Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 essi vísnaþáttur verður, líkt og sá síðasti, helgaður framlagi Hjálmars Freysteinssonar læknis sem flutt var á margumræddu hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar. En áður en lengra er haldið birtist ein af nýrri vísum Hjálmars, ort í kjölfar lagasetningar á verkfall hjúkrunarfræðinga og félaga í BSRB. Gerðardómi verður svo falið að ákvarða þessum stéttum réttláta þóknun fyrir sín störf: Svona á að sætta menn, setja á rétta skipan. Koma að góðu gagni enn gulrótin og svipan. Birgir Sveinbjörnsson vitnar til ummæla Jóns Aðalsteins Hermannssonar sem telur ráðherra Framsóknar helst til holduga. Hvað finnst Hjálmari um það?: Þetta nokkuð augljóst er, allir vita rétta svarið. Við ráðherrana margt finnst mér miklu verra en holdafarið. Um stjórnanda karlakórsins, Petru Björk, átti að yrkja sérstaklega. Ekki tókst Hjálmari þó fullkomlega að láta hennar nánustu fjölskyldu í friði: Petra hlýlegt hugarþel hefur til að bera. Ort ‘ún hefur um mig vel sem aðrir sjaldan gera. Um það bera vil ég vott, veit af dæmum sönnum, hún kemur auga á eitthvað gott í ólíklegustu mönnum. Birgir innir Hjálmar eftir viðhorfi hans til múslima: Eins og hér í Eyjafirði ætla má þar sé, misjafn sauður í mörgu fé. Upplýst var um yfir 100 milljarða gróða íslenskra banka. Birgir spyr því hvort Hjálmar kysi frekar að eiga banka eða stjórna: Að stýra banka er streð og kvöl, stoðar lítt að minni hyggju að eiga von um orlofsdvöl í einbýli á Kvíabryggju. Nú, líkt og hinum hagyrðingunum, þá var Hjálmari fyrirskipað að hafa viku vistaskipti við einhvern hinna hagyrðinganna. Í hlut Hjálmars kom að gegna húsbóndaskyldum hjá Margréti, konu Péturs Péturssonar: Orðbragð mitt ég vanda vil, vel mun úr þessu greiðast. Heimilisfólkið má hlakka til en hrossunum kynni að leiðast. Í framhaldi biður Birgir um hestavísu frá Hjálmari: Hrossin eru fjörug, fögur, með fulla knapa rata heim. Aldrei neinar sannar sögur sagðar heyri ég af þeim. Þar sem konur verma nú alla helstu yfirlögreglustóla landsins, þá spyr Birgir hvað Hjálmari þyki um það. Hér kaus Hjálmar „limruhátt“ til að lýsa viðhorfi sínu. Löggunni stýra stelpur nú stuðlar að jafnrétti tíska sú. Hitt er líka til bóta, að lög megi brjóta geri menn það í góðri trú. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Ólafsdalur er merkur sögu- og minjastaður við sunnanverðan Gilsfjörð, um 6 km frá veginum yfir Gilsfjarðarbrúna. Þar var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af frumkvöðlinum Torfa Bjarnasyni árið 1880, fyrir 135 árum. Auk þess er nú 100. ártíð Torfa (d. 1915). Samkvæmt uplýsingum frá Rögnvaldi Guðmundssyni, formanni Ólafsdalsfélagsins, verður opið í Ólafsdal alla daga í sumar kl. 12.00-17.00 fram til 16. ágúst. Umsjónarmenn verða hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tækni- fræðingur. Sýningar eru þar um sögu Ólafsdalsskólans, konurnar í Ólafsdal o.fl., en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar boðið upp á kaffi, rjómavöfflur og ís frá rjómabúinu á Erpsstöðum. Einnig geta gestir fræðst um lífræna ræktun grænmetis í Ólafsdal og keypt það á staðnum. Fræðslustígur er í Ólafsdal og góðar gönguleiðir í fallegu umhverfi. Staðurinn er því ein af þessum perlum á Íslandi sem allir þurfa að heimsækja. Hátíð 8. ágúst Ólafsdalshátíð verður að þessu sinni haldin laugardaginn 8. ágúst. Verður dagskráin fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda; tónlistaratriði, skemmtun fyrir börnin, áhugaverð erindi, vandaður handverksmarkaður og veitingar. Þá verður lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu og glæsilegt Ólafsdalshappdrætti. Nánari upplýsingar um Ólafsdal má finna á www.olafsdalur.is og www.facebook.com/Olafsdalur. Ólafsdalur, perla sem allir þurfa að heimsækja Þ MÆLT AF MUNNI FRAM 133 Hress gönguhópur lífeindafræðinga og fleiri í Ólafsdal. Séð yfir Ólafsdal. Sett niður í garðinn 23. maí 2015. Birgir Ómarsson mundar skófluna. Torfi Sverrisson Markússonar Torfa sonar tekur á því. Há f i i M kú K T fl systk n n ar s arl or ason Markússonar Torfasonar og Þórey Sigríður Torfadóttir (Þóra Sigga). Mæðgurnar Margét Lára Rögnvaldsdóttir og Helga Björg Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.