Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Heklaður skvísukragi PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Garn: Whistler frá Garn.is Heklunál: 4 mm 1 dokka ætti að duga í tvo kraga og kostar dokkan 199 kr. Aþena, systurdóttir mín, er 3 ára skvísa sem hefur gaman af því að klæða sig upp og vera fín. Nú er sumar og nýtur Aþena þess að geta verið í kjól og þurfa ekki að fela glingur og skart undir peysu eða jakka. Bleikur er uppáhalds liturinn hennar Aþenu og vakti bleiki kraginn sem ég heklaði handa henni mikla lukku. Þessi kragi er heklaður eftir uppskrift sem birtist í Bændablaðinu 2013, en ég breytti uppskriftinni aðeins til þess að hann hentaði betur yngri skvísum. Uppskrift: Uppskriftin er þannig að hægt er að hafa kragann í hvaða stærð sem er. En passa þarf upp á lykkjufjöldinn gangi upp í 7 til þess að mynstrið gangi upp. Til viðmiðunar var ég með 63 og 77 loftlykkjur í krögunum sem ég heklaði, að auki er svo bætt við 5 loftlykkjum til þess að gera hnappagat. Fitjið upp margfeldið af 7 þar til æskilegri stærð er náð, þá er bætt við 5 LL. 1. umf: Heklið 1 FP í 6. LL frá nálinni (hnappagat gert), 1 FP í hverja LL út umf. Ég hekla í hnúðinn aftan á loftlykkjunum í stað þess að hekla framan í loftlykkjurnar, þetta geri ég til þess að hálsmálið sé fallegra. 2. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu 6 L, 2 FP í næstu L (útaukning gerð)*, endurtakið frá * að * út umf, en heklið aðeins 1 FP í síðustu L umf í stað þess að gera 2 FP. 3. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í allar L út umf. 4. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), sl. 2 L, *[1 ST, 3 LL, 1 ST] saman í næstu L, sl. 3 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins 3 L eru eftir, þá er sl. 2 L og heklað 1 ST í síðustu L. 5. umf: Heklið 3 LL, sl. 2 L *[2 ST, 4 LL, 2 ST] saman í næsta LL-bil, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, heklið 1 ST í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar. *Hnúður: Heklið 4 LL, 1 KL í 1. LL 6. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í 1. L, sl. 2 L, *[3 ST, hnúður, 3 ST] saman í næsta LL-bil, sl. 2 L, 1 FP á milli ST, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, ekki næst að klára síðustu endurtekninguna að fullu, í lokin er heklaður 1 FP í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar. Slítið frá, gangið frá endum og saumið töluna á. Fleiri myndir er að finna á www.garn.is og þar er einnig hægt að nálgast þessa uppskrift í rafrænu formi. Góða skemmtun! − Elín Guðrúnardóttir Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 1 9 4 1 4 8 9 3 2 3 5 8 5 7 2 6 9 6 2 7 3 8 6 2 8 Þyngst 1 7 6 9 3 9 7 5 1 2 4 3 5 1 2 7 3 5 6 3 6 1 2 7 8 8 1 3 4 7 9 2 8 4 7 9 7 1 9 3 2 4 5 1 7 6 2 3 8 9 1 7 9 8 2 6 8 1 9 4 5 2 6 7 8 1 3 7 9 5 4 1 6 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Skemmtilegast að spila fótbolta Bjarki Snær er 8 ára nemandi í Kirkjubæjarskóla. Hann æfir fótbolta og blak og ætlar bráðum að fara að læra að spila á trommur. Bjarka Snæ finnst spagettí og hakk besti maturinn. Nafn: Bjarki Snær Sigurðsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Naut Búseta: Hemra og Túngata 6. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fótbolti. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Beltisdýr. Uppáhaldsmatur: Hakk og spagettí. Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk. Uppáhaldskvikmynd: Þættir um Harry og Heimi. Fyrsta minning þín? Man ekki. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta og krakkablak og byrja að æfa bráðum á trommur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór út á svell með pabba á snjósleðanum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að leiðast. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór á Gullfoss og Geysi. í Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.