
vegna jól
anna er að
jafnaði gjafirnar. Það
getur verið erfitt að áætla þenn
an lið en miðað við fyrirliggjandi
upplýsingar um kauphegðun Ís
lendinga, sem vikið er að síðar, var
ákveðið að setja þá tölu í 70 þús
und krónur. Er þá miðað við um tíu
gjafir. Hjónin gefa hvort öðru gjöf,
börnunum hvort sína gjöfina, for
eldrum sínum og jafnvel systkinum.
Er miðað við tíu gjafir sem jafngild
ir um 7 þúsund krónum á gjöf. Hafa
ber í huga að sumir fá dýrari gjafir
en aðrir og allur gangur getur verið
á því. Teljum við að 7 þúsund krón
ur sé nokkuð raunhæft. Hér, eins og
í öllum öðrum liðum, þá er að sjálf
sögðu hægt að eyða miklu meira
eða mun minna.
65% hækkun frá 2008
DV gerði, sem fyrr segir, svipaða
útreikninga í desember 2008 þar
sem útgjaldaliðir voru þeir sömu
nema miðað var við fimm manna
fjölskyldu. Í þeirri úttekt nam áætl
aður kostnaður vegna jólahalds
86 þúsund krónum. Þó að erfitt
sé að bera tölurnar saman sökum
mismunandi fjölskyldustærðar í
dæmunum tveimur þá gerir þetta
þrátt fyrir það hækkun upp á
ríflega 65 prósent. Hefði ver
ið tekið inn einn auka fjöl
skyldumeðlimur í dæmi DV
nú væri kostnaðurinn aug
ljóslega umtalsvert meiri.
45 þúsund krónur á mann
Á dögunum birti Rannsóknasetur
verslunarinnar spá sína um að
velta í smásöluverslun í nóvem
ber og desember í ár verði um 84
milljarðar króna, eða 72 milljarðar
króna án virðisaukaskatts og auk
ist því á breytilegu verðlagi um 4,2
prósent milli ára.
Þar af séu 15 milljarðar umfram
meðaltal annarra mánaða ársins
sem ætla má að séu vegna jólainn
kaupa. Út frá þeim upplýsing
um má finna að verslun þessa tvo
mánuði jafngildir um 45 þúsund
krónum meira á mann umfram
meðaltal annarra mánaða ársins,
sem gera 180 þúsund krónur fyrir
fjögurra manna fjölskyldu. Hver og
einn Íslendingur eyðir því 45 þús
und krónum í kaup á vörum fyrir
jólin. Af þessu má sjá að forsendur
útreikninga DV eru hóflega áætl
aðar.
Á við leigu
á þriggja
herbergja
íbúð
Til að setja
þessi áætl
uðu útgjöld
vegna jólanna
í samhengi þá eru
180 þúsund krónurnar sem Rann
sóknasetur verslunarinnar reiknar
með að fjögurra manna fjölskylda
eyði í vörukaup fyrir jólin hærri en
atvinnuleysisbætur á Íslandi í dag.
Atvinnuleysisbætur eru nú 178.823
krónur á mánuði miðað við 100%
bótarétt.
Sé miðað við upphæðina í dæmi
DV þá er hún litlu lægri en sem
kostar að leigja 90 fermetra, þriggja
herbergja íbúð í Kópavogi. Sam
kvæmt upplýsingum um leiguverð
íbúðarhúsnæðis úr leigugagna
grunni Þjóðskrár kostar slík íbúð
149.760 krónur á mánuði. n
Þetta kosta jólin í ár
n Svona eyðir fjögurra manna fjölskylda 140 þúsund krónum n Eyðum 15 milljörðum fyrir jólin
Sérskipuð valnefnd Rannsóknaseturs
verslunarinnar á Bifröst komst að þeirri
niðurstöðu að jólagjöfin í ár sé „nytjalist“.
Í röksemdum segir að það
sé tímanna tákn að
neytendur hafi bæði
hagkvæmni og gæði
að leiðarljósi við
innkaup, þá sé krafa
um það að hönnun
sameini notagildi og
fagurfræði, enda sé
það „alkunna að kaffi
bragðist betur ef það er
borið fram í fallegum bolla.“
Nytjalist er sögð sameina hönnun, hugvit
og handverk. Hún getur verið heimatil-
búin eða fjöldaframleidd, innlend eða
erlend.
Er bent á að magvísleg hönnunarhús
megi finna um allt land og ýmsir
hönnuðir leiti fanga í íslenskri menn-
ingu eða náttúru. Slíkt eigi mjög upp
á pallborðið hjá neytendum nú
um stundir. Nytjalist sé því
gjöf fyrir alla enda sé mikil
gróska í hönnun slíkra gripa
og möguleikarnir nær
óþrjótandi.
Jólagjafir fyrri ára:
n 2014 Nytjalist
n 2013 Lífsstíls bók
n 2012 Íslensk tónlist
n 2011 Spjald tölva
n 2010 Íslensk lopa peysa
n 2009 Já kvæð upp lif un
n 2008 Íslensk hönn un
n 2007 GPS staðsetn ingar tæki
n 2006 Ávaxta- og græn met ispressa
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Jólin kosta sitt
Það getur reynst
mörgum erfitt fjár-
hagslega að standast
kröfur samfélagsins
um jólahald. Eins og
hófstillt dæmi DV
sýnir getur það kost-
að fjögurra manna
fjölskyldu ríflega 140
þúsund krónur að
halda það sem kalla
mætti hefðbundin
jól. Leggist það ofan
á hefðbundin útgjöld
þá er ljóst að róðurinn
þyngist hjá mörgum.
Þetta er jólagjöfin í ár
Nytjalist sameinar notagildi og fagurfræði
Jólahald
Viðmiðunarkostnaður fyrir hjón
með tvö börn